Fréttablaðið - 24.08.2022, Page 15

Fréttablaðið - 24.08.2022, Page 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2022 Spies tældi mjög ungar stúlkur og gerði þær að kynlífsþrælum. elin@frettabladid.is Danska ríkissjónvarpið, dr.dk sýndi nýja heimildarmynd í þremur þáttum um ferðaskrif- stofukónginn Simon Spies í fyrra- kvöld. Þátturinn hefur vakið hörð viðbrögð, umtal og reiði í sam- félaginu. Spies var frægur, auðugur og partíglaður á sjötta og sjöunda áratugnum. Reiði fólks beinist að því hvernig hann tældi mjög ungar stúlkur, allt niður í 15 ára, með glæsilegum gjöfum og ferðalögum og gerði þær að kynlífsþrælum sínum. Hann var meira en 40 árum eldri en stúlkurnar. Í fyrsta þættinum segir systir einnar þeirra frá lúxusnum sem Spies bauð stúlkunum upp á, en henti þeim síðan út þegar þær urðu 18 ára. Systirin lést úr alnæmi aðeins 25 ára. Flestar stúlkurnar fóru illa út úr lífinu eftir að þær fóru frá Spies. Þættirnir nefnast Spies og morgenbolledamerne, en það var nafnið sem ferðaskrif- stofukóngurinn notaði á þræla sína. Vissu um lúxuslífið Ferðaskrifstofa hans er enn til og hafa sumir bent á að breyta þurfi nafni hennar í ljósi fortíðar fyrrverandi eiganda. Danskir fjölmiðlar segja að þættirnir séu mikilvægir þótt margir hafi vitað um líferni og lúxuslíf Spies á sínum tíma og fólk hafi lokað augunum gagnvart því. Aðrir segja að tím- arnir hafi breyst en sannarlega megi líkja Spies við Jeffrey Epstein. Spies lést 1984. ■ Spies vekur reiði í Danmörku Malín Agla Kristjánsdóttir er í dag einkaþjálfari en stundaði áður samkvæmisdans í sextán ár og dansaði meðal annars í Allir geta dansað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sixpakk, flottir bís og gellurass Malín Agla Kristjánsdóttir temur kroppa í starfi sínu sem einkaþjálfari, en segir að hún gæti þó borðað kleinuhringi á hverjum degi ævina út. Hún segir eftirsóknarvert að eiga sterkan líkama. 2 thordisg@frettabladid.is „Ég hef glímt við kvíða og þung- lyndi síðan ég man eftir mér, og að mínu mati helst andleg og líkamleg heilsa í hendur. Það er bein tenging á milli þess að hreyfa sig, borða vel og að líða vel. Hug- takið „þú ert það sem þú borðar og gerir“ er réttara en fólk kannski pælir í. Sjálfri líður mér mun betur líkamlega sem og andlega þegar ég fæ öll næringarefni og vítamín í gegnum fæðuna og þegar ég hreyfi mig reglulega. Svo langar mig bara til að vera sterk og líða vel. Það er engin betri tilfinning en að treysta líkama sínum og líða vel í honum, og mér finnst bara algjör forrétt- indi að vera hraust og heilbrigð og fá að hreyfa mig á hverjum degi.“ Þetta segir Malín Agla Kristjáns- dóttir, um ástæður þess að hún leggur áherslu á að rækta bæði líkamlega og andlega heilsu í starfi sínu sem einkaþjálfari. „Bara það eitt að mæta á æfingu, hreyfa mig, svitna og fá útrás, getur breytt skapi mínu og deginum, ef ég á slæman dag. Það lagar kannski ekki öll heimsins vandamál en gerir svo sannarlega eitthvað gott.“ Fann ástríðuna í óvissu Covid Malín Agla er 27 ára, uppalin í Grafarvogi en býr nú með manni sínum og barni í Laugardalnum. „Ég eignaðist mitt fyrsta barn í apríl 2020. Þá hafði Covid nýlega numið hér land og ég neyddist til að æfa heima. Það var þá sem ég fann að ég hafði mikla ástríðu fyrir líkamsrækt. Ég hlakkaði til að taka æfingu á hverjum degi og mig langaði að nýta reynslu mína sem íþróttakona til að hjálpa öðrum að lifa raunsæjum, heilbrigðum lífs- stíl. Ég fann hvað hreyfingin hafði góð áhrif á andlega líðan í allri óvissunni sem fylgdi Covid,“ segir Malín Agla. Í dag starfar hún við einka- þjálfun í World Class Vatnsmýri og Laugum og nýtur sín mjög í starfinu. „Mér finnst ekkert skemmti- legra en að hjálpa fólki að átta sig á styrkleikum sínum og kenna því að trúa á sjálft sig. Margir sem mæta til mín eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsræktarstöðinni og átta sig ekki á að maður getur bók- staflega allt sem maður ætlar sér ef vilji og áhugi er til staðar. Það þarf nefnilega ekki að vera leiðinlegt að hreyfa sig; það snýst bara um að finna hreyfingu sem manni þykir skemmtileg.“ Engin endastöð til í heilsurækt Malín Agla hefur verið í íþróttum frá unga aldri. „Ég æfði meðal annars listskauta og var í samkvæmisdansi í sextán ár. Ég hætti að dansa um tvítugt og tók mér þá árs frí þar sem ég vann baki brotnu en hreyfði mig lítið sem ekkert. Ég fann fljótt að það hentaði mér illa, ég hef alltaf verið svolítið ofvirk og ákvað því að prófa að mæta í ræktina með vinkonum. Það var þó ekki fyrr en ég kynntist manninum mínum, Svavari Ingvarssyni, sem starfað hefur í átta ár sem einkaþjálfari í Hreyfingu, að ég byrjaði að æfa fyrir alvöru og áhuginn fór upp úr öllu valdi,“ greinir Malín Agla frá. ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.