Fréttablaðið - 08.09.2022, Side 2

Fréttablaðið - 08.09.2022, Side 2
Niðurstaðan felst í því að verklagið við bið- listana stenst ekki lög. Flóki Ásgeirs- son, lögmaður Kjartans Sjerpi við akkeri í Reykjavíkurhöfn Lystisnekkja breska milljarðamæringsins Jims Ratcliffe, hin svonefnda Sherpa, liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Ratcliffe gaf snekkjunni nafnið Sherpa vegna gríðarlegs burðarþols hennar, eftir sjerpum þeim sem frægir eru fyrir fjallgöngur sínar í Himalajafjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Faxafeni 12 Allar nánari upplýsingar á vefsíðu skákhreyfingarinnar, skak.is eða í síma 5689141. Námskeið Skákskóla Íslands 2022 hefjast 10. september nk. Byrjendaflokkar Skákskóla Íslands fyrir krakka á aldrinum 6 – 10 ára hefjast laugardaginn 10. september nk. kl. 11. 10 vikna námskeið – Fyrsti tími er prufutími. Námskeið fara fram í húsnæði Skákskóla Íslands að Faxafeni 12. Gengið inn við hlið 66° Norður. Fyrirspurnir og skráningar á skáksamband@skaksamband.is Þroskahamlaður maður vann í vikunni fullnaðarsigur í máli gegn Reykjavíkurborg. Borgin hefur ákveðið að una dóminum og áfrýja ekki til Landsréttar. helenaros@frettabladid.is DÓMSMÁL Kjartan Ólafsson, 25 ára þroskahamlaður maður með Downs-heilkenni, vann í vikunni fullnaðarsigur í máli sínu gegn Reykjavíkurborg. Málið höfðuðu foreldrar Kjartans, fyrir hans hönd, í apríl 2020 vegna verklags borgar- innar í kringum biðlista fatlaðra eftir húsnæði með þjónustu. Hér að s dómu r Reyk jav í k u r dæmdi Kjartani í hag 16. júní 2021 en borgin gat ekki unað dóminum og áfrýjaði til Landsréttar. Málið var á dagskrá Landsréttar á morgun, föstudag, en borgin ákvað í vikunni að falla frá áfrýjun sinni og una dómi héraðsdóms. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Kjart- ans, fagnar niðurstöðunni og segir hana mjög fordæmisgefandi fyrir fatlaða einstaklinga sem enn eru á biðlistum borgarinnar. „Niðurstað- an felst í því að verklagið við bið- listana stenst ekki lög,“ segir Flóki og bætir við að grundvallarástæðan sé sú að biðlistarnir hafi ekki falið í sér neina röðun umsækjenda. Þeir hafi allir verið settir í biðflokk og úthlutun hverju sinni hafi verið gerð á mjög óljósum forsendum. „Biðtíminn virðist ekki hafa skipt neinu máli,“ segir Flóki. Einstakl- ingar hafi allt eins getað átt von á óendanlegri bið og aðferðafræðin standist ekki lög. Fréttablaðið f jallaði um mál Kjartans og foreldra hans í maí síðastliðnum en hann hefur verið á biðlista eftir húsnæði með þjón- ustu á vegum borgarinnar í sjö ár. Þau höfðu lengi leitað svara hjá borginni um hvar Kjartan væri á biðlistum og hvenær hann gæti átt von á úthlutun en svör voru aldrei á reiðum höndum. Ragnheiður Gunnarsdóttir, móðir Kjartans, segir niðurstöðuna mik- inn sigur fyrir alla. „Ég er í skýjunum fyrir hönd Kjartans og að Reykja- víkurborg skuli átta sig á þessu. Það geta allir breytt betur og það er verið að taka tímamótaákvörðun um að viðurkenna rétt fatlaðra á að vita hvenær þeir fá búsetu. Hvort sem það er eftir eitt ár eða tíu. Það fá ekki allir búsetu á morgun en það skiptir máli að fá þetta svar.“ Ólafur Hilmar Sverrisson, faðir Kjartans, tekur undir með Ragn- heiði. „Þetta er mikið gleðiefni og niðurstaða sem maður átti alls ekki von á, því það var búið að áfrýja,“ segir Ólafur og bætir við að borgin sýni kjark með því að stíga til baka. Fréttablaðið leitaði til borgar- lögmanns í byrjun vikunnar vegna málsins og fékk þau svör að borgin tjáði sig almennt ekki um dómsmál á meðan þau væru enn til meðferðar við dómstóla. Síðar sama dag samþykktu for- eldrar Kjartans boð frá borginni um íbúð fyrir hann og í sömu andrá barst Flóka tilkynning frá borgarlögmanni um að borgin hefði ákveðið að falla frá áfrýjun sinni. Fréttablaðið óskaði því aftur svara í gær og þegar blaðið fór í prentun höfðu engin svör borist. n Verklag við biðlista fatlaðra eftir íbúð standist ekki lög Kjartan Ólafsson í gróðurhúsinu í Bjarkarási en hann vann mikilvægan sigur gegn borginni í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að segja upp samn- ingi um viðtöku skólps frá Garða- bæ. Í ljósi mikillar uppbyggingar í bænum og aukins álags getur frá- veita Hafnarfjarðar ekki lengur tekið við skólpi nágrannanna eins og gert hefur verið síðustu tólf árin. Uppsögnin tekur gildi á næsta ári. Samkvæmt sviðsstjóra umhverf- is- og tæknisviðs Garðabæjar er tíminn of stuttur til að hægt sé að klára nýja dælustöð og lagnir. Ákvað bæjarráð að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við nágrannana varðandi samstarf um hönnun og tímasetta verkáætlun vegna lausna á fráveitumálum. n Garðabæjarskólp ekki lengur til Hafnarfjarðar bth@frettabladid.is ALÞINGI Guðmundur Björg vin Helgason ríkisendurskoðandi segir að skýrslan um söluna á bréfum Íslandsbanka sé á lokametrunum. „Við vonumst til að geta sett skýrsluna í umsagnarferli á næstu dögum,“ segir Guðmundur. Einhvern tíma mun taka að vinna úr viðbúnum athugasemdum og ábendingum. „En ég ætla að halda mig við að við náum að klára þessa vinnu í september,“ segir Guð- mundur. Um fimm manns hafa komið að skýrslugerðinni hjá embættinu að sögn Guðmundar. Einnig hafa verið kallaðir til sérfróðir utanaðkom- andi fjármálaráðgjafar. Vinnan við skýrslugerðina varð umfangsmeiri en embættið sá fyrir í upphafi, að hans sögn. „Verkið er vandasamt og við þurfum að vinna það vel.“ Þegar skýrslan verður tilbúin fer hún til forseta Alþingis og þaðan væntanlega til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vænta má þess að sama dag og skýrslan fær kynningu í þingnefnd- inni verði hún sett á netið. n Íslandsbankaskýrslan á lokametrum Garðabær þarf að huga að skólpinu næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fimm manns hafa komið að gerð skýrslunnar, að sögn Guðmundar. 2 Fréttir 8. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.