Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur Úr því að Snæfell ber á góma er freistandi að halda sögunni ögn áfram. Einum og hálfum mánuði eftir sjósetninguna, eða 1. júlí 1943, fór skipið í reynsluferð og var boðið til hennar fjölda manns. Þeirra á meðal yf- irmanni setuliðsins en vera hans um borð átti að koma í veg fyrir að eftirlits- skip hersins á firðinum truflaði sigl- inguna – sem gekk fullkomlega eftir. Ferðin varð engu að síður söguleg og lengi í minnum höfð og hent að gaman. Egill Jónasson, fyrsti skipstjóri Snæ- fells, ritaði sögu Skipasmíðastöðvar KEA, og sagði frá reynslusiglingu Snæfells. Fórnargripur fyrir borð „Að sjálfsögðu var nauðsynlegt að sýna svo göfugum hóp nokkra rausn og hafði í því skyni verið stillt upp borðum á framþilfarinu og á leiðinni inn fjörðinn aftur, sat hópurinn þar og borðaði góð- meti og drykkjarföng voru við allra hæfi. Það sögulega, sem gerðist í ferðinni var það, að þegar menn höfðu setið að snæðingi um stund, og að sjálfsögðu fengið sér vel neðan í því, sumir að minnsta kosti, kvaddi Guðmundur Pétursson útgerðarmaður sér hljóðs. Sagðist hann vilja verða fyrstur manna til þess að bera fram þakkir til ráðamanna Kaupfélags Eyfirðinga fyrir rausnarlegt og skemmtilegt boð, og til að óska þessu nýja og glæsilega skipi velfarnaðar og giftu. Hann kvað það bera ljósan vott um hugmyndaauðgi og framfaravilja, að hafa ráðist í að byggja svo stórt og myndar- legt skip, eins og þetta skip sýndi greini- lega. Áður fyrr, sagði hann, var sá siður HATTAR fyrir borð! Fagnað um borð í Snæfelli hinn 1. júlí 1943. Ekki eru margir hattar á hattaborðinu en kannski hafa ungu mennirnir hreinsað af stólbökum líka og þannig náð umtalsverðri fórn handa Ægi. Minjasafnið á Akureyri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.