Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.07.1970, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.07.1970, Blaðsíða 14
Bls. 14 - BRÆÐRABANDIÐ - 7. tbl. 1970. sem veita hjálp. Þessvegna gefa hinir velmegandi systrunum fatnað og fé, en hinir fátæku vita, að til þessara félaga má leita eftir hjálp. Áuk starfsins fyrir bágstadda innanlands hefur sá hefð komizt á seinni árin, að senda árlega fatasendingu til Grænlauds. Hefui* sendingin vanalega farið héðan í september með flugvélum Varnarliðsins frá Keflavík. Starfsraaður okkar i Grænlandi hefur beðið mig að flytja systrunum beztu þakkir fyrir þessar ágætu sendingar. Stundum hefur mikið af fatnaðinum verið nýtt, því að verzlu^.|rmenn í Reykjavík eru oft örlátir við systurnar. Þetta hafa/verið stórar sendingar, um 50-60 kassar. Innsöfnunarstarfið er víðtækasta starf, sem leikmenn vinna, víðtækasta að þvi leyti, að í því taka þátt margir leikmenn og ná til mjög margra heimila árlega. Á umræddu tímabili hefur verið dreift rámlega 50.000 ritum bæði innsöfnunarblöðum og öðrum ritum. Auk þessa hefur verið dreift þúsundum Biblíu-bréfaskéla boðskorta. Við dreifingu þessara rita hafa leikmenn og starfsmenn knúö dyra á flestum heimilum í þorpum og kaupstöðum um land allt, en einnig á mörgun sveitabæjum. I heimséknum þessum hafa nemendur verið innritaðir í Biblíu-bréfaskóla og Biblíu-gjafaáformið eða kynnzt starfi safnaðarins á annan hátt. Starf þetta hefur leitt til þess, að sálir hafa unnizt. Það má t.d. geta þess, að unglingar hafa kynnzt Hlíðardalsskóla í fyrsta sinn fyrir þessar heimsóknir, verið innritaðir þar sem nemendur og tekið þar ákvörðun með boðskapnum. Heildaruppliæð innsöfnunar fyrir þessi tvö ár er kr. 2.629.932,20, sbr. kr. 2.410.919,99 á næsta tímabili á undan. 1 innsöfnunnrferðum sínum um landið hafa starfsmennirnir haldið samkomur í mörgum þorpum og kaupstöðum. Á samkomum þessum hefur kennarakvartettinn sungið, erindi verið flutt og kvikmyndir sýndar, er kynna starf Aðventista. Segja má, að Biblíu-gjafaáformið hafi hafizt að marki árið 1969 Það hafði að visu byrjað fyrr á Nrorðurlandi, en sem leikmannastarf hefst það fyrst að ráði á liðnu ári. Á þvi ári voru gefnar 126 Biblíur, 102 luku námskeiðinu og hlutu skírteini og a.m.k. einn af nemendum áformsins hefur verið skírður. Á liðnum tveim árum hafa leikmenn stjómað yfir 2.400 Biblíurannsóknum. Haustið 1969 var námskeið fyrir leikmenn haldið í Reykjavíkur- söfnuði í 3 vikur. Um 40 manns sóttu námskeiðið. Þetta námskeið var haldið í smækkaðri mynd í Keflavík og í Vestmannaeyjum. Eftir námskeiðið hófst Biblíu-gjafaáform af nýjum krafti og eru nú mergir að ljúka námskeiðinu , sem byrjuðu í janúar þ.é. Þegar litið er á leikmannastarfiö i heild er óhætt að segja, að leiknennimir lyfta Grettistaki. ftíargir vinna tvöfali starf. Sumar systur, sem eru virkar í líknarstarfinu, vinna einnig gott verk í innsöfnun og hafa jafnvel einn eða tvo nemendur í Biblíugjafaáforni. Margir leggja mikið af mörkum og eru óþreytandi í að gera öðrum gott Eitt er víst: verk þeirra fylgja þeim. Megi Guð blessa áfram leikmannastarf Aðventista á Islondi.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.