Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 28
 - Unga fólkið28 viðtal þorstein leó við undrabarnið Kvartanir og leiðindi s e n d i st á n e t fa n g i ð steinaeyjan@gmail.com Birkir og Eyþór Jæja þorsteinn, það mætti segja að þú hafir slegið í gegn með Aftureldingu á þessu tímabili, hvernig finnst þér þú hafa staðið þig? Þetta er búið að vera fyrst og fremst fínt tímabil fyrir mig, mætti samt segja að þetta hafi verið betra tíma- bil fyrir liðsfélaga mína vegna þess að þeir fá að sjá mig í sturtunni, kannski tekið eftir því að sjálfstraustið hjá sumum hefur hrapið eftir komu mína í meistaraflokkinn. það hafa verið tekin mörg viðtöl við þig núna í fjölmiðlum og þú varst í sjónvarps- þættinum Seinni bylgjan, hvernig er að vera orðinn sjónvarpstjarna? Jújú, það er bara ágætt myndi ég segja. Þetta væri kannski erfitt fyrir Meðal-Jóna þarna úti en andlitið á mér á heima í sjónvarpinu, þeir vilja fá mig oftar til að fá áhorf hjá kvenmönnunum upp og ég skil það alveg 100 prósent. Hvert stefnirðu að ná í boltanum? Draumurinn hefur alltaf verið að enda ferilinn hjá Kríunni í Grill- 66 deildinni, auk þess kitla Þýskalandið og Spánn aðeins. Hefur Halli bæjó gert eitthvað til að bæta aðstöðuna og umgjörðina þarna hjá ykkur í handboltanum síðastliðin ár? Nei, þetta er ekki golf. þú hefur spilað mikið í hægri skytt- unni í staðinn fyrir vinstri, hvernig leggst það í þig? Það er bara fínt, maður fer bara inn í leiki til að vinna sama hvaða stöðu ég spila og fínt að skora líka eitthvað þarna, lærði það á B5 í sumar það er alltaf skemmtilegra að skora ;) og eins og þið í Steinaeyjunni vitið hjálpa ég líka liðsfélög- um mínum að skora, segir Þorsteinn kokhraustur og smælar. Eftir þetta frábæra viðtal við Þorstein höfum við í Steinaeyjunni áttað okkur á því að framtíðin er björt í Mosfellsbænum okkar fagra.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.