Austurglugginn - 04.09.2008, Blaðsíða 10
10 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 4. september
Sumarhátíð UÍA fór fram á
Fljótsdalshéraði um seinustu helgi.
Ríflega þrjú hundruð þátttakendur
á ýmsum aldri voru skráðir til leiks
í sundi, golf i, fótbolta og frjálsum
íþróttum.
„Hátíðin gekk mjög vel. Okkur
var hótað rigningu alla helgina en
það var þurrt meginpartinn og hið
besta keppnisveður,“ segir Stefán
Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri
UÍA. Á milli 300-350 þátttakendur
mættu til leiks. „Það var gaman að
sjá hve margir foreldrar voru tilbúnir
að leggja á sig ferðalög til að fylgja
börnunum sínum í keppni og hve
margir sjálfboðaliðar voru reiðubúnir
að hlaupa undir bagga við fram-
kvæmd mótsins.“
Í frjálsum íþróttum fékk Daði Fannar
Sverrisson, Hetti, viðurkenningu sem
stigahæsti einstaklingurinn í flokki
14 ára og yngri. Hann varpaði kúl-
unni 11,07 metra. Í eldri flokki var
það Sveinbjörg Zophoníasdóttir,
USÚ, sem fékk stigabikarinn fyrir að
stökkva 1,60 metra í hástökki. Höttur
vann stigakeppni félaga í yngri flokki
en UMF Þristur í eldri flokki. Öll
frjálsíþróttaúrslit Sumarhátíðarinnar
má sjá á ww.fri.is
Í sundi vann Leiknir stigakeppni
félaga en úrslit sundsins verða
aðgengileg á www.uia.is. Úrslit í golfi
og knattspyrnu verða það einnig en
metþátttaka var í golfkeppninni, 19
þátttakendur. Keppt var í henni á
sumarhátíð í þriðja sinn.
Myndir og texti: GG
Sumarhátíð UÍA
Ríflega þrjú hundruð keppendur
Yngstu þátttakendur Neista stoltir með verðlaunapeninga sína.
Sundsveit Leiknis fagnar stigabikarnum.
Gaman á hliðarlínunni.
Hattarmenn fagna stigabikarnum í yngri flokki.
Kassasmíði í starfshlaupi