Fréttablaðið - 08.09.2022, Side 20
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
HaustyfirHafnir
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
Förðunarfræðingurinn
Natalie Kristín Hamzehpour
á heiður af framúrstefnulegri
förðun söngkonunnar Brí-
etar. Hér fer hún yfir helstu
trendin í haustförðun ársins.
thordisg@frettabladid.is
„Hún mamma er hárgreiðslu-
kona og rak stofu í Þýskalandi
öll mín uppvaxtarár. Hún seldi
snyrtivörur á stofunni og ég var
óþekki krakkinn sem komst í
allar prufurnar og klíndi öllu
framan í mig. Þar vann líka ein
sem var förðunarfræðingur og ég
hafði mjög mikinn áhuga á öllu
sem hún gerði, fékk að „aðstoða“
hana og leika mér með gamlar
vörur. Það var þá sem ég ákvað að
verða förðunarfræðingur,“ segir
Natalie Kristín Hamzehpour, 28
ára nýbökuð móðir, förðunarfræð-
ingur, kennari, vörumerkjastjóri
og áhugakokkur.
Natalie er fædd og uppalin í
Þýskalandi. Hún starfar nú sem
vörumerkjastjóri á snyrtivörusviði
og kennir förðun í Makeup Studio
Hörpu Kára, en hefur einnig unnið
við förðun í sjónvarpi, auglýsing-
um og leikhúsum og segist fíla sig
best í tískuförðun.
Natalie fer yfir helstu tískutrend
í förðun á hausti komanda.
„Það sem er skemmtilegast við
trend er að þar finnst alltaf eitt-
hvað fyrir alla. Trendin sem mér
finnast mest áberandi í haust eru:
n Clean Girl Makeup – fersk húð,
„ósýnileg“ hrein förðun, ferskur
kinnalitur og heilbrigður ljómi.
Til að ná því fram er best að nota
krem-kinnalit, „bronzer“ og gott
augabrúnagel, lítinn farða og
frekar hyljara til að þekja það
sem þarf. Svo eru varaolíur eða
„lip tint“ mjög spennandi við
þetta trend.
n Áberandi varalitur – á undan-
Íslenskar konur ótrúlega flinkar að farða sig
Natalie segir best við trend í förðun að þar gildi engar reglur og allir geti verið eins og þeir vilja. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR
Söngkonan Bríet vekur ætíð athygli
fyrir svala förðun Natalie.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Staðalbúnaður í haust
Hvaða hlutir eru ómissandi
í snyrtibudduna á hausti
komanda, að mati Natalie?
n Nærandi varaolía með smá
lit, eins og til dæmis Clarins
Lip Comfort Oil.
n Fallegur léttur farði sem
frískar upp á þreytta húð.
Minn uppáhalds þessa
dagana er nýi Chanel Water
Fresh Complexion Touch.
n Rakabomba eins og Shi-
seido Ultimune-serumið.
Ekkert gerir jafn mikið fyrir
húðina mína og sú vara.
n Góðir förðunarburstar, eins
og nýju burstarnir frá Hörpu
Kára. Góðir bursta gera
förðun fallegri og sjá eigin-
lega um alla vinnuna fyrir
mann. Ég hef ekki notað
aðra bursta síðustu vikur og
mæli mikið með þessum.
Hægt er að fylgjast með
Natalie á Instagram @natalie-
hamzehpour.
förnum árum hefur verið mikið
um „nude“ varir og áberandi
augu, en nú finnst mér ég sjá
mikið um liti í varalitum, hvort
sem það er „lip tint“ í berjalitum
og léttum rauðum tónum, eða
áberandi bleikur eða rauður
varalitur.
n Náttúrulegar augabrúnir – ég
hafði smá áhyggjur af því að
þunnar, plokkaðar augabrúnir
væru að koma aftur en ég er
fegin að það trend stoppaði
stutt. Í staðinn eru augabrúnir
náttúrulegri og mun ljósari en
þær hafa verið á síðustu árum.
Því er óþarfi að plokka of mikið
eða fara í litun á þriggja vikna
fresti. Leyfum augabrúnunum
bara að vera náttúrulegum.
n Euphoria Disco – ég held að
það trend sé ekki að fara
neitt. Glansandi glimmer og
„metallic“ áferð, silfur augn-
skuggi, glimmersteinar og
„shimmer bodyolía“ verða
áfram heit í haust.
Listræn og skapandi
Natalie á heiðurinn af frum-
legri og áberandi förðun
söngkonunnar Bríetar,
svo eftir hefur verið
tekið.
„Samstarf
okkar Bríetar
hófst fyrir um
fjórum árum
þegar ég hélt viðburð fyrir
Shiseido og var í leit að
módeli. Mér fannst Bríet
svo gullfalleg og ákvað
að prófa að heyra í henni.
Hún var til í að koma og
leyfa mér að farða sig og síðan
höfum við unnið saman,“ greinir
Natalie frá.
Hún segir Bríeti ákaflega list-
ræna og skapandi þegar kemur að
förðun.
„Við vinnum mikið saman og
skoðum alls konar hugmyndir til
að finna eitthvað sem meikar sens
og Bríeti líður vel með. Ég held að
það hjálpi líka að við erum
með svipaðan smekk þegar
kemur að förðun, en Bríet
er alltaf opin fyrir öllum
skrýtnum hugmyndum
og mjög dugleg að koma
með tillögur sjálf.“
Flinkar í förðun
Spurð hvort
eitthvað beri að
forðast í förðun
eða sé alveg
dottið úr tísku
eftir sumarið,
svarar Natalie:
„Nei, svo
sem ekki.
Þetta eru
auðvitað bara
trend og hver
má túlka þau
eins og hann vill. Það besta við
förðun er að þar gilda
engar reglur. Ef manni
líður vel og fílar sig vel;
þá er maður að gera
rétt.“
Sem kennari í
Makeup Studio Hörpu
Kára hefur Natalie
komist að því að
íslenskar konur séu
einkar flinkar að mála
sig og tolla í tískunni.
„Ég hef kennt fjöl-
mörgum íslenskum
konum förðun,
en einnig unnið
með förðunar-
fræðingum erlendis
og verð að segja að við
Íslendingar erum bara svo miklu
klárari en allir aðrir,“ segir Natalie
og hlær, en bætir svo við: „Nei, ég
segi bara svona. Sannast sagna
er mjög mikið um virkilega færa
förðunarfræðinga hér á landi og
meðalkonan kann alveg ótrúlega
vel á förðun.“
Hún segir jafnframt gaman að
fylgjast með því hvað ungar konur
og unglingsstelpur eru góðar í að
farða sig.
„Þær hafa í dag aðgang að svo
miklu fræðsluefni á til dæmis You-
Tube og TikTok og nýta sér það.
Auðvitað koma svo alltaf tímabil
í tísku sem okkur þykja hræðileg
eftir á en ég held að TikTok-trendin
séu flest mjög falleg og ekki eins og
„contour“-trendið sem mín kyn-
slóð er sek um,“ segir Natalie kát í
fæðingarorlofinu.
„Í haust ætla ég líka að bæta við
mig námi en ég tek að mér örfáar
vel valdar farðanir, þá aðallega
brúðarfarðanir og verkefni sem
mér þykja skemmtileg.“ n
Hægt er að fylgjast með Natalie á
Instagram @ nataliehamzehpour.
Góðir förðunarburstar létta vinnuna og gera förðun fallegri.
Uppá-
haldsfarði
Natalie er frá
Chanel.
Shiseido-
rakabomba
er í dálæti
Natalie.
4 kynningarblað A L LT 8. september 2022 FIMMTUDAGUR