Fréttablaðið - 24.08.2022, Page 17
Mér líður svo
ótrúlega vel eftir
hverja fjallgöngu og ég fæ
svo mikla andlega nær-
ingu og hreyfingu með
þessum fjallaferðum.
Guðríður Guðjónsdóttir
Guðmundur
Hilmarsson
gummih
@frettabladid.is
Frænkurnar og gömlu hand-
boltakempurnar úr Fram og
landsliðinu, Guðríður Guð-
jónsdóttir og Sigrún Blom-
sterberg, eru sannkallaðar
fjallageitur.
Þær stöllur tóku upp á því fyrir
nokkrum árum að byrja að ganga
á fjöll og síðan þá hefur ekki verið
aftur snúið.
„Við báðar höfum litið á fjall-
göngu sem líkamsrækt. Þetta hófst
fyrir nokkrum árum. Við vildum
prófa eitthvað nýtt og byrjuðum
á því að ganga upp á Úlfarsfell og
Helgafell. Við duttum strax í gírinn
og síðastliðin þrjú sumur höfum
við verið að fara á fleiri staði, bæði
í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
eins og á Vífilfellið, fellin í Mosó,
Móskarðshnjúka og á fleiri staði.
Við fórum til að mynda Laugaveg-
inn í fyrra sem var alveg ótrúlega
gaman. Við erum báðar þannig
að ef okkur dettur í hug að fara
eitthvað, þá erum við bara farnar,“
segir Guðríður.
Guðríður, eða Gurrý eins og
hún oftast nefnd, á glæsilegan
handboltaferil að baki en hún var
um árabil besta handboltakona
landsins og saman unnu hún og
Sigrún fjölmarga titla með Fram og
léku báðar með landsliðinu. Guð-
ríður lék 84 landsleiki og skoraði
í þeim 382 mörk og Sigrún spilaði
31 landsleik og skoraði í þeim 48
mörk.
Geðgöngurnar og geðlyfin
Guðríður segir það fara eftir veðri
Er orðin
ákveðin fíkn
Á toppi Vífilfells
sem er í miklu
uppáhaldi hjá
Guðríði og Sig-
rúnu.
MYND/AÐSEND
og vindum hversu oft þær gangi
á fjöll í hverri viku. „Ég myndi
segja að við förum í fjallgöngu að
meðaltali tvisvar - þrisvar í viku og
skiptir þá engu máli hvort það sé
vetur eða sumar. Við grínuðumst
með það í Covidinu að þetta væru
geðgöngurnar okkar og geðlyfin.
Við fáum svo mikið út úr þessu
og það má segja að þetta sé orðin
ákveðin fíkn. Okkur langaði að
ganga Grænahrygg í Landmanna-
laugum í fyrrasumar en komumst
ekki. En um daginn skelltum við
okkur í dagsferð þangað og það var
alveg magnað. Við höldum áfram
að fara á Vífilfellið, Helgafellið og
Úlfarsfellið, en svo erum við alltaf
að ganga á fleiri staði og þar ég
nefnt Sköflung á Hengilssvæðinu,
Hengilinn, gönguleiðir á Hellis-
heiði og Akrafjallið. Þá höfum við
farið upp á mörg fjöll í Hvalfirð-
inum. Það eru endalausir mögu-
leikar,“ segir Guðríður.
Er eitthvað fjall í uppáhaldi hjá
ykkur?
Vífilfellið er alltaf í svolitlu
uppáhaldi hjá okkur og það er líka
mjög gaman að fara á Móskarðs-
hnjúkana. Í fyrra fórum við á
Hafnarfjall og gengum á hæsta
tindinn sem er Gildalshnúkur. Það
var virkilega góð ferð. Útsýnið þar
uppi var frábært og við sáum til
að mynda eldgosið, horfðum yfir
Borgarnes og í Hvalfjörðinn. Ég
var oft búin að líta á Hafnarfjallið
þegar ég var á ferð upp í Borgarnes
og segja við mig sjálfa: Þarna er
maður ekkert að fara. En við létum
slag standa,“ segir Guðríður.
Gurrý segist hætt að fara á lík-
amsræktarstöðvarnar og velji nú
alfarið að stunda sína líkamsrækt
með því að ganga á fjöll. „Mér líður
svo ótrúlega vel eftir hverja fjall-
göngu og ég fæ svo mikla andlega
næringu og hreyfingu með þessum
fjallaferðum. Við frænkurnar, sem
vorum saman í handboltanum
í gamla daga, erum svo líkar í
hugsun. Við löbbum á svipuðum
hraða og lítum eins á hlutina.
Þegar við setjumst inn í bíl eftir
fjallgöngurnar segjum við: Djöfull
var þetta æðislegt,“ segir Guðríður,
sem tók sér smá pásu frá fjalla-
bröltinu í júní í sumar. Þá skellti
hún er sér í viku hjólaferð með
gömlum útskriftarskólafélögum
úr Íþróttakennaraskóla Íslands til
Ítalíu þar sem hópurinn hjólaði
300 kílómetra um Veneto héraðið
á Ítalíu.
„Þetta var þriðja hjólaferðin sem
við hjónin förum með þessum
hópi. Fyrsta ferðin var um eyjarnar
fyrir utan Split í Króatíu, svo var
það Ungverjaland og nú Ítalía.
Þetta voru allt æðislegar ferðir. Ég
myndi segja að mín hreyfing í dag
sé klárlega útivera.“ n
Snyrti- og förðunarfræð-
ingurinn Maríanna Páls-
dóttir byrjaði að nota Húð,
hár og neglur frá ICEHERBS
fyrir ári og hefur tekið
eftir miklum jákvæðum
áhrifum. Hún segir þetta
frábæra viðbót við að sjá vel
um heilsuna og finnst gott
að geta stutt íslenska fram-
leiðslu.
„Ég tek Húð, hár og neglur frá
ICEHERBS því ég hugsa mikið um
heilsuna og mér finnst mikil-
vægt að halda húðinni, hárinu
og nöglunum heilbrigðum og í
besta mögulega ástandi,“ segir
Maríanna Pálsdóttir snyrti- og
förðunarfræðingur. „Ég hef notað
þetta markvisst í heilt ár og finn
mikinn mun.
Mér finnst þetta frábær við-
bót við annað sem ég geri fyrir
heilsuna, en hjá mér snýst þetta
um heildræna nálgun,“ segir
Maríanna. „Það þarf að drekka
mikið vatn, hreyfa sig og hugsa
um andlega heilsu til að halda
heilbrigði og líta sem best út og
mér finnst vítamín og fæðubótar-
efni of boðslega góð viðbót við allt
annað sem ég geri.“
Gott að styðja
íslenska framleiðslu
„Ég hef mikinn áhuga á vítamín-
um og fæðubótarefnum og stoppa
alltaf við vítamínrekkann úti í
búð til að skoða það sem er í boði.
Það var þannig sem ég fann Húð,
hár og neglur,“ segir Maríanna.
„Það vakti athygli mína að þetta
er 100% íslensk vara og mér finnst
mjög gott og mikilvægt að styðja
við allt sem er framleitt hérna á
Íslandi.
Ég tek öllu svona með fyrirvara
og er aldrei með sérstakar vænt-
ingar þegar ég prófa eitthvað nýtt,
en ef ég finn að hlutirnir virka er
ekki aftur snúið,“ segir Maríanna.
„Þá held ég bara áfram, til hvers að
hætta eða breyta því sem er gott
og virkar?“
Hefur fundið mikinn mun
„Eftir að ég byrjaði að nota þessa
vöru hef ég tekið eftir því að
neglurnar eru sterkari og mér
finnst húðin hafa aukinn stinn-
leika og vera meira glóandi. Ég
myndi því 100% mæla með Húð,
hár og neglur frá ICEHERBS,“
segir Maríanna. „Ég mæli almennt
með því að fólk taki vítamín og
fæðubótarefni og mér finnst mjög
fallegt þegar fólk ákveður að
kaupa íslenska framleiðslu, því
þá þekkirðu framleiðsluferlið og
veist hvað þú ert að taka.
Ég hef líka notað Túrmerik frá
ICEHERBS, en ég hef átt það til að
bólgna í liðum og finn hvernig það
hjálpar við að losa bólgur, enda er
það öflugt andoxunarefni,“ segir
Maríanna. „Ég finn mikinn mun
ef ég er dugleg að taka það.“
Náttúruleg blanda úr
íslenskum þörungum
Húð, hár og neglur er öflug og
náttúruleg þarablanda úr tveimur
íslenskum sæþörungum, Asco-
phyllum nodosum og Laminaria
digitata. Hylkin eru stútfull af
steinefnum og vítamínum sem
hafa góð og nærandi áhrif á húð,
hár og neglur. Sæþörungar eru
þekktir sem ofurfæða hafsins
og þeir eru sérstaklega þekktir
fyrir virk áhrif sín á húð, hár og
neglur. Þeir hafa einnig gríðarlega
hreinsandi áhrif á líkamann og
blandan inniheldur ríkulegt magn
steinefna og trefja, ásamt joði.
Hrein náttúruafurð
ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki
sem leggur mikla áherslu á að
framleiða hrein og náttúruleg
bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla
á að vörur ICEHERBS nýtist
viðskiptavinum vel, að virknin
skili sér í réttum blöndum og að
eiginleikar efnanna viðhaldi sér
að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð
á að vörurnar innihaldi engin
óþarfa fylliefni og vörurnar eru
framleiddar hér á landi. n
Húð, hár & neglur frá ICEHERBS
fæst í öllum apótekum og
heilsuvöruverslunum, stórvöru-
mörkuðum og einnig í vefverslun
ICEHERBS, sem sendir heim að
dyrum. Sjá nánar á iceherbs.is.
Glóandi og stinnari húð með sterkari neglur
Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, er mjög ánægð með Húð, hár og neglur frá ICEHERBS.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Húð, hár og neglur er öflug og
náttúruleg þarablanda úr tveimur
íslenskum sæþörungum.
ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2022