Austurglugginn - 04.09.2008, Qupperneq 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 4. september
Karín Axelsdóttir á Eiðum, starfsmaður Alcoa-Fjarðaáls, gefur
uppskrift að hreindýrarétti frá Lapplandi, þar sem hún ólst upp, en
hreindýrakjöt er þar mun algengari matur en á Íslandi!
Verði ykkur að góðu. Ég skora á Írisi Rut Ingólfsdóttur
Takið kjötið úr frysti og látið það
þiðna örlítið eða þar til hægt er að
skera það (frosið) í þunnar sneiðar,
u.þ.b. 2-3 mm að breidd. Brúnið
kjötið í smjörinu. Saltið. Hellið
rjómanum út á. Látið malla í um
15 mínútur. Piprið e.t.v. örlítið.
Sjóðið kartöflurnar og stappið.
Hrærið öllu saman við.
Títuberjasulta er einnig nauðsyn-
leg með hreindýrakjötinu!
Egg og sykur þeytt saman. Hveiti
og lyftidufti hrært saman við. Sett
í eldfast mót. Aðalbláberjunum
stráð yfir. Smjörið heflað yfir og
perlusykrinum stráð þar yfir. Bakað
í 175 °C heitum ofni í um 25 mín-
útur. Borið fram heitt með ís.
“Renskav” frá Lapplandi
Bláberjaeftirréttur
500 g hreindýrakjöt – beinlaust
(helst steik eða bógur)
2 msk smjör
1 ½ dl rjómi
Salt
Pipar (ef vill)
Meðlæti: Kartöflustappa
1 kg kartöflur – afhýddar
2 dl mjólk
1 msk smjör
Salt
Pipar
Múskat
2 egg
1 ½ dl sykur
2 dl hveiti
Lyftiduft á hnífsoddi
5 dl aðalbláber
50 g smjör
Perlusykur (til að strá yf ir)
Póstfang: Brekkugata 9, 730 Reyðarfjörður
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot & prentun: Héraðsprent
Auglýsingast.: Erla S. Einarsdóttir 477 1571 - 891 6484 - erla@austurglugginn.is
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Einar Ben Þorsteinsson 477 1750 - 896 5513 - frett@agl.is
Blaðamaður: Gunnar Gunnarsson 477 1755 - 848 1981 - gunnar@austurglugginn.is
Fréttaritari á Vopnafirði - Bjarki Björgólfsson 854 9482 - kompan@vortex.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir - 695 8498 - aslaugl@gmail.com
Aðalsími: 477 1571
Fréttasímar 477 1750 - 477 1755
www. austurglugginn.is
Í annars ágætri umfjöllun um opnun
Jarðfræðiseturs George Walkers
á Breiðdalsvík í síðasta tölublaði
Austurgluggans gætir misskilnings
varðandi uppbyggingu sýningar í
Gamla kaupfélaginu.
Sagt er að undirritaður hafi gert
sýninguna um verk Walkers á neðri
hæð hússins. Það er misskilningur.
Höfundur sýningarinnar í heild er
Guðrún Sigríður Haraldsóttir leik-
myndahönnuður, búsett í London.
Að undirbúningnum kom einnig
Elinóra Inga Sigurðardóttir jarð-
fræðingur. Að beiðni undirbún-
ingsnefndar setursins flutti ég fyrr
á þessu ári tvívegis fyrirlestra um
rannsóknir Walkers hér eystra, þar eð
ég hef mikið um þær fjallað í bókum
mínum um Austurland. Í framhaldi
af því var falast eftir efni, myndum og
texta, úr árbókum mínum til afnota
á umræddri sýningu og var mér ljúft
að verða við því og styðja þannig við
þetta merka frumkvæði.
Hjörleifur Guttormsson
Leiðrétting vegna
Breiðdalsseturs
Ný lið í útsvari
Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað
hafa valið ný lið til keppni í spurn-
ingakeppninni Útsvari sem haldið
verður áfram í Ríkissjónvarpinu
í vetur.
Kjartan Bragi Valgeirsson verður
áfram í liði Fjarðabyggðar en
Sigrún Birna Björnsdóttir, grunn-
skólakennari á Reyðarfirði og
Pétur St. Arason, framhalsskóla-
kennari í Neskaupstað koma ný
inn í liðið. Stefán Bogi Sveinsson,
framkvæmdastjóri á Egilsstöðum,
tekur sæti Þorbjarnar Rúnarssonar
í liði Fljótsdalshéraðs. Þorsteinn
Bergsson og Urður Snædal verða
áfram í liðinu. GG
Glímumenn
styrktir
Fjarðabyggð hefur samþykkt að
veita glímumönnum úr Val á
Reyðarfirði styrk upp á samtals
75.000 krónur vegna flugfars
á heimsmeistaramótið í glímu
í Hróarskeldu í Danmörku.
Glímuráð Vals fær einnig 100.000
krónur úr afreksmannasjóði sem
viðurkenningu fyrir heimsmeist-
aratitil og frábæran árangur á
mótinu. GG
Rafstöðin ekki
endurgerð
Fulltrúar Fjarðabyggðar telja ekki
ástæðu til að leggja í kostnað við
endurgerð rafveitunnar Ljósalands
í Fáskrúðsfirði þannig að hún geti
verið til sýnis almenningi. Það er
meðal annars vegna þess að vel
varðveitt hliðstæð rafstöð er á
Reyðarfirði og áformað að rafstöð
RARIK á Eskifirði, elsta almenn-
ingsrafstöð á landinu, verði opnuð
sem sýningarstaður. GG
Fimm í frí-
stundabúðir
Fimm ungmenni úr Fjarðabyggð
fara í dag til Noregs í BaseCamp
búðir um helgina. Einn kemur
úr hverri félagsmiðstöð sveit-
arfélagsins, Jón Björgúlfsson
S t ö ð v a r f i r ð i , B r y n d í s
Hjálmarsdóttir, Fáskrúðsfirði,
Bjartur Þór Jóhannsson, Norðfirði
og Þorvaldur Guðni Sævarsson,
Eskifirði. Verkefnið er hluti af sam-
starfi Menningarráðs Austurlands
og Vesterålen. GG