Fréttablaðið - 24.08.2022, Page 1

Fréttablaðið - 24.08.2022, Page 1
Ég skil ekki af hverju menn eru svo lítil- sigldir. Jón Baldvin Hannibalsson 1 9 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Hugsar um ástina sem veru Sandman sýnir mýkri Gaiman Menning ➤ 26Lífið ➤ 24 M E NNING Þjóðleik húsið mun heimsfrumsýna þríleik eftir Marius von Mayenburg, eitt þekktasta nú l i f a nd i leik sk á ld Ev rópu . Ástralski leikstjórinn Benedict Andrews, sem hefur áður leikstýrt í Þjóðleikhúsinu, stýrir tveimur verkanna, Ellen Babić og Ex á leikárinu 2022-2023. Mayenbu rg mu n svo sjálf u r leikstýra því þriðja, Alveg sama, haustið 2023. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar, Þjóðleikhússtjóra, er um stór- viðburð að ræða. „Þetta hefur ekki gerst áður, að leikrit eftir heims- frægt leikskáld sé heimsfrumsýnt á Íslandi. Hvað þá þríleikur,“ segir hann. SJÁ SÍÐU 21. Stórviðburður í Þjóðleikhúsinu 2-3 DAGA AFHENDING Áskrift að upplifun Fyrrum utanríkisráðherra sem braut blað í stuðningi við sjálfstæði Eystrasalts- ríkja undrast lítilfengleika íslenskra stjórnvalda og HÍ. Fjórir forsetar ræða frelsi Eystrasaltsríkja í Háskólabíói að honum fjarstöddum. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands buðu ekki fyrrver- andi utanríkisráðherra, Jóni Bald- vini Hannibalssyni, við skipulagn- ingu hátíðarsamkomu sem fram fer í vikunni með öllum forsetum Eystrasaltsríkjanna um sjálfstæði þjóðanna þriggja. Þetta segir fyrr- um samflokksmaður Jóns Baldvins. Háskóli Íslands og forsetaem- bættið boða til fundarins í Háskóla- bíói næsta föstudag til að fagna þremur áratugum af stjórnmála- sambandi „eftir að Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna á ný sjálf- stæði Eistlands, Lettlands og Lit- háens,“ eins og segir í tilkynningu. Jón Baldvin á helst heiðurinn af stuðningnum en Sighvatur Björg- vinsson, fyrrum ráðherra og sam- flokksmaður Jóns Baldvins, segir að á mánudag hafi hann uppgötvað að Jóni Baldvini var ekki boðið til hátíðarinnar. „Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Bald- vini frá,“ segir Sighvatur. Eftir að Sighvatur gerði athuga- semd hjá forsetaembættinu fékk Jón Baldvin boðsbréf, aðeins fjórum dögum fyrir viðburðinn. Ólíðandi er, að sögn Sighvats, að íslensk stjórnvöld komi þannig fram við mann sem hafi verið sýknaður fyrir dómstólum af þungum sökum. „Honum er útskúfað frá viðburði um sjálfstæði ríkja sem hann átti stærstan persónulegan þátt í að fengu sjálfstæði. Ríkin sem eiga þarna fulltrúa eru margbúin að veita Jóni æðstu heiðursmerki." Jón Baldvin staðfestir að hafa ekki vitað af þinginu fyrr en hann fékk boðsbréf í tölvupósti seint í fyrradag. Þá hafi honum verið boðið að hlýða á fyrirlestur forseta Íslands og hinna forsetanna þriggja frá Eystrasalts- ríkjum, en þar sem hann haldi til á Spáni hafi hann ekki getað þegið boðið með svo skömmum fyrirvara.  „Ég skil ekki af hverju menn eru svo lítilsigldir," segir Jón Baldvin. Hann bendir á að HÍ sem standi að viðburðinum í Háskólabíói sé sami skóli og hafi sett hann í starfsbann árið 2015, svipt hann kennslu. „Ég virðist vera í starfs- og fram- komubanni.“ ■ Ætluðu sér að hundsa Jón Baldvin Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru fyrstu tveir farþegarnir í fyrsta farþegafluginu á rafmagnsflugvél, stutta leið yfir Vesturbæ Reykjavíkur og Álftanesið. Vélin er af gerðinni Pipistrel og er 100 prósent knúin af rafmagni, en það var félagið Rafmagnsflug sem stóð að viðburðinum á Reykjavíkurflugvelli i gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.