Austurglugginn - 04.09.2008, Page 5
Fimmtudagur 4. september AUSTUR · GLUGGINN 5
Busavígsla Menntaskólans á
Egilsstöðum fór fram seinasta föstu-
dag. Nemendur þurftu að borða ógeðis-
graut, fara í leiki, bæjargöngu og
drullubraut.
Um áratugur er síðan hætt var að selja
busa á uppboðum í ME. Nokkrum
sinnum síðan hefur drullubrautinni
verið sleppt en hún tekin upp ári síðar
eftir mikinn þrýsting frá nemendum
á öllum árum. Umboðsmaður barna
sendi í haust bréf til framhaldsskóla
landsins þar sem hann fór fram á
aukið eftirlit og aðgát við busa-
vígslur. Yfirböðull og skólameistari
ME segja að tekið hafi verið tillit
til orða hans. Einn busi fótbrotn-
aði í vígslunni. Hann og fleiri busar
sem Austurglugginn ræddi við voru
ánægðir með busunina.
Jónas Ástþór Hafsteinsson,
Egilsstöðum, lenti illa í drullubraut-
inni með þeim afleiðingum að sprunga
kom í bein í hægri fæti hans. Hann
verður í gifsi í tvær vikur en bar sig
vel þegar Austurglugginn hitti hann á
sunnudag. „Ég vona að drullubrautin
verði aftur að ári,“ sagði hann.
Strangt eftirlit
Þorbjörn Rúnarsson, skólameist-
ari ME, sagðist ekki vilja tjá sig
um einstaka nemendur þegar
Austurglugginn spurði hann út í mál
Jónasar. „Umrætt slys varð ekki við
hættulegar aðstæður. Ég harma að
slys hafi orðið en tel ekki að nem-
endum hafi verið stefnt í vísvitandi
hættu þarna.“
Hann fór brautina sjálfur á undan
nemendum. „Brautin var eins og áður,
frekar blaut og varla fyrir hinn þétt-
vaxna skólameistara að fara. Það tókst
honum þó.“
Hann segir busunina hafa heppn-
ast ágætlega og kennarar skólans
hafi haft strangt eftirlit með henni.
Nánast engar kvartanir hafi borist og
tekið strax á þeim örfáu atriðum sem
komu upp.
„Ég á ekki von á að nein einstök tilfelli
í busun þessa árs muni hafa afdrifarík
áhrif á busun framvegis. Við leggjum
áherslu á að starfsmenn skólans haldi
áfram að vakta þessar athafnir og það,
ásamt því að skólameistari fundar
með þeim nemendum sem taka þátt,
og að skólameistari samþykkir áætlun
busunar, á að tryggja að allir nem-
endur hafi gaman af vígslunni.“
Nemendur ánægðir
Theodór Sigurðsson, yfirböðull, var
ánægður með busunina. Hann sagði
skólayfirvöld hafa lagt mikla áherslu
á að busunin yrði milduð. „Það átti að
banna öll efni og busarnir áttu ekkert
að fá að borða. Ég er mjög sáttur við
busunina og tel okkur hafa unnið gott
verk með að fara milliveginn.“
Austurglugginn hafði tal af tveimur
busum sem voru ánægðir með víg-
lsuna. Atli Ægir Guðmundsson,
Hjaltastöðum, sagði brautina hafa
verið erfiða. „Ég er mjög þreyttur
eftir hana en mér fannst þetta mjög
gaman.“
Lilja Vigfúsdóttir, Fellabæ, tók í sama
streng. „Mér fannst þetta geðveikt
gaman. Skurðirnir voru þannig að
maður þurfti nánast að synda í þeim.
Ég missti báða skóna mína í brautinni
en fann þá aftur.“
Myndir og texti: GG
Busun ME
Brautin ekki fyrir þétt-
vaxna skólameistara
Busi togaður upp úr skurðinum.
Busi skolaður á leið milli staða.
Varfærinn skólameistari í drullubrautinni.