Austurglugginn - 04.09.2008, Page 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 4. september
Olga Lísa Garðarsdóttir tók við
starfi skólameistara Verkmenntaskóla
Austurlands í vor og er nýbyrjuð á sínu
fyrsta heila skólaári. Austurglugginn
hitti hana og ræddi við hana um
forvarnir, Verkmenntaskólann og
píanónám.
Olga Lísa er meðalhá kona, grönn
með stutt ljóst hár. Hún er kvik í
hreyfingum, enda íþróttakenn-
ari að mennt og kennt þær við
Menntaskólann við Hamrahlíð í
um tuttugu ár.
Hún fæddist á Djúpavogi í mars árið
1960. Átta ára flutti hún á Eskifjörð,
með foreldrum sínum sem búa þar
enn, en fór tíu árum síðar í íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni. Hún
hefur einnig lært félagsfræði í háskól-
anum í Stokkhólmi, ferðamálafræði
í kvöldskóla í MK og tekið áfanga í
mannauðs- og verkefnastjórnun og
leiðtoganámseið.
„Ég var búin að gera það upp við
mig að ég ætlaði að breyta til,“ segir
Olga Lísa um aðdraganda þess að
hún sótti um skólameistarastöðuna.
„Ég ætlaði að klára veturinn í MH
og henda mér svo út í djúpu laugina.
Fyrir algjöra tilviljun fékk ég létta
áskorun og frétti af starfinu í boði.
Upphaflega hló ég að hugmyndinni.
Ég hafði búið í borginni í þrjátíu ár,
leið vel þar og var ekkert á leið út
á land. Síðan jókst þrýstingurinn
og ég fór heim og bar þetta undir
sautján ára gamlan son minn sem
er kominn austur með mér. Þegar
hann tók svona vel í að flytjast út á
land hugsaði ég með mér að ég hefði
engu að tapa. Ég þekki umhverfið
vel og fannst verkefnið spennandi.
Mér hefur ekki leiðst eina mínútu
í vinnunni. Ég kom austur í byrjun
mars og leist strax vel á mig. Ég hef
aldrei séð eftir að hafa skipt um vett-
vang, aldrei velt fyrir mér hvort ég
hafi gert mistök.“
Ævintýraland í
hárgreiðsludeildinni
Olga Lísa gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum á tíma sínum í MH.
Hún var tengiliður félagslífs og
kennara, í forvarnarnefndum og
bygginganefnd íþróttahúss skólans,
sem opnað var fyrir ári. „Ég kenndi
í mörg ár úti í móa og bjó mér til
ótal áfanga svo mér leiddist ekki í
vinnunni. Eftir að ég kom hingað
hefur komið sér vel að hafa setið í
byggingarnefndinni og lært að lesa
úr teikningum,“ segir hún en unnið
er að stækkun verknámshúss VA.
„Maður vill alltaf stærra hús en við
nýtum það húsnæði sem við höfum
og fáum sem best. Við höfum verið í
brasi með ákveðinn hluta nýbygging-
arinnar sem við höfum viljað breyta
en við erum ekki búin að lenda því
máli.“
Verkmenntaskólinn býður upp á
fjórar iðnnámsbrautir og tvær bók-
námsbrautir. Hársnyrtideildin er í
bóknámshúsinu en annað iðnnám
í verknámshúsinu. „Þeir sem kenna
bóknám finnst þeir oft ekki eiga
erindi í verknámshúsið og öfugt.
Þegar kennt er í sitt hvoru hús-
inu og fimmtíu metrar eru á milli
þeirra er það ákveðin hindrun. Hluti
af verkefnum mínum hefur verið að
starfsmennirnir telji sig allir vinna
hjá sömu stofnun. Við höfum til
dæmis skipst á að halda kennara-
fundi í bóknámshúsinu og verk-
námshúsinu.
Það eru alltaf einhverjir sem setja
fyrir sig að koma yfir Oddsskarðið
en við færum verknámið ekkert.
Við höfum byggt við verknáms-
húsið í samstarf við stór iðnfyrirtæki.
Verknámsdeildir eru dýrar. Það þarf
að endurnýja tækjakost mjög títt út
af tækniþróun.“
Olga Lísa er sérstaklega hrifin af
hárgreiðsludeildinni. „Hún er ævin-
týraland. Þegar ég fæ vini mína og
fjölskyldu í heimsókn fer ég með þau
og sýni þeim hana. Þetta er eins og
á fínustu hárgreiðslustofu.“
Í ár er í fyrsta sinn kennd fimmta
önnin í hárgreiðslu við VA. „Við
kennum hana í samstarfi við
Iðnskólann í Hafnarfirði. Í staðinn
fyrir að nemendurnir þrír þurfi suður
Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari VA
„Ekki leiðst eina
mínútu í vinnunni“
„Ég fæ í hnén þegar ég kem út á verkstæði. Þar fer fram flott nám. Iðnnám er langt frá að vera annars flokks nám.“ Mynd: GG