Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1942, Page 62
62
einkum bundið í styttri lánum, sumpart veðlánum og sum-
part víxlum, til ýmiskonar framkvæmda.
Búnaðarbankinn er eign ríkisins og ber það ábyrgð á
öllum skuldbindingum hans .
Bankinn hefir útbú á Akureyri. ,
Teiknistofa landbúnaðarins.
Stofnuð 1930. Starfar undir umsjón Búnaðarbanka ís-
Iands. Forstöðumaður Þórir Baldvinsson. Teiknistofnan
(Sjá nánar: Um byggingar, bls. 113) gerir uppdrætti og
veitir hverskonar leiðbeiningar varðandi byggingu í sveit-
um og hefir eftirlit með byggingu þeirra húsa, sem reist
eru fyrir lán úr sjóðum Búnaðarbankans.
NOERÆNA BÚFRÆÐIFÉLAGIÐ NJF
ÍSLANDSDEILD.
Deildin var stofnuð 1927. Formaður er Árni G. Eylands.
Meðstjórnendur Runólfur Sveinsson, skólastjóri, Hvann-
eyri og Gunnar Árnason, búfræðikandidat, Reykjavik.
íslandsdeildin vinnur á sama grundvelli eins og aðrar
landsdeildir félagsins — Nordiske Jordbuksforskeres Fo-
rening — að aukinni búfræðiþekkingu og rannsóknum, og
að aukinni kynningu búfræðimanna á Norðurlöndum.
RÆKTUNARFÉLAG NORÐURLANDS.
Stofnað 1903. Formaður Sigurður Hlíðar, framkvæmdast.
Ólafur Jónsson.
Tilgangur félagsins er:
1. að láta gera nauðsynlegar tilraunir til jarðræktar á
Norðurlandi,
2. að útbreiða meðal almennings þekkingu á öllu því, sem
að jarðrækt lýtur og líkindi eru til að geti komið að
gagni.
Félagið rekur tilraunastöð við Akureyri. Það gefur út
Ársrit R. N. í því birtast tilraunaskýrslur og skýrslur
búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórðungi.