Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1942, Page 106

Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1942, Page 106
106 UM HÆNSNARÆKT. Eftir Jóhann Jónasson. íslendingar hafa ræktað hænsni frá því á landnámstíð. Oftast hefir þeim þó verið allt of lítill sómi sýndur og árangurinn því verið í samræmi við það. Á síðari árum hefir þetta þó tekið nokkrum breytingum og þá fyrst og fremst við kaupstaðina, þ_ar sem markaður fyrir eggin er oft góður og nærtækur. Á þessum stöðum hafa því risið upp nokkur stór hænsnabú, sem náð hafa sæmilegum árangri. Það munu litlar líkur fyrir því, að við getum nokkurn tíma orðið samkeppnisfærir á heimsmarkaðinum um eggjasölu, og verðum þvi að láta okkur nægja innanlands- markaðinn, en hann er auðvitað nokkuð takmarkaður. Þessi staðreynd hlýtur alltaf að setja hænsnaræktinni hér nokkuð þröngar skorður. Við getum því ekki reiknað með að bændur almennt fari að leggja fyrir sig hænsna- rækt í stórum stíl eins og t. d. í Danmörku og víðar. Hins vegar eiga að vera til 25—50 hænsni á hverjum bæ í landinu og eggin á að nota fyrst og fremst til heimilis- þarfa. Eggin eru, eins og kunnugt er, ágæt fæða og því nauð- synleg til daglegrar neyzlu í miklu stærri stíl en nú tíðk- ast hér á landi. Stofninn. Af hænsnum eru til marglr stofnar og oft mjög ólíkir hver öðrum að eðli og útliti. Hér á landi og í sumum nágrannalöndum okkar hafa „Hvítir ítalir" náð einna mestum vinsældum og þess vegna mestri útbreiðslu, enda eru þeir af flestum taldir hentugastir þar sem mest áherzla er lögð á eggjaframleiðsluna. En þeir gefa lítið kjöt og hafa þann galla að hænurnar vilja mjög sjaldan liggja á, og verður því annað hvort að hafa nokkrar hæn- ur af þyngra hænsnakyni með, til að annast það starf, eða þá að nota útungunarvélar, en þar sem hænsnin eru fá, verða þær of dýrar í rekstri. Sumir nota einnig kalkúnahænur til að annast útung- unina og uppeldið og gefst það oft mjög vel. Hús og hirðing. Hænsnin eru ákaflega næm fyrir öllum ytri áhrifum, atlæti og hirðingu. Þetta atriði þurfa allir hænsnahirðar að hafa vel hugfast. Hænsnahúsin þurfa að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943
https://timarit.is/publication/1692

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.