Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.07.1970, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.07.1970, Blaðsíða 13
Bls. 13.- BR/EÐRABANDIÐ - 7. tbl. 1970. 72%. Ástæðan fyrir þessftri miklu lækkun er sú, að suoir þessara sjóða voru færðir til höfuðstóls 05 uku þannig fjárhagslegan styrk konferensins en aðrir voru veittir sen fjárveitingar til ofskrifta á ýmsum skuldun innan starfsins. Kristniboðsgjafirnar hækkuðu un 7% og námu ú sl. tveim árun kr. 1.278.424.97. Allar þessar tölur eru uppörvandi og bera vott un framfarir, en verða samt svo þurrar og innihaldslausar ef við komun ekki auga á þaö, sem að baki þeim býr. Mér eru þær opinberun á trúmennsku, fórnarlund og kærleika ykkar og allra safnaðarsystkinanna. Ég þekki til margra, sem ekki hika við að gefa allt til starfsins, sen þeir telja sig ekki þarfnast til daglegra nauðsynja. Sunir leggja jafnvel ú sig aukastörf til þess að afla fjár til að gefa. Guð ætlast til þess, að við sjáum um, að fjárhirzlur starfsins séu aldrei tómar, en til endurgjalds hefur hann heitið okkur því, að opna okkur flóðgáttir himinsins. "Eins og við njótum stöðugt blessana Guðs, ættum við stöðugt að gefa. Þegar okkar himneski gjafari hættir að gefa okkur, höfun við afsökun, þvl þá höfun við engu að miðla." (Cons. 17-18. Guð blessar okkur neð tímanlegum efnum og hefur 1 náð sinni gefið okkur tækifæri til að miðla af þeim til nálefnis hans. Ekki vegna þess að hann sé háður eignum okkar, þvl "mitt er gullið, mitt er silfrið", segir Drottinn. Heldur til þess, að við mættum þroska með okkur fómfúsa og örláta lyndiseinkunn, sem er okkur nauðsynleg til að okkur verði treyst fyrir andlegum efnun. Það er ósk nín og bæn, að Guð megi blessa fjárhag starfsins áfran sen hingað til og að afstaða okkar allra megi vera sú ss.ma og eins bróður, sem kom á skrifstofuna til mín fyrir nokkru og lét þa.u orð falla, að hann sæi ekki eftir því, sem hann gæfi Guöi, því hann hefði aldrei horft í neitt við sig. Skýrsla um leikmannastarf. Það, sem hæst ber í starfi leikmanna, er einkum þrennt: Iíknar- starf, innsöfnun og Biblíugjafaáform. Líknarstarfið hvílir einkum á herðum systranna. iær vinna merkilegt starf við að hjálpa bágstöddum. Þær deila út fatnaði, mat og peningum til fátækra og þurfandi manna. Þær leggja af mörkum mikla vinnu við móttöku fatnaðar, við lagfæringar é notuðum fatnaði, við að gera nýtt og einnig að pakka og senda frá sér til þeirra, sem á þurfa að halda. Á umræddu tímabili hafa um 4.600 manns hér innanlands notið aðstoðar systrafélaga Aðventista og yfir 20.000 flíkum hefur verið deild út. Verðgildi matar og peningar, sem þær hafa gefið, eru um 1100.000 kr. Við starf þetta hafa þær látið 1 té rúmlega 30.000 vinnustundir. Reikna ég með, að tölur þessar séu sízt of háar og é það einkum við um vinnustundirnar. Starf systrafélaga Aðventista er orðið vel þekkt meðal lands- manna. Hið fórnfúsa starf þeirra er unnið í kyrrþey, en engu að síður hefur það vakið athygli. Landsmenn vita, að þetta eru félög,

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.