Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur
N ú spyrja margir, hvað er himin-
glæfra? Það er íhvolfur brotsjór
sem er holur að innan og líkist
helst stóru grunnbroti.
Þá vildi ég ryðja dekkið
Haustið 1957 var ég stýrimaður á b/v
Hallveigu Fróðadóttur. Mig minnir að það
hafi verið í október sem ég leysti Sigurð
Þórarinsson af. Undanfarna túra höfðum
við fiskað við Nýfundnaland og þá bæði
fyllt lest og dekkið eins og tolldi á því.
Sigurður hafði þann hátt á að breiða
segl yfir dekkfarminn og raða flatnings-
borðum og plönkum þar ofan á og yfir
allt saman voru strengdir bæði trollvír-
arnir og gilsarnir. Það var svo vel gengið
frá að þó að blessunin hún Hallveig hefði
farið á hliðina þá hefði ekkert haggast á
dekkinu.
Þetta lánaðist allt vel um sumarið og
fram að þessum túr sem ég leysti af og
enn fórum við á Nýfundnalandsmið.
Eins og að framan getur var þetta í
október. Það gekk mjög vel að fylla
bæði lest og dekk og ég lét ganga jafn
rammlega frá dekkfarminum og fyrr
greinir. Á heimleið þegar við vorum um
það bil réttvísandi suður af Hvarfi á
Grænlandi hrepptum við norðan storm
og stórsjó og á annan sólarhring
komust karlarnir ekki aftur í. Mikið
hefði ég þá viljað gefa fyrir það að geta
hleypt út því sem á dekkinu var en það
var útilokað. Það var alls ófært að hreifa
við því.
Á meðan við slóvuðum sá ég marga
himinglæruna rísa og hugsaði þá, ef
þessi hefði lent á okkur þá hefði farið
illa því blessunin hún Hallveig var þung
í sjó.
Það er algengt þegar slóvað er í vondu
veðri að maður sjái holskeflur rísa en
sem betur lenda þær oftast til hliðar við
skipin.
Nú ætla ég að segja frá tveimur tilfell-
um þar sem himinglæran lenti á skipi.
Úranus í kröggum
Mig minnir að það hafi verið í febrúar
1961. Þá var ég skipstjóri á b/v Þorkeli
Mána. Við vorum nýbyrjaðir túr og vor-
um á Selvogstánni í sæmilegu kroppi af
blönduðum fiski. Þá kemur skeyti frá út-
gerðinni sem skipar okkur til Vest-
mannaeyja að taka þar fullfermi af síld
en um þetta leyti var mikil síldveiði við
suðvestur- og suðurland. Við hættum
veiðum og fórum til Vestmannaeyja.
Þegar þangað kom var allt klárt, nóg af
síld og var drifið í því að taka á móti
henni, ísa og ganga sem best frá en það
tók ekki langa stund að lúgufylla Mán-
ann af silfri hafsins.
Um svipað leyti var b/v Úranus í Vest-
mannaeyjum að taka síld og fór hann
stuttu á eftir okkur áleiðis til Þýskalands
en bæði skipin áttu að selja farminn í
Cuxhaven.
Fyrst eftir að við fórum frá Eyjum var
þokkalegt veður en fljótlega fór að
hvessa af norðvestri og varð að lokum
ofsarok, svo mikið að rokið bældi niður
sjóinn sem skóf undan vindinum. Þegar
svo var komið héldum við á Mánanum
með tæplega hálfri ferð undan veðrinu.
Svo er það að við eigum um það bil 10
sjómílur í Færeyjarbanka að ég ákveð
að fara ekki upp á bankann í þessu
veðri og sneri Mánanum upp í sjó og
vind. Mér er minnisstætt að við urðum
að hafa meira en togferð til að halda í
horfinu. Þetta var um miðnætti og fór
ég í koju og sagði stýrimanninum að
vekja mig ef veður breyttist.
Um klukkan 6 morguninn eftir
kemur stýrimaðurinn inn til mín, vek-
ur mig og segir: „Það munaði litlu að
illa færi.“
Ragnar Franzson
Himinglæfra
er stórhættuleg
Kallinn, Ragnar Franzson, í brúnni.
Hallveig Fróðadóttir RE 203.