Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur
Ekki gefa heila máltíð
Eitt af því sem ég gerði mjög oft var að
gefa bragðprufur á matarsýningum sem
hinir ýmsu dreifiaðilar stóðu fyrir. Á
þessum sýningum var hinum ýmsu fram-
leiðendum boðið að borga fyrir eða
kaupa sér sýningarbás. Þá kom brókerinn
á svæðinu með öll áhöld sem þurfti að
nota, svo sem eldunarhellur, ofn, djúp-
steikingapott, hitalampa, skurðarbretti,
bæklinga, plaköt, sem sagt allt sem þurfti
svo gefa mætti bragðprufur á básnum.
Oftast kom sölumaður okkar á svæðinu,
ásamt sölumanni frá Brókernum, og
stilltu öllu upp.
Brókerinn kom með fiskinn sem hann
vildi að við sýndum. Ég eldaði og síðan
lögðumst við á eitt um að fá gestina til að
smakka vöruna og útskýrðum jafnframt
hver hún var um leið og við dreifðum
bæklingum og verðlistum.
Ótrúlega oft gretti fólk sig þegar það
gekk framhjá básnum okkar og þegar ég
bauð því að smakka fitjaði það enn frekar
upp á trýnið og sagðist ekki borða fisk
ótilneytt, hann væri vondur. Auðvitað
reyndi ég þá hefta för þess og sagði að
mig langaði bara til að uppfræða það
smávegis. Sennilega af því að ég var í
kokkajakka, sem leit út eins og jólatré,
og talaði enskuna með óvenjulegum
hreim, stoppaði bókstaflega hver einasti.
Þá tók ég bita af fiski og bað fólk að
lykta, ekki smakka, aðeins lykta. Menn
ráku nefið að bitanum og lyktuðu einu
sinni, og svo aftur, og svo kannski í
þriðja sinn. Litu svo á mig og sögðu
undrandi: Hvað, það er engin lykt?
Þá varaði ég: Það er stóra málið, gæða
fiskur lyktar ekki, þessi fiskur sem þér
finnst vondur er slæmt hráefni, við selj-
um ekki slæmt hráefni.
Þá spurði ég hvort menn þyrðu að
smakka og flestir voru til í það. Enn og
aftur litu menn á mig stórum augum og
sögðu: Mér finnst fiskur ekki góður, en
þetta er gott.
Á sumar þessar sýningar komu þús-
undir viðskiptavina dreifiaðilans. Á sum-
um svona sýningum voru teknar pantanir
á básnum en öðrum ekki. Á seinni árum
voru pantanir gerðar á tölvuskjá á básn-
um þar sem kúnninn renndi spjaldi í
gegnum lesara og þá komu allar vörur
okkar á skjáinn og menn lögðu inn
pöntun. Í enda dags gátum við svo séð
hversu mikið við seldum þann daginn.
Þar sem ég eldaði var ég mjög harður
á því að bragðprufur væru bara einn
munnbiti. Ég sagði alltaf að við ættum
ekki að gefa stóra skammta. Það fór alveg
svakalega í taugarnar á mér ef ég sá menn
gefa heila pylsu í brauði með öllu tilheyr-
andi. Svo komu menn á básinn hjá mér
og sögðust vera pakksaddir. Á svona sýn-
ingum á að gefa bragðprufur en ekki
máltíðir.
Normal að fiskur lykti illa!
Stundum vildi ég að ég hefði haft falda
vídeovél fyrir aftan mig þegar ég var að
halda námskeið. Eitt það fyrsta sem ég
sagði hópnum var: Ef fiskurinn sem þú
hefur fyrir framan þig er illa lyktandi þá
hefur það ekkert heiti fisksins að gera og
skiptir engu hvort hann kemur úr sjó,
keri, vatni eða fossandi árvatni, ekki
heldur hvort hann er ferskur eða frosinn.
Ef hann er illa lyktandi er fiskurinn ein-
faldlega úldinn.
Þegar ég sagði þetta misstu margir
andlitið eins og kallað er, jafnvel þótt all-
ir fyrir framan mig væru í kokkajökkum.
Fólk einfaldlega hélt að það væri normalt
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari
Árin mín í Ameríku
– III. hluti –
Hilmar í einu af mörgum eldhúsum vestan hafs þar sem hann hefur tekið til hendinni.