Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25
Séra Kolbeinn var prestur í góðu brauði í grösugri sveit.
Hann var hár maður, myndarlegur, rómsterkur svo af bar, og
öllum öðrum bænheitari. Þau hjón voru vel liðin af sóknar-
börnum sínum. Ein var áhyggja þeirra hjóna: þau höfðu enn
ekki eignast erfingja.
Framar í dalnum, á litlu koti bjó hann Magnús, dugnað-
arforkur og kröftugur. Það brást varla, að ár hvert kæmi
hann á prestssetrið með hvítvoðung til skírnar. Eitt vorið
kom hann með tvíbura og eftir skírnina drakk hann kaffi hjá
presti.
Meðan þær konur snerust um börnin sátu þeir Magnús
og séra Kolbeinn inni í bestu stofu og ræddu saman. Þar
kom í tali þeirra, að prestur kvartaði undan barnleysinu og
kvaðst þó biðjast fyrir heitt og innilega kvöld hvert að al-
mættið færði þeim hjónum barnalán.
Verður þá Magnúsi að orði: „Það er ekki nóg bara að
biðja, það verður að gera meira!“
Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is
Við látum dæluna ganga
• Dælur
• Dæluviðgerðir
• Ásþétti
• Rafmótorar
• Vélavarahlutir
Viðgerðir • Tæringarvarnir
Keramikhúðun
Fyrir Eftir
Bænin ein hefur líkast til ekki skapað þessa drengi. Myndin er tekin á
Fáskrúðsfirði fyrir margt löngu og sýnir íslenska fjölskyldu.
„Verður að gera meira“