Austurglugginn - 04.09.2008, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. september AUSTUR · GLUGGINN 7
til að klára námið vinnum við með
hársnyrtistofunum í Fjarðabyggð sem
taka þá inn og kenna þeim ákveðið
efni á móti okkur. Ég vona að við
getum þróað okkur svona í öðrum
iðngreinum og verið í samstarfi við
þau fyrirtæki sem við menntum inn í.“
Sóknarfæri í
fullorðinsfræðslu
Olga Lísa sér ýmis sóknarfæri í
auknu samstarfi skólans og atvinnu-
lífsins. „Ég sagði það um daginn að
það væri ekki í tísku að fara í iðnnám.
Það eru margir þættir sem valda en
það er okkar að breyta því ásamt fyr-
irtækjunum sem þurfa iðnmenntað
fólk. Við viljum fleiri í iðnnámið og
það er mikil eftirspurn á Austurlandi
eftir iðnmenntuðu fólki. Ég hef
nefnt það við Alcoa – Fjarðaál að
þeir styrki sína ímynd á svæðinu,
auglýsi ekki alltaf fólk með hjálma og
hlífðargleraugu. Það veitir þá hug-
mynd að menn séu alltaf drullugir
upp fyrir olnboga. Álverið er á móti
flottur hátæknivinnustaður og ein
fullkomnasta verksmiðja í heim-
inum.
Við sjáum ýmis sóknarfæri, til dæmis
með samstarfi við fullorðinsfræðslu.
Rannsóknir sýna að menntunarstig
er lægra á Austurlandi en annars
staðar á landinu. Við horfum því
til kennslu fyrir fólk sem hefur
hætt snemma í námi. Við hönnum
námskeið fyrir starfsmenn iðnfyr-
irtækja. Við þróum raunfærnimat
fyrir ómenntaða starfsmenn sem
hafa unnið lengi í sínu fagi, þekkja
og kunna ýmislegt, en hafa ekki próf.
Við staðsetjum þá svo þeir séu ekki
í endurtekningum heldur geti bætt
við sig.“
Færri nemendur
Um fimmtíu færri nemendur eru
skráðir í VA í ár miðað við upphaf
seinasta skólaárs. Olga Lísa við-
urkennir að fækkunin sé ákveðin
vonbrigði. „Við rukum í stefnu-
mótun í vor sem er enn í gangi.
Aðalframlagið í hana eru starfs-
mennirnir sjálfur. Við höfum lít-
illega breytt umsjónarkerfinu og
hert skólasóknarreglur. Við fengum
ekki þá fjölgun sem aðrir verknáms-
skólar tala um. Verkmenntaskólinn á
Akureyri hreinlega sprakk. Markmið
okkar er að fjölga nemendum. Til
þess þarf fólk í umhverfinu að gera
sér grein fyrir að hér er sannarlega
unnin góð vinna. Við erum með
afar fjölbreytt námsframboð og ég
er mest hissa á að fólk taki ekki betur
eftir því. Til viðbótar við bók- og
verknámið væri gaman að geta boðið
upp á djúpa tungumálakennslu því
tungumál eru ofboðslega mikilvæg í
nútímanum, ekki síst okkur á eyland-
inu uppi í norðrinu.
Við verðum vör við ákveðna hreyf-
ingu, að menn byrji hér en fari síðan
annað. Sumir koma aftur. Ég hleypti
heimdraganum fimmtán ára gömul
og veit að það er spennandi að fara
annað í nám. Þá var samt ekki jafn
mikið í boði.“
Auk þess að kenna íþróttir í MH var
Olga Lísa virk í starfi innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Hún hefur kennt á
námskeiðum á vegum íþróttahreyf-
ingarinnar og var varaformaður
Ungmennafélagsins Breiðabliks í
fjögur ár. Í VA er í fyrsta sinn boðið
upp á sérstakt kjörsvið fyrir afreks-
fólk í íþróttum.
„Við erum með hóp nemenda í
íþróttaakademíu. Þeir velja að vera
oftar og meira í íþróttum en hinir.
Kennslan er bæði verkleg og bókleg.
Ég vona að hópurinn eigi eftir að
draga fleiri inn í þetta form síðar.
Ég vil upplýsa nemendur um holl-
ustu og heilbrigðan lífsstíl. Við erum
nýbúin að ráða matráð og viljum að
þungavigtin af þeirri fæðu sem við
bjóðum upp á falli í þann flokk.“
Kynnum iðnnámið
Stundum hefur verið talað um að
litið sé niður á verknámsgreinar af
þeim sem farið hafi í gegnum bók-
nám. Þeir ráði kerfinu og hjá þeim
skorti skilning á þörfum verknáms-
ins.
„Þegar rætt er um fjármál, stöðuna
á NASDAQ og Dow Jones í öllum
fréttatímum verður það að einhverju
sem menn telja áhugavert sem end-
urspeglast í aðsókn í lögfræði og við-
skiptafræði og að allir bóknámshá-
skólarnir bjóða upp á þetta nám.
Kannski verðum við að fjölga iðn-
skólum og iðnbrautarskólum til að
gera iðnnámið aðgengilegra. Það er
þekking sem kemur að góðu gagni.
Ef þú horfir á þá sem fara í iðn-
skóla og síðan til dæmis tæknifræði
í háskóla hafa þeir meiri þekkingu
og betri grunn. Það er ekki þannig
að iðnmenntaðir séu lægra laun-
aðir en þeir sem hafa lokið bók-
námi eða hásólanámi, þvert á móti.
En iðnaðarmenn vinna oft langan
vinnudag.
Ég fæ í hnén þegar ég kem út á verk-
stæði. Þar fer fram flott nám. Iðnnám
er langt frá að vera annars flokks
nám. Yfirmenn í álverinu hafa sagt
mér að iðnfræðingarnir sem þeir ráða
inn séu mjög vel menntaðir.
En við tölum þetta ekki bara í gegn.
Við verðum að fylgja þessu eftir með
kynningu. Kannski opna foreldrar
ekki nægilega á þann möguleika að
iðnnám sé eftirsóknarvert.“
Drykkjan
skaðar námið
Forvarnir eru meðal áhugamála Olgu
Lísu Hún vill efla aðgerðir innan
VA. „Á borðinu fyrir framan mig er
skýrsla sem heitir „Ungt fólk 2007“
Við bíðum eftir niðurstöðum grein-
ingar yfir einstaka framhaldsskóla
um hver staðan er. Ég geri mér ekki
grein fyrir hver staðan er skólanum í
dag. Við gerðum óformlega könnun
í vor, mjög óvísindalega með örfáum
nemendum en þar fengum við vís-
bendingu um að drykkja nemenda
væri töluverð. Það var aðallega tíðnin
sem sló mig, einu sinni til tvisvar um
hverja helgi. Mér finnst það svolítið
alvarlegt.
Nemendur hér, eins og annars staðar,
vinna mikið með náminu. Það kemur
í veg fyrir að þeir hafi jafn mik-
inn tíma til að sinna heimanámi.
Þannig hafa þeir fjármagn til að fjár-
magna neysluna og eru tilbúin að
leggja ýmislegt á sig fyrir hana. Á
mánudegi eru þau sljó og ekki jafn
fersk í skólanum. Úr verður ákveð-
inn vítahringur sem hefur bein áhrif
á námið.
Mér finnst þetta mikilvægt verk-
efni, að við seinkum upphafi þess
að krakkarnir byrji að drekka. Í
grunnskólanum hefur það tekist vel.
Krakkarnir verða að finna að það
sé ekki skylda að byrja að drekka
áfengi og reykja því hinir gera það.
Við vitum að þrýstingurinn verður
oft mikill og við verðum að koma
lífsmunstri nemenda á það form
að það sé ekki skylda að taka þátt í
þessu. Að þau geti staðið í lappirnar
og sagt „nei takk – ég reyki ekki, nei
takk – ég drekk ekki.“ Til þess þarf
sterka karaktera en það verður auð-
veldara eftir því sem fleiri í hópnum
eru á þessari línu,
Ég vil sjá samvinnu með bæjarfélag-
inu, foreldrum og félagasamtökum
um heildstætt átak í forvörnum fyrir
framhaldsskólanemendur. Það þarf
samantekin ráð ef menn ætla sér í
alvörunni að bjóða upp á lífsstíl þar
sem þetta er ekki númer eitt. Það
verður að vera í boði afþreying sem
er eftirsóknarverð og maður þarf ekki
að vera fullur til að taka þátt í.“
Börnin
prógrammeruð
Olga Lísa fagnar því að vera komin
austur í dreifbýlið. „Mér finnst ynd-
islegt að hjóla í vinnuna á morgn-
ana og horfa á lygnan sjóinn,“ segir
hún. Henni finnst miður að börnin
hennar þrjú skuli ekki hafa kynnst
frelsinu sem fylgir því að alast upp
úti á landi eins og hún sjálf. „Ég fékk
hnút í magann þegar ég fór suður
eftir frí fyrir austan við tilhugsunina
um að ég tæki af börnunum mínum
þau forréttindi sem fylgja því að búa
úti á landi. Ástandið í Reykjavík er
ekkert spennandi. Það er allt njörvað
niður, allt talið í mínútum og krakk-
arnir „prógrammeruð“ frá upphafi.
Þau eru í skipulagðri dagskrá frá
fyrsta ári í leikskóla. Það verður alltaf
minna og minna um frjálsan leik og
frelsi sem ég held að börn þurfi á að
halda. Þegar tíminn er búinn er farið
í næsta prógramm.
Ég held þetta leiði til þess að fólk
verði óduglegt að næra sig sjálft. Það
bíði eftir skipunum og fyrirmælum
annars staðar frá. Það vill dagskrá og
ef það hefur hana ekki er allt í volli.
Börnin úti á landi geta meira bjargað
sér sjálf. Í borginni þurfa foreldrar að
þeytast fram og til baka í íþróttir og
tónlistarskóla.
Ég las frábæra grein í fyrravor sem
bar yfirskriftina „látið börnunum
leiðast“. Þau eru svo negld niður í
dagskrá að það er alltaf verið að gera
eitthvað. Úti á landi þarftu oftar að
finna þér eitthvað að gera. Mér fannst
ræða nýstúdentsins í vor frábær. Hún
sagði: „Við héldum að það væri allt
betra annars staðar en svo ákváðum
við að við gætum gert ýmislegt sjálf.“
Sá hópur var ofboðslega duglegur að
finna sér eitthvað að gera.“
Fyrsti píanótíminn
Sjálf finnur Olga Lísa sér ýmislegt að
gera. Viðtalinu er smeygt inn á milli
fyrsti píanótíma hennar og nem-
endaviðtals. „Það var ekkert tónlist-
arnám í boði þegar ég var krakki og
ég hef alltaf öfundað þá sem kunna
að spila á hljóðfæri. Ég sá auglýst
píanó hérna og keypti það,“ segir
hún og veit vart hvernig á að hún á
að haga sér þegar við ræðum píanó-
námið. Hún roðnar í framan, baðar
út fingrum og verður óðamála, eins
og krakki sem hefur fengið jólagjöf-
ina sem hann óskaði sér. „Ég fór í
fyrsta tímann í morgun og ég er svo
spennt – mig langar strax heim að
æfa mig.“
Hún var ráðin skólameistari til fimm
ára en hún er ekkert viss um að hún
snúi aftur í borgina. „Ég sagði vinum
mínum að vera ekki vissir um að ég
kæmi aftur. Ég er óttaleg dreifbýlis-
tútta.“
GG
„Ég fékk hnút í magann þegar ég fór suður
eftir frí fyrir austan við tilhugsunina um að
ég tæki af börnunum mínum þau forréttindi
sem fylgja því að búa úti á landi. Ástandið í
Reykjavík er ekkert spennandi. Það er allt
njörvað niður, allt talið í mínútum og krakk-
arnir „prógrammeruð“ frá upphafi.“
Mynd: GG