Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur 1905. Árið eftir var fyrsta skipið afhent, Nihonkai-Maru 191gross tonn að stærð. Síðan hefur hver stóratburðurinn í sögu stöðvarinnar elt hvern annan. Á árinu 2007 afhenti stöðin stærsta tankskip heims Pearl Naomi 10400 dead weigt tonn og á árinu 2009 enn stærsta skip heims cemical tankarann Crane Harmony 11500 dead weigt tonn. Allt til ársins 2010 hefur stöðin smíðað og afhent yfir 1200 skip af öllum stærðum og gerðum sem sigla og siglt hafa vítt og breitt um heimshöfin. Starfsmannafjöldi var þá um 200 manns. Ekki frammúrstefnuskip Segja má að hönnun og búnaður jap- önsku togaranna hafi á engan hátt verið frábrugðinn sambærilegum skipum sömu stærðar og gerðar. Ef þessi skip eru borin saman við austurþýsku skipin má helst nefna að megnið af búnaði þeirra var ekki þarlendur, kom frá hinum vestræna heimi öfugt við tækjabúnað Japanana sem allur var frá Japan. Í fyrstu höfðu ís- lenskir útgerðarmenn uppi efasemdir um að Japanir gætu smíðað skip sem hent- uðu til fiskveiða hinumegin á hnettinum, hefðu yfir höfuð næga reynslu í þetta verkefni. Þá var viðkomandi bent á að Japanir væru í hópi stærstu fiskveiðiþjóða heims, með víðtæka reynslu af hönnun og smíði fiskiskipa ásamt hönnun og smíði þeirra véla og tækja sem voru nauðsynleg í þess tíma nýtísku fiskiskip. Einnig var þeim sem uppi höfðu efasemdir bent á að á þessum tíma var mikið af japönskum fiskileitartækjum, vélum og öðrum tæknibúnaði þegar í notkun í flotanum og reyndist vel. Allir kannast við Toyota fólksbílana sem komu fyrst til landsins á árinu 1965 og reyndust vel í alla staði. Hér var því ólíku saman að jafna enda hljóðnuðu fljótt raddirnar sem töldu að blint væri vaðið í sjóinn ef byggja ætti alfarið á tækjum og búnaði frá Japan. Leist ekki á blikuna Kristinn Pálsson lýsir stöðu mála þannig í bók sinni þegar hann kom til Muroran, fyrrihluta árs 1972, ásamt þeim sem fylgjast áttu með smíðinni og sigla skip- inu heim „Það eina sem við sáum var kjölur á skipi og nokkur skipsbönd. Ég sagði við strákana að hér yrðum við næstu þrjú til fjögur árin. Mér féllust hendur við að sjá þetta. Ég lét Japanina vita að mér litist ekkert á þetta ævintýri. Þið fáið skipið afhent á gamlársdag. Um það var samið, sögðu japanarnir“. Það stóðst, Vestmannaey lagði af stað til Íslands frá Japan skömmu fyrir þrjú á gamlársdag 1972, enda undravert að fylgjast með vinnubrögðunum í stöð- inni þar sem allt virtist skipulagt út í æsar. Bolli Magnússon skipatæknifræðingur, fulltrúi út- gerðanna sem létu smíða skip í Japan heldur hér tölu við sjósetningu eins togarans. Anna María Einarsdóttir, eiginkona Bolla, að skíra eitt skipanna en hún skírði nokkur þeirra ásamt dóttur þeirra hjóna. Eins og komið hefur fram, bjó Bolli Magnússon í Muroran og hafði eftirlit með smíði skipanna bæði í Muroran og Niigata. Hann var sitt hvora vikuna á hvorum stað, notaði sunnudaginn til þess að ferðast á milli. Sunnu- dagurinn var eini dagur vikunnar sem ekki var unnið í stöðvunum. Flogið var á milli Muroran og Tokyo, tekin lest frá Tokyo til Niigata. Vegalengd Tokyo-Murora 1040 km og Tokyo-Niigata 335 km. samt.1375 km. Japan er um 378.000 km² að flatarmáli og þar búa um 127 milljónir manna eða 380 á hvern km². Ísland er 103.000 km² að flatarmáli og hér búa um 334 þúsund manns eða rúmir þrír á hvern km². Magni Kristjánsson, skipstjóri á Bjarti NK-121, heldur tölu við sjósetningu skipsins í Niigata í upp- hafi árs 1973.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.