Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Lovísa útskrifaðist sem klæðskeri árið 2015 og lauk meistaraskól- anum árið 2019 en hún lauk starfs- náminu í versluninni Ella ehf. sem seldi íslenska hönnun. „Þar kynntist ég því að hanna og sauma flíkur. En seinna fór ég að vinna í Kjólum og konfekti, þar eru litríkir og oft svolítið tjúll- aðir kjólar svo það kom svolítið af sviðslistafólki og tónlistarfólki þangað inn,“ segir Lovísa. „Ég var að hanna og sauma kjóla til að selja í búðinni og tók svo aukalega að mér verkefni fyrir sviðslistafólk sem ég komst í kynni við í gegnum vinnuna í verslun- inni. Mikið af dragdrottningum og fólki í búrlesk-senunni. Hjá Kjólum og konfekti uppgötvaði ég að þetta var algjörlega mitt, þessi glamúr, glimmer og gleði.“ Lovísa segir vinnuna krefjandi og kúnnana halda henni á tánum enda vilja þeir flík sem vekur athygli. Flík sem vekur athygli í sýningunni en þarf um leið að virka vel. „Sviðslistafólkið er með alls konar sviðsframkomu, það er að dansa og leika alls kyns listir og flíkin þarf að virka. Það verður að vera hægt að hreyfa sig í henni. Þannig að þetta er mjög krefjandi en um leið ógeðslega skemmtilegt,“ segir Lovísa Hannaði eigin línu Eftir nokkur ár fór að verða svo mikið að gera hjá Lovísu í sviðs- búningasaumi að hún hætti störfum hjá Kjólum og konfekti og hóf að vinna sjálfstætt. „Ég hellti mér út í það af fullum krafti að sauma og hanna fyrir sviðslistafólk og það var alltaf nóg að gera, en svo kom Covid og allar sýningar duttu niður. Þá varð ég að finna mér eitthvað annað að gera,“ segir hún. Lovísa brá þá á það ráð að hanna og sauma sína eigin fatalínu og opnaði vefsíðuna lovisatomas.is. „Ég var þá að hanna og sauma fatnað fyrir venjulegt fólk, ekki bara sviðslistafólk. Ég gerði þetta í gegnum allt Covid. Það var rosa- lega skemmtilegt að hanna mína eigin línu og þetta var lærdómsrík- ur tími. Mig langar að gera meira af því í framtíðinni að hanna eigin línu og hafa hana þá aðeins stærri. En ég er í pásu frá því núna. Það er aftur orðið nóg að gera í að sauma og hanna fyrir sviðslistafólk svo hitt þarf að bíða,“ segir hún. Lovísa gefur sér þó tíma til að sauma föt á sjálfa sig en hún hefur gaman af að ganga sjálf í litríkum fötum. „Ég elska að vera í pallíettum og glimmeri. Það blundar drag- drottning inni í mér. Ég hef gaman af því að klæða mig áberandi þegar ég fer eitthvað út. Þá sauma ég á mig föt sem eru yfirleitt æpandi og áberandi, það eru margar glimm- erflíkur í fataskápnum. Ég er eins og hrafninn, sæki í allt glingur og glimmer. En dagsdaglega er ég bara í kósígallanum.“ Geggjaður metnaður Lovísa segir að það sé nóg að gera hjá henni á meðan til er fólk sem heldur sýningar. „Það er svo geggjaður metnaður hjá þessu listafólki. Þau koma oft með mjög metnaðarfullar hug- myndir og pælingar og maður þarf að hugsa út fyrir boxið.“ Spurð að því hvort hún hafi einhvern tímann fengið beiðnir sem ómögulegt er að framkvæma svarar Lovísa að hún reyni alltaf að finna lausnir. „Það var einu sinni dragdrottn- ing sem bað mig að gera risastórt stél sem átti að hanga uppi fyrir aftan hana. Allt í einu var ég orðin verkfræðingur og varð að finna út úr því hvernig það átti að virka. Ég notaði hænsnanet og húlahring og var nánast komin með hamar og nagla að græja stélið. En það virkaði. Eins og ég segi, kúnnarnir halda mér á tánum en ég segi alltaf já og reyni að redda öllu,“ segir hún og hlær. Með bestu kúnnana „Ég er búin að kynnast svo mikið af skemmtilegu fólki í gegnum starfið. Ég á minn kúnnahóp sem kemur aftur og aftur til mín. Ég er með bestu og skemmtilegustu kúnnana, ég er svo þakklát og heppin.“ Lovísa tekur sem dæmi að auk þess fjöldaframleiði hún næstum fatnað á Siggu Kling. „Ég geri nánast nýtt átfitt í hverri viku fyrir hana. Það er alltaf allt í stíl hjá henni, buxur, toppur, hattur og jakki, allt úr sama efninu. Hún hringdi í mig um daginn með tveggja tíma fyrirvara þegar hún var að fara að skemmta einhvers staðar. Þá var hent í kjól og hatt. Það náðist á tíma og hún var glæsileg.“ Eitt stærsta verkefni Lovísu fram að þessu var þegar hún hannaði búninga fyrir Daða og gagna- magnið. Hún segir það hafa verið ótrúlega skemmtilegt og hópurinn geggjaður að vinna með. „Það var ótrúlegt ævintýri að fara út með þeim og dressa þau upp. En ég þyrfti eiginlega að fara út í Eurovision aftur einn daginn. Þetta var öðruvísi reynsla en venjulega af því það var svo mikið af takmörkunum í gildi vegna Covid. Það væri draumur að fara út aftur þegar aðstæður eru venju- legri. Ég stefni að því,“ segir hún. Kannski ef þau senda glamúr- drottningu út? „Það væri algjörlega geggjað!“ n Lovísa vann í versluninni Kjólar og konfekt þegar hún komst í kynni við alls kyns sviðslistafólk. Hún fór að sauma og hanna fyrir það utan vinnu og hellti sér svo í það á fullu og hefur alltaf nóg að gera. Lovísa hannar og saumar mikið af búr- lesk-búningum. Hér er Róberta Michelle Hall á sviði í djörfum búningi. MYND/ODYSSEAS CHLORIDIS Dragdrottning Íslands 2019, Gala Noir, glæsileg í fötum eftir Lovísu. MYND/BIRTA RÁN BJÖRGVINSDÓTTIR Tónlistarveran Mighty bear í dularfullri hönnun eftir Lovísu. MYND/BIRTA RÁN BJÖRGVINSDÓTTIR Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Edgar Anderssen í gullfallegum síð- kjól eftir Lovísu. MYND/RÓBERT MAGNÚSSON Húlladansarinn Róberta Michelle Hall í flottum samfestingi. MYND/ARCTIC IMAGE Hún hringdi í mig um daginn með tveggja tíma fyrirvara þegar hún var að fara að skemmta einhvers staðar. Þá var hent í kjól og hatt. 2 kynningarblað A L LT 8. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.