Fréttablaðið - 24.08.2022, Side 19

Fréttablaðið - 24.08.2022, Side 19
Þetta er það sem kallað er pilsfalda- kapítalismi. Þörf er á samtakamætti allra til að bregðast við þessum vanda. Fyrir- tæki, stjórnvöld og einstaklingar geta lagt sitt af mörkum. Margt smátt gerir eitt stórt! Heiðrún Lind Marteinsdóttir fram- kvæmdastjóri SFS skrifar grein í Fréttablaðið síðasta fimmtudag. Þar lýsir hún þeirri skoðun í nafni útgerðanna í landinu að þeim þyki sérkennilegt að fréttastofa Stöðvar 2 skuli kalla formann þess stjórn- málaf lokks, sem mest fjallar um málefni sjávarútvegsins á Alþingi, í viðtal um málefni sem snerta greinina. Í stað rökræðu eiga fréttamenn að skilja að háttsemi þeirra sé álitin sérkennileg ef þeir tala við stjórn- málamenn, sem bergmála ekki málflutning SFS. Hér eru sterkustu hagsmunasamtök landsins að beita óbeinum áhrifum til að loka fyrir frjálsa hugsun. Það er ógn við lýð- ræðið. Síðan reynir framkvæmdastjór- inn að halda því fram að tvískinn- ungur sé í þeirri stefnu Viðreisnar að selja 5 prósent af lahlutdeildar á frjálsum markaði og þrengja um leið möguleika stærstu sjávarút- vegsfyrirtækja til að auka aflahlut- deild sína og fara yfir skilgreind mörk. Tvískinnungurinn felst þvert á móti í afstöðu SFS. Þau segja að vernda verði litlu fyrirtækin með óhóf lega lágu auðlindagjaldi en leggjast síðan alfarið gegn því að hindrað verði að stóru fyrirtækin geti sniðgengið reglur um hámarks aflahlutdeild og að skilgreiningar á tengdum aðilum verði þrengdar. Jafnframt vilja þau að þorri sjáv- arútvegsfyrirtækja greiði óhóflega lágt gjald fyrir einkarétt sinn til að nýta auðlindina. Því annars sé jú örfáum lakast settu fyrirtækjunum hætta búin. Þetta er það sem kallað er pils- faldakapítalismi. Annars vegar er þetta dulbúinn ríkisstuðningur og hins vegar skálkaskjól til að afsaka að þorri atvinnugreinarinnar greiði eigendum auðlindarinnar, þjóðinni sjálfri, ekki réttlátt gjald fyrir einka- réttinn. Viðreisn treystir útvegsmönnum best til að ákveða sjálfir eðlilegt verð fyrir einkaréttinn á frjálsum markaði. Markaðsbúskapurinn tryggir framþróun og stöðuga endurnýjun því allir þurfa að keppa við þá sem bestum árangri ná. Í því felst þjóð- hagsleg hagkvæmni. Viðreisn styður þetta lögmál með skýrum og gegnsæjum leikreglum til þess að koma í veg fyrir að þeir sterkustu misnoti aðstöðu sína. En SFS eru bæði með og á móti mark- aðsbúskap. Þessi skrif þeirra minna mig á það sem meistari Þórbergur kallaði ruglanda. ■ Ruglandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Alþjóða Rauði krossinn eflir nú við- bragð sitt til að bregðast við hungri sem blasir við milljónum manna í allt að 20 löndum Afríku vegna upp- skerubrests. Ef verstu spár ganga eftir gætu íbúar í þessum heims- hluta þurft að takast á við versta hungur í 40 ár á næstu misserum. Í slíkri neyð verða viðkvæmustu hóparnir; aldraðir, börn og fólk með fötlun, alltaf verst úti. Alþjóða Rauða krossinn lýsti nýlega yfir rauðu neyðarstigi vegna alvarleika hungursins í Afríku, sem er það hæsta, svo ástandinu er nú veitt ýtrasta athygli. Þann 25. september 2015 sam- þykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Sjálfbærnimarkmið Sam- einuðu þjóðanna, eða Heimsmark- miðin. Markmiðin eru samtals 17 sem öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt. Heims- markmið númer eitt er „ENGIN FÁTÆKT“. Fyrsta undirmarkmiðið (1.1) er svohljóðandi: Eigi síðar en árið 2030 hafi sárri fátækt verið útrýmt alls staðar. Miðað verði við að enginn hafi minna á milli handanna en sem nemur 1,25 Bandaríkjadölum á dag til að framfleyta sér. Heimsmarkmið númer tvö er „EKKERT HUNGUR“ og undirmark- mið númer 2.1 er svohljóðandi: Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ung- barna, að nægum, öruggum og nær- ingarríkum mat allt árið um kring. Eru Heimsmarkmiðin orðin úrelt? Árið 2030 er handan við hornið og það ætti f lestum að vera ljóst að þessi markmið eru óraunhæf meðan stór hluti mannkyns glímir við hungur og fátækt og spáð er miklu hungri í Afríku. Þegar Heimsmarkmiðin voru samþykkt árið 2015 var ef laust ekki orðið ljóst hve miklar lofts- lagsbreytingar gætu átt sér stað á stuttum tíma, en nú er hamfara- hlýnun sá raunveruleiki sem við búum við, þurrkur og ofsaflóð tíð á mjög stórum svæðum í Afríku og við blasir aukin fátækt og hungur víðs vegar um heiminn. Auk áhrifa loftslagsbreytinga má einnig rekja þá neyð sem nú blasir við til þess hve flutningskostnaður hefur aukist gríðarlega á stuttum tíma, sem og skorts á korni vegna átaka í Úkraínu. Þessi neyð kemur ofan aðra neyð sem íbúar í þessum hluta heimsins hafa þurft að þola undanfarin ár, eins og Ebólu og Covid-19 faraldur. Rauði krossinn á Íslandi hefur styrkt samfélög í Afríku Í síðasta mánuði veitti Rauði kross- inn á Íslandi, með stuðningi utan- ríkisráðuneytisins og Mannvina, rúmlega 28 milljónum íslenskra króna til mannúðaraðgerða í Sómalíu. Sömu fjárhæð var veitt í aðgerðir Rauða krossins þar vegna hungurs í lok árs 2021. Alþjóða Rauði krossinn telur að mannúðarvandinn vegna hung- urs og uppskerubrests geti náð til 20 landa en 12 lönd, þar á meðal Kenía, Sómalía, Eþíópía og Angóla, eru talin í mestri hættu. Alþjóða Rauði krossinn áætlar að nú þegar sé þörf á allt að 200 milljónum svissneskra franka til að bregðast við brýnustu neyð fólks á svæðinu, en stjórnvöld, mannúðarsamtök og styrktarsjóðir hafa fjármagnað um 40% þessara aðgerða. Hvernig bregst Rauði krossinn við? Alþjóða Rauði krossinn er að ef la starfsemi hreyfingarinnar vegna ástandsins. Byggt er á þekkingu íbúa á svæðinu um mögulegar lausnir og aðgerðirnar miða að því að mæta brýnni neyð og bjarga mannslífum í samstarfi við þá. Alþjóða Rauði krossinn leggur í fyrsta lagi áherslu á að auka aðgengi að mat og öðrum lífsnauð- synjum, í öðru lagi að bæta heilsu- far á svæðinu og í þriðja lagi að bæta aðgengi að vatni og þar með að auknu hreinlæti fyrir íbúa. Alþjóða Rauði krossinn hefur líka kallað sérstaklega eftir sendi- fulltrúum á svæðið er hafa tækni- þekkinguna til að ef la samskipti þar sem neyðin er mest, því þegar bregðast þarf hratt við og bjarga mannslífum þurfa samskiptin að ganga snurðulaust fyrir sig. Hvað getur þú gert? cAllir geta orðið Mannvinir Rauða krossins (mannvinir.is), sem styrkja einmitt viðbrögð hreyfing- arinnar vegna hungurs í Afríku og fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld geta svo tekið þátt í sjálf bærni- verkefnum Rauða krossins (raudi- krossinn.is/styrkja/sjalf baerni- verkefnid/), sem er ætlað að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fjölmörg fyrirtæki hafa þegar lagt sitt af mörkum. Í nóv- ember 2020 styrkti Marel Alþjóða Rauða krossinn til að mynda um eina milljón evra, sem var nýtt til að auka fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan. ■ Eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að útrýma fátækt og hungri árið 2030 raunhæf? Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri hjá Rauða krossinum MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fjölbreytt fréttaumfjöllun í opinni dagskrá fyrir fólkið í landinu. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti til að ræða helstu mál líðandi stundar. Þátturinn er sýndur á Hringbraut og frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.