Austurglugginn


Austurglugginn - 04.09.2008, Blaðsíða 9

Austurglugginn - 04.09.2008, Blaðsíða 9
 Fimmtudagur 4. september AUSTUR · GLUGGINN 9 hana. Þeir reyna að vera opnir, það eru haldnar alls konar ráðstefnur og farið yfir hluti en þeir eru ekki mjög opnir fyrir að breyta aðferðafræði sinni þó sýnt sé fram á að það sem þeir hafi sagt sé ekki alveg rétt. Það búa engir yfir heildstæðari upplýs- ingum en Hafró en þeir eru bara á einu skipi á meðan allur flotinn er í kringum þá. Það hefði verið mikið tekjutap, slæmt peningamál og kjaftshögg fyrir okkur ef loðnan hefði ekki sýnt sig. Við höfum náð betri og betri tökum á að vinna hana til manneldis og hún er orðin geysilega mikilvæg fyrir fyr- irtækið. Við reynum að sjá ákveðinn stöðugleika en ráðum ekki hvernig fiskurinn hagar sér í sjónum.“ Umhverfisverndarsinnar hafa gagnrýnt aðferðir við fiskveiðar. Íslendingar komu í veg fyrir alþjóð- legt samkomulag um bann á veiðum með botnvörpu. „Það er búið að fara með botntroll á þeim svæðum sem við veiðum á árum saman. Ég held það skipti ekki máli héðan af,“ segir Haukur um þá afstöðu. Hann lýsir hugmyndum um stór- auknar veiðar smábáta sem „draum- órum“. „Það er hægt að veiða örfáar fisktegundir á smábátum, þorsk og ýsu, ekki mikið fleiri. Það eru ágætis veiðar en það gengur aldrei að þetta séu einu veiðarnar sem séu stund- aðar. Í dag eru þetta draumórar en staðan verður kannski önnur ein- hvern tíman í framtíðinni. Þú veiðir ekki uppsjávarfiska, karfa og fleiri, við Ísland á línu.“ Kvöðin minnkar Starfsmönnum Eskju fækkaði í fyrra úr 100 í um sextíu. Þegar mest lét hélt fyrirtækið úti sex togurum en eftir eru tveir. Samhliða örri tækni- þróun hefur störfum í vinnslunni fækkað. „Við erum í samkeppni á alþjóð- legum markaði, ekki bara við fisk- vinnslur heldur alla sem framleiða matvæli. Það verður alltaf einhver fiskur sem fer úr landi en það er stærra vandamál að þeim íslend- ingum fer ört fækkandi sem vilja vinna í fiskvinnslum á Íslandi. Við höfum brugðist við því með að ráða erlent starfsfólk og tæknivæðast. Frystihúsið var talsvert mannað af útlendingum. Það kemur ekki ungt íslenskt fólk til að vinna í frystihúsi. Þú getur gleymt því. Það er eitthvað annað sem heillar og þekkingin gæti tapast. Það er ekkert vandamál að manna bræðslurnar eða skipin. Það eru hálaunastörf og marga vantar há laun.“ Á seinustu árum hefur hlutdeild sjávarútvegs í íslenska hagkerfinu minnkað. Haukur segir að árum saman hafi mikil félagsleg ábyrgð verið lögð á herðar sjávarútvegsfyr- irtækjum, ábyrgð sem þau hafi ekki endilega getað staðið undir. „Sjávarútvegurinn þurfti nánast að halda öllum landshornum uppi. Fyrirtækin urðu að hálfgerðum félagsstofnunum sem þurftu að sjá öllum fyrir vinnu. Það er í raun ávísun á dauða ef þú setur þann kross á fyrirtæki að það eigi að skapa vinnu, hvort sem grundvöllur er fyrir því eða ekki. Ríkið verður þá að borga mis- muninn en sjávarútvegurinn hefur til þessa verið sjálfbær. Fyrirtækið verður ekki rekið án fólks og ef þú vilt gott fólk verður að fórna einhverjum kostnaði til að halda því. En kvöðin á fyrirtækjunum hefur minnkað. Samgöngur hafa batnað og fólk getur sótt vinnu annað.“ Hann segir fjölbreyttara atvinnu- ástand á Austurlandi hafi linað sárs- aukann við uppsagnirnar í fyrrahaust. „Það er erfiðra að segja fólkinu upp ef maður sér ekki fram á að fólk hafi neitt að fara. Okkur varð sárt um þetta fólk því margt hafði það unnið lengi hjá fyrirtækinu. Ég held að verra ástand hefði engu breytt um þessar ákvarðanir. Annað hvort hefðum við þurft að gera þetta eða vera í vondum málum sem við gætum ekki staðið undir. Við hugsum um hag fyrirtækisins til framtíðar. Ég veit ekki hvort nokkur sem við sögðum upp hafi farið á atvinnuleysisskrá, ég held að allir sem hafi viljað fara í vinnu hafi getað það. Ég veit ekki til þess að neitt fólk hafi flust búferlum vegna þessa, sumt af erlendum starfs- mönnum er enn í húsnæði sem við útveguðum og leigjum því á sann- gjörnu verði. En ég var feginn að vita af öðrum atvinnutækifærum. Það létti manni róðurinn.“ GG „Sjávarútvegurinn þurfti nánast að halda öllum landshornum uppi. Fyrirtækin urðu að hálfgerðum félagsstofnunum sem þurftu að sjá öllum fyrir vinnu.“ Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.