Fréttablaðið - 24.08.2022, Side 6
Hlutfall varðveislu á
Íslandi er næsthæst á
eftir Írlandi.
Samkvæmt nýrri fjölþjóðlegri
rannsókn byggðri á vistfræði,
hafa vísindamenn reiknað
út hversu stór hluti miðalda-
sagna hafi varðveist. Ísland
kemur ágætlega út í rann-
sókninni.
kristinnhaukur@frettabladid.is
VÍSINDI Ný líffræðileg rannsókn
á miðaldahandritum gerir ráð
fyrir að um fjórðungur íslenskra
miðaldasagna sé glataður. Þetta er
skárra hlutfall en mælist víða ann-
ars staðar í Evrópu, þar sem gert er
ráð fyrir að allt að 70 prósent sagna
séu glötuð.
Hin fjölþjóðlega rannsókn ber
titilinn Forgotten Books: The app-
lication of unseen species models to
the survival of culture, og var leidd
af Mike Kestemont hjá Háskólanum
í Antwerpen. Ólíkt öðrum rann-
sóknum á miðaldasögum byggðist
hún á líffræðilegri, það er vistfræði-
legri aðferð, sem hin taívanska Anne
Chao við Tsing Hua háskóla þróaði.
Hún er einn af meðhöfundum rann-
sóknarinnar. Þrátt fyrir að íslenskar
sögur væru til rannsóknar kom eng-
inn íslenskur fræðimaður að henni.
Hin vistfræðilega aðferð Chao
gengur út á að finna fjölda þeirra
tegunda sem sjást ekki í venjulegum
rannsóknum, byggt á þeim vísbend-
ingum sem finnast í gögnunum. Til
að aðferðin myndi ganga upp þurfti
að líta á hverja miðaldasögu sem
tegund lífveru og hvert handrit sem
tilfelli þar sem sú tegund sást.
Með aðferðinni var hægt að
kortleggja hvert málsvæði sem var
til rannsóknar líkt og einstök vist-
kerfi. Það er sögur á ensku, frönsku,
þýsku, hollensku, írsku og íslensku.
Einnig að áætla gróflega hversu stór
hluti af miðaldasögum frá hverju
svæði hefur varðveist til dagsins
í dag. Hvað Ísland varðar voru til
rannsóknar Íslendingasögur, forn-
aldarsögur og riddarasögur.
Samkvæmt rannsókninni hefur
mest varðveist á Írlandi, á bilinu
73 til 81 prósent. Þar á eftir kemur
Ísland með 72 til 77 prósent. Höf-
undar rannsóknarinnar velta
því fyrir sér hvort að staðsetning
Írlands og Íslands sem eyjur, og
fólksfæð, hafi hjálpað til við að
halda utan um sagnaarfinn.
Á móti því kemur að verst hafa
miðaldasögur varðveist í Englandi,
aðeins á bilinu 31 til 39 prósent,
þrátt fyrir að England sé eyja.
Kestemont og félagar reiknuðu
það einnig út að 65 til 79 prósent
þýskra miðaldasagna hefðu varð-
veist, 37 til 53 prósent franskra og
42 til 49 prósent hollenskra.
Alls gerðu þeir ráð fyrir að um
þriðjungur allra miðaldasagna sé
glataður og mikill meirihluti, um
90 prósent, allra handrita sem þær
voru ritaðar á.
Hvert íslenskt skólabarn lærir
það að mörg af íslensku handrit-
unum voru endurnýtt í nauðsynja-
vörur, svo sem klæðnað. Einhver
hluti hefur svo glatast í húsbrunum
eða einfaldlega morknað í slæmum
geymslum. Sum handrit Árna
Magnússonar brunnu í Kaup-
mannahöfn árið 1728.
Það sama á við um handrit ann-
ars staðar í álfunni. Sum brunnu
eða morknuðu. Önnur voru skorin
niður og endurnýtt í klæðnað eða
notuð til þess að pakka kjöti. n
Fjórðungur af íslenskum
miðaldasögum sé glataður
Silvia Hufnagel rannsakar pappír og vatnsmerki í íslenskum handritum á
Árnastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
arnartomas@frettabladid.is
MEXÍKÓ Mexíkóski blaðamaðurinn
Fredid Roman var skotinn til bana
á mánudag, eftir að hafa birt færslu
á netinu um hvarf 43 námsmanna
fyrir átta árum.
Færslan beindist að atburði þar
sem 43 námsmenn hurfu árið 2014
þegar þeir voru á leið til mótmæla.
Þeir voru að sögn handteknir af lög-
reglumönnum, sem áttu í samráði
við skipulagða glæpastarfsemi.
Nokkrum tímum áður en hann
var myrtur birti Roman færslu á
Facebook þar sem hann minntist
á meintan fund fjögurra emb-
ættismanna sem átti sér stað þegar
námsmennirnir hurfu. Þar á meðal
fyrrverandi dómsmálaráðherra
Mexíkó.
Roman er f immtándi blaða-
maðurinn sem hefur verið myrtur
í landinu það sem af er ári, sam-
kvæmt mexíkóskum fjölmiðlum.
Fréttamenn án landamæra telja
Mex íkó hæt t u lega st a la nd ið
þar sem ekki geisar stríð, en um
150 blaðamenn hafa verið myrtir
þar frá árinu 2000. n
Blaðamaður myrtur eftir færslu
arnartomas@frettabladid.is
EVRÓPA Evrópa stendur frammi
fyrir sínum verstu þurrkum í að
minnsta kosti 500 ár, samkvæmt
ný útgef inni sk ýrslu Evrópska
þurrkaeftirlitsins. Þar er varað við
hættu á, og vegna þurrka á, um
tveimur þriðju hlutum Evrópu.
„Þeir miklu þurrkar sem hafa haft
áhrif á mörg svæði í Evrópu frá ára-
mótum hafa stækkað enn frekar og
versnað frá og með byrjun ágúst,“
segir í skýrslu stofnunarinnar sem
rekin er á vegum Evrópusambands-
ins.
Áhrif þurrkanna eru fjölþætt en
þau geta meðal annars verið skaðleg
fyrir náttúru og lífríki, landbúnað
og raforkuframleiðslu. n
Versti þurrkur Evrópu í hálft árþúsund
Mexíkó er eitt hættulegasta land
heims fyrir blaðamenn.
Lindoso vatns-
bólið í Ourense
héraði á Spáni
er að þorna upp.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Vilt þú sitja
ASÍ þing fyrir VR?
VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS
VR óskar eftir frambjóðendum meðal félagsfólks
á framboðslista stjórnar og trúnaðarráðs félagsins.
Ákveðið hefur verið að viðhafa listakosningu með allsherjaratkvæðagreiðslu um þing-
fulltrúa VR á þing Alþýðusambands Íslands dagana 10.–12. október næstkomandi.
Ef þú vilt gefa kost á þér á listann sem þingfulltrúi VR á þinginu vinsamlega sendu
tölvupóst á anna@vr.is fyrir kl. 12.00 á hádegi þann 1. september næstkomandi
með upplýsingum um nafn, kennitölu og starfssvið.
Þar sem fjöldi er takmarkaður er ekki hægt að lofa að öll sem bjóða
sig fram muni hljóta sæti á listanum. Einnig verður stillt upp lista
varaþingfulltrúa sem oftar en ekki þarf að grípa til þar sem algengt er að
fólk heltist úr lestinni er nær dregur.
kristinnhaukur@frettabladid.is
LITÁEN Samk væmt Gabrielius
Landsbergis, utanríkisráðherra
Litáéns, eru fimm ríki að íhuga að
mynda bandalag til að banna vega-
bréfsáritanir rússneskra ríkisborg-
ara. Auk Litáen eru þetta Finnland,
Pólland, Lettland og Eistland. En hið
síðastnefnda hefur þegar stöðvað
áritanir Rússa.
„Heildarlausn fyrir allt Evrópu-
sambandssvæðið yrði besta og laga-
lega réttasta leiðin,“ sagði Lands-
bergis við fréttastofuna AP. „En ef
slík lausn næst ekki útilokum við
ekki lausn fyrir þetta svæði.“
Löndin fimm eiga öll landamæri
að Rússlandi og rússneskir ferða-
menn hafa streymt yfir landa-
mærin og inn á Schengen svæðið
alveg síðan stríðið í Úkraínu hófst
fyrir hálfu ári. Evrópusambandið
hefur sett á f lugbann og hafnbann
en verið tregt til þess að banna vega-
bréfsáritanir.
Sanna Marin, forsætisráðherra
Finnlands, hefur til dæmis sagt að
það sé ekki réttlátt að rússneskir
ferðamenn geti spókað sig um í Evr-
ópu á meðan Rússar heyja blóðugt
stríð í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari
Þýskalands, er meðal þeirra sem
ekki hafa viljað banna komu rúss-
neskra ferðamanna. Einnig Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkis-
ráðherra Íslands.
Þann 31. ágúst fer fram óform-
legur fundur allra utanríkisráð-
herra Evrópusambandsríkjanna.
Málið mun verða tekið fyrir á þeim
fundi. n
Fimm ríki vilja banna komu Rússa
Löndin fimm eiga öll landamæri að Rússlandi
6 Fréttir 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ