Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 25
manninn og afhenda honum skipið fyrir nóttina. Loftskeytamaðurinn sá um viðhald siglinga- og fiskileitartækja, hélt brúnni að mestu hreinni og var alltaf við hendina til að stilla eða laga eitthvað eða skreppa niður og sinna einhverju fyrir skipstjórann. Það þótti sjálfsagt að maður væri bú- inn að setja í gang öll siglingatæki og ganga úr skugga um að þau væru í lagi, áður en skipstjóri mætti til skips eftir inniverur og eins að ganga frá þegar komið var í höfn og áður en farið var frá borði. Það hafði kannski einnig góð áhrif að loftskeytamaðurinn var bundinn þagnareiði um fjarskiptin og það sem hann heyrði, sem gerði það að verkum að hann fór yfirleitt vel með það sem fyr- ir eyru bar og á fiskiríi voru þeir oftast tveir einir í brúnni. Svo voru skipstjór- arnir formenn í kódafélaginu, það var þeirra loftskeytamaður sem bjó til nýjan kóda og sá um að endurnýja kódabók- ina. Ennþá eftir nærri fjörutíu ár eru yfir- leitt fagnaðarfundir þegar ég hitti minn gamla skipstjóra Svavar Benediktsson, og ég held að hann hafi fyrir löngu gleymt og fyrirgefið stráknum „loftnetaprílið“. Íþróttafréttamenn í útvarpi og sjónvarpi, sem lýsa oft hraðri at- burðarás, raða ekki alltaf orðum sínum saman eftir ströngustu reglum hefða eða málvísinda – og eru engan veginn einir um slíkt. Hér skulu nefnd tvö tiltölulega nýleg dæmi úr íþróttafréttum í sjónvarpi allra landsmanna, og skal ítrekað að ekki er á nokkurn hátt vegið að starfsheiðri flytjenda; þeir komu fréttum sínum skilmerkilega til skila (og skemmtilega að auki). Um keppinauta, sem afburðakona hljóp af sér, var sagt 12. jan- úar 2014: „En þær áttu ekki roð í Anítu.“ ✦ Í sjónvarpsfréttum 9. apríl (2014) var lýst tvísýnum boltaleik af einhverju tagi, sem lauk með því að annað liðið vann sigurorð af hinu. ✦ Að lokum gömul frétt, líklega nokkurra áratuga, óaðfinnanleg, en úr henni mætti með hæfilegri hártogun lesa lýsingu á óvenjulegri afstöðu líkamsparta. Hér gerir Ómar Ragnarsson úttekt á árangri félagsliða í lok keppn- istímabils: [KR-ingar, Valsmenn eða hverjir það nú voru] „ ... sátu eftir með sárt ennið á botninum.“ „Óvart skemmtilegar“ íþróttafréttir Sjómannablaðið Víkingur – 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.