Bræðrabandið - 01.07.1970, Blaðsíða 10
Bls. 10
BR/SæRABAHDE) - 7. tbl. 1970.
samkomur á þessum sömu stöðum. Haustið 1969 hélt safnaðarskdla-
kennari okkar í Vestmannaeyjum, hr. Björgvin Snorrason, 14 samkomur
i Vestmannaeyjum. A Ákure3n?i hefur br. Steinþór Þérðarson starfað
og einnig br. Sigfús Hallgrímsson, veturinn 1968. Þar hefur
aðallega veriö starfað raeð Biblíu''heimsóknaráformið og persónu-
legt starf, auk þess samkomur við og við. Og fyrir nokkrum
dögum sáum við árangurinn af þessu starfi, þar sem 4 bmttust við
í söfnuðinn frá Akureyri. Á Akureyri hefur einnig verið unnið
mikið og gott starf fyrir börnin með barnasamkomum og sögustundum.
Samkomur hafa einnig verið haldnar víða um land i sambandi
við innsöfnunarferðir. I deildarstjóraskýrslunni fáum við trálega
að heyra um önnur átbreiðslustörf í sambandi við Biblíuheimsóknar-
starfið, Biblíuskóla bsirnanna á sumrin o.fl.
Framkvætndir.
Þýðingarmestu framkvæmdirnar á þessu tímabili voru én efa
tenging jarðhitans ár borholunni að Hlíðardalsskóla við allar
byggingar á staðnum. Var hitaveita skólans tekin í notkun
23. október 1968. Var þá takmarki því náð, sem vonazt hafði verið
eftir, beðið, unnið og fórnað fyrir i mörg ár. Stórsigur hafði
náðst, sem um ókorain ár mun vissulega verða einn af burðarstólpum
skólans. Ekki er of mikið sagt, að með hitaveitu skólans hafi enn
eitt stórvirki verið unnið af fólki Guðs hér á þessu landi.
Byrjunarskref hefur einnig verið tekið við að nýta heita
vatni^ við gróðurrækt. Á síðastliðnu hausti var gróðurhús byggt,
350 ra að stærð. Fyrsta uppskeran er þegar fengin.
Framkvæmdum á leikfiraisal skólans var haldið áfram, og var
ofna- og blásarakerfi sett í salinn.
1 Keflavík hefur framkvæmdum á safnaðarheimilinu miðað áfran.
Aðalsalurinn er nú full frágenginn og er honum skipt í tvennt,
annar helmingurinn er til satnkomuhalds og liinn fyrir skóla.
Htbyggingin er líka að mestu leiti fullgjörð, og hýsir nú m.a. starf
Biblíu-bréfaskólans.
I Vestmannaeyjum hefur konferensinn fest kaup á þriggja
herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, og þar með leyst það stöðuga
vandamál, að finna húsnæði fyrir starfsmann sinn þar.
Fjármál.
Skýrsla gjaldkerans mun sýna, að meðlimir safnaðarins hafa
sýnt dásamlega trúmennsku í að gjalda Guði það, sem hans er í tíund,
og einnig i gjöfum til lcristniboðsstarfsins. Þrátt fyrir fjárhags-
örðugleika þjóðarinnar, hefur Guð ríkulega blessað fólk sitt og gert
þvi kleyft að styðja verkið, og skýrslur munu sýna, að meðlirair okkar
eru heilshugar raeð boðskapnun og reiðubúnir að styrkja hann. A þessu
tveggja ára timabili hækkaði tíundin yfir 1 milljón króna eða um
21% yfir tímabilið þar á undan. Skuldir hafa verið greiddar vegna
borunar og virkjunarfrankvæmda og ber að þakka N.E.D. örlátai*
fj árveitingar.