Austurglugginn - 04.09.2008, Side 1
ISSN1670-3561
Fréttablað Austfirðinga
Verð í lausasölu kr. 350
Fimmtudagur 4. september
35. tbl. - 7. árg. - 2008
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Markmiðið að fjölga nemendum
Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari
Verkmenntaskóla Austurlands, segir að verknáms-
skólar og iðnfyrirtæki verði að fara sameiginlega í
markvissa kynningarstarfsemi til að fjölga nem-
endum í iðnnámi. Hún segir stærstu tækifæri skól-
ans felast í endurmenntun. Rætt er við Olgu Lísu
í Austurglugganum í dag.
Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju, segir fjöl-
breyttara atvinnulíf hafa aflétt þungum félagslegum
byrðum af útgerðarfyrirtækjum. „Sjávarútvegurinn
þurfti nánast að halda öllum landshornum uppi.
Fyrirtækin urðu að hálfgerðum félagsstofnunum sem
þurftu að sjá öllum fyrir vinnu.“ Rætt er við
Hauk í Austurglugganum í dag.
Fyrirtækin urðu félagsstofnanir
Busar úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í
hókí pókí. Nánar er fjallað um busavígsluna í
Austurglugganum í dag. Mynd: GG
Átta af tólf starfsmönnum útgerðarfyr-
irtækisins Fossvíkur á Breiðdalsvík var
sagt upp í seinustu viku. Fyrirtækið hættir
starfsemi í desember. Framkvæmdastjóri
þess gagnrýnir reglur sveitarfélagsins um
úthlutun byggðakvóta. Nýtt matvæla-
fyrirtæki tekur við hluta rekstursins.
„Breiðdalshreppur hefur sett reglur
um úthlutun byggðakvóta sem ég
tel íþyngjandi fyrirtækinu, hvort
sem það sé með bát, vinnslu eða
annað,“ segir Ríkharður Jónasson,
framkvæmdastjóri Fossvíkur. „Þar
er bæði kveðið á um jafna skiptingu
milli allra báta, hvort sem þeir hafa
landað til vinnslu eða ekki og skerð-
ingu ef menn leigja meira frá sér en
til sín. Ég gerði mönnum grein fyrir
að ég myndi leigja kvóta frá mér þar
sem ég hafi keypti fisk á markaði til
að halda vinnslu gangandi en það
starfa um 10 -12 manns hjá fyrirtæk-
inu. Byggðakvóta ársins 2006-7 var
úthlutað í nóvember 2007 svo menn
geta séð að hann kom lítið að notum
það árið.“
Í frétt á vef AFLs Starfsgreinafélags
kemur að það telji uppsagnirnar ólög-
mætar þar sem um þessar mundir
séu að verða aðilaskipti á rekstri fyr-
irtækisins. Þar segir að lög um réttar-
stöðu starfsmanna við aðilaskipti að
fyrirtækjum setji uppsögnum starfs-
fólks, eða hluta þess ákveðnar skorður.
„Uppsögn hluta starfsfólks Fossvíkur
er að mati AFLs tilraun til að skerða
rétt starfsmanna er lögin tryggja.
Nokkuð hefur borið á því að und-
anförnu að fyrirtæki hafi með samn-
ingum sín í milli, við eigendaskipti,
reynt að koma sér hjá ábyrgð er lögin
leggja þeim á hendur.“
Ríkharður segist ekki hafa brotið lög.
„Það umhverfi sem fyrirtækið starfar
í varð því ofviða, til að mynda er erf-
itt að fá fjármagn í svona fyrirtæki.
Ég hefði þurft að segja stafsfólkinu
upp hvort eð var. Ég hef aldrei vitað
til þess að það væri ólöglegt að segja
upp starfsfólki.“ Framhald á síðu 2
Uppsagnir hjá Fossvík