Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 20
þóttist ekki skilja hvað ég meinti með því. Trúði ekki að þeir myndu skjóta Nú hófst skuggaleg atburðarás sem byrj- aði með því að skipherrann krafðist þess að við stöðvuðum skipið því hans menn ætluðu að koma um borð og rannsaka morðtilræðið og lýkur hér með allri létt- úð í þessari frásögn. Ég snarneitaði að stoppa og sagði ekkert morðtilræði hafa átt sér stað en ítrekaði söguna um fugl- ana. Þeir ætluð sér samt að komast um borð, með góðu eða illu svo ég setti á fulla ferð í átt til Íslands til að gera þeim það erfiðara og lét manna allar spúlslöng- ur skipsins. Kv. Senja fylgdi okkur eftir og þeir ítrekuðu kröfuna um að stoppa skipið margsinnis. Þegar svo hafði gengið í nokkra klukkutíma tilkynnti skipherr- ann að hann hefði fyrirskipun frá norsk- um stjórnvöldum um að stoppa skipið með öllum ráðum og skjóta á okkur ef ekki annað dygði. Við vorum allan tíman í sambandi við Senju í gegnum talstöð- ina og það var ekki hægt að misskilja að þeim var full alvara með þessari hótun en ég lét mig ekki og hélt fullri ferð sem gerði þeim ómögulegt að komast um borð. Um síðir kom freigátan mjög nærri okkur á sömu ferð og skipherrann til- kynnti að nú mundu þeir byrja að skjóta á okkur úr fallbyssunni og bað mig að tryggja að allur mannskapurinn yrði í brúnni, því þeir ætluðu ekki að skjóta á hana. Ég tilkynnti á móti að mannskap- urinn væri dreifður út um allt skip við störf sín og það væri á hans ábyrgð ef einhver slasaðist. Það var auðvitað hauga- lygi og allur mannskapurinn var í brúnni en ég kærði mig ekkert um að hann vissi það og trúði því ekki að þeir mundu skjóta samt. Við þrefuðum eitthvað um um þetta og hann hélt áfram að tuða um að hann hefði ströng fyrirmæli frá æðstu stöðum, sem ég reiknaði með að hlyti að vera Halli kóngur sjálfur, um að stoppa okkur strax og mundi byrja að skjóta núna. Svo byrjuðu lætin með því að þeir komu sér í færi og skutu einu skoti aftar- lega á skipið, ofan sjólínu. Það var mikið högg og glumdi í skipinu. Síðan kom annað skot, með engu minni látum, sem virtist koma á svipaðan stað á skipið en við vorum ekki vissir um hvort það var ofan eða neðan sjólínu. Ég kallaði því í Senju og sagðist vilja skoða skemmdirnar og vildi að hann hætti að skjóta á meðan. Skipherrann lofaði því að skjóta ekki aftur fyrr en ég hefði kallað í hann og fórum við yfirvélstjórinn því í könnunar- leiðangur og sáum fljótlega götin og að miðað hafði verið á stýrisvélina og hún lítillega skemmd en samt gangfær. Götin voru bæði rétt fyrir ofan sjólínu og sáum við Senju út um þau. Það var auðvitað mjög klókt að reyna að gera stýrisvélina óvirka því þá yrðum við að stoppa en höfðum annars haldið fullri ferð allan tímann. Við fórum því næst upp í brú og ég kallaði í Senju og sagðist vera búinn að skoða skemmdir en við mundum halda áfram og það væru menn afturí skipinu við viðgerðir á þeim stað sem hann skaut á. Öll áhöfn mín var í brúnni og heyrði samskiptin. Ég veit ekki hvað þeir hugs- uðu en ekki bar á hræðslu hjá nokkrum manni, þó líklega hafi verið ástæða til. Þetta voru mest ungir og hressir strákar sem leiddist ekkert að atast í nojurun- um en sennilega hefur þeim þótt nóg komið þarna, þótt enginn hefði orð á því. Ég trúði því aldrei fyrr en á reyndi að fyrrverandi frændur vorir, Norðmenn, mundu láta verða af hótun sinni og skjóta á okkur. Ástæðan fyrir því að ég vildi ekki hleypa þeim um borð var sú að við áttum í fiskveiðideilum og útgerðin taldi að þeim væri ekki heimilt að krefjast þess að koma um borð til að skoða afla og veiðarfæri og það var stefnan að norsk yfirvöld kæmu ekki um borð. Íslensk skip höfðu áður þetta sama ár verið tek- in, færð til hafnar og útgerðir og skip- stjórar sektuð. Svo var þetta haglabyssu- mál sem ég vissi ekki hvernig á yrði tekið en óttaðist að þurfa að sigla til hafnar með tilheyrandi kostnaði og töfum frá veiðum. Til að það sé alveg skýrt þá mið- aði Anton að sjálfsögðu ekki á léttbátinn eða sjóliðana og ætlaði auðvitað ekki að skjóta neinn, þó Senjumenn kölluðu þetta morðtilræði. Anton þurfti ekkert leyfi frá strandgæslunni til að skjóta eða fæla „fugla“, sem voru þá eins og nú, utan kvóta. Við vissum svo sem að strandgæslan mundi nota hvaða tækifæri sem gæfist til að færa skipin til hafnar og búa til vesen og þarna gafst kjörið færi sem greinilega átti að fullnýta. Það hægði ekkert á ofstopa og skot- gleði Senjumanna að ég segði þeim að það væru menn við viðgerðir á þeim stað skipsins sem þeir voru að skjóta á og fljótlega kom þriðja skotið, með sama djöfulgangi og hin fyrri og á sama stað en, viljandi eða óviljandi, rétt neðan sjólínu. Þá áttaði ég mig á því að þeir væru tilbúnir að ganga alla leið til að stöðva skipið og mundu sökkva því ef ekki annað dygði. Það var því ekki for- svaranlegt að halda lengur áfram og ég tilkynnti skipherranum á Kv. Senja að ég mundi stoppa skipið og gerði það. Þriðja skotgatið reyndist hafa komið á nær sama stað en rétt neðan sjólínu og var því nóg að halla skipinu aðeins yfir á bakborða með því að dæla olíu á milli tanka til að sjór hætti að leka inn. Sem annað lærið á Tona Fljótlega kom fullmannaður léttbátur frá Senju yfir til okkar og sjóliðarnir ruddust þungvopnaðir um borð. Þeir tilkynntu okkur að þeir ætluðu með skipið til Tromsö og mundu draga okkur ef við neituðum að sigla sjálfir. Ég sagðist ætla að sigla en það voru auðvitað stór mistök að láta nojara-helvítin ekki draga okkur og geta þar með drepið á aðalvél og spar- að olíu. En svona var hamagangur síð- ustu klukkutíma búinn að fara með mann að ég hafi ekki rænu á því. Sigl- ingin til lands gekk tíðindalaust, með vaktaskiptum sjóliðanna af Senju sem fylgdust grannt með öllum okkar gjörð- um, en lítill friður frá norskum og ís- lenskum fjölmiðlum sem linntu ekki látum eftir að við komumst í samband við strandstöðvar. Þetta var fyrir tíma gervihnatta- og netsíma um borð í skip- um og okkar eini möguleiki til fjarskipta var í gegnum strandstöðvar á bylgjum sem allir gátu hlustað á. Það var ekki fyrr Senja W 321. 20 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.