Austurglugginn - 04.09.2008, Blaðsíða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 4. september
Horst Müller, veitingamaður á Café
Margaret hreinsaði til á skrifborði
framkvæmdastjóra AFLs starfsgreina-
félags og lenti svo í stimpingum við
hann. Árásin verður kærð til lögreglu.
Starfsgreinafélagið segist ítrekað hafa
þurft að hafa afskipti af veitinga-
staðnum en vertinn ásakar það um
að sverta nafn sitt.
Mál Café Margretar komust fyrst
í fréttirnar haustið 2005 þegar
rætt var við starfsstúlkur þaðan í
Fréttablaðinu sem báru yfirmönnum
sínum ekki fagra söguna. Í fréttum
á vef AFLs hefur verið greint frá að
forsvarsmenn starfsgreinafélagsins
hafi aftur og aftur haft afskipti af
veitingahúsinu Þar segir að ekki hafi
verið staðið við greiðslur á launa-
tengdum gjöldum og lögbundnum
greiðslum.
Sverrir segir óánægju eiganda Café
Margretar hafa átt rætur sínar í
frétt dagblaðsins 24 stunda í sein-
ustu viku. Þar var fjallað um málefni
ónefnds veitingahúss á Austurlandi.
Mynd fylgdi með af Café Margret og
sagt að það væri veitingahúsið sem
um ræddi. Sverrir segir Horst hafa
komið inn á skrifstofu sína á mánu-
dagsmorgun með eintak af blaðinu
í hendinni. Hann hafi sópað öllum
gögnum af borði framkvæmdastjór-
ans sem hafi staðið upp til að ræða
málin og róa manninn niður og
biðja hann að fara út af skrifstof-
unni en endaði í stympingum. Skúli
Björn Gunnarsson, staðarhaldari á
Skriðuklaustri, var staddur í næstu
skrifstofu við hliðina og fór yfir til að
grípa inn í og róa mennina niður.
„Ég var á leið út þegar þetta hark og
læti heyrist, það er sópað niður úr
hillum og svo upphefjast stympingar.
Við kölluðum lík á Sidda (Sigurð
Ragnarsson). Maðurinn reif sig úr
jakkanum og kom inn til að róa
manninn (Horst) niður. Það gekk
nokkuð hratt.“
Horst Müller gat ekki tjáð sig við
Austurgluggann vegna tungumála-
örðugleika en kona hans og með-
eigandi að Café Margret, Margret
Bekemeie, segir Sverri sverta nafn
kaffihússins. „Við erum mjög reið.
Við höfðum skapað kaffihúsinu
jákvætt nafn en nú hefur það verið
svert. Við höfum staðið í skilum með
alla skatta. Það er ekkert satt af því
sem hann (Sverrir) segir um okkur.
Það er allt vitlaust. Horst ætlaði að
ræða við hann en hann sagði bara
„farðu út, farðu út“ sagði Margret.
Hún sagði þau staðráðin í að reka
kaffihúsið áfram eins og ekkert hefði
í skorist.
Forsvarsmenn AFLs segja að árásin
verði kærð til lögreglu. Einnig verði
reynt að vekja athygli yfirvalda á
brotum á réttindum starfsmanna
kaffihússins.
GG
Stympingar á skrifstofu verkalýðsfélags
Heyrðu hark og læti
Ný veiðarfæragerð
Í seinustu viku var tekin fyrsta
skóflustungan að nýbyggingu
Egersund Island á Eskfirði. Þar
á að koma upp einni tæknivædd-
ustu veiðarfæragerð landsins. Reist
verður 200 fermetra stálgrindarhús
með 11 metra háum veggjum. Þar
verður hægt að geyma 26 nætur af
stærstu gerð. Bygginguna á að taka
í notkun 1. febrúar á næsta ári.
GG
Kvikmynd á
Vesturveggnum
Á laugardag var frumsýnd á
Vesturvegg Skaftfells á Seyðisfirði
kvikmyndin „Passing by –
Seyðisfjörður“ eftir listamanninn
Darri Lorenzen. Tónlistin í mynd-
inni er eftir Evil Madness. Myndin
verður sýnd út árið á skjá í einni af
hillum bókasafns Skaftfells. Fram
á laugardag er hún einnig aðgengi-
leg á netinu á www.projectgentili.
com/passing_by.html. Sýningin er
sú síðasta í sýningarröðinni Sjón-
heyrn. Um helgina er seinasta
sýningarhelgi sýningarinnar „Hið
eilífa augnablik“ í Skaftfelli.
GG
Fyrirlestur um
fordóma
Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðju-
þjálfi og dósent við Háskólann á
Akureyri, heldur miðvikudaginn
10. september fyrirlesturinn „Að
miða án þess að sjá og hitta samt“.
Fyrirlesturinn fjallar meðal ann-
ars um fordóma, hvaða tækifæri
eru fyrir fólk með geðraskanir í
einkalífi og starfi. Elín Ebba hefur
starfað við geðheilbrigðisþjón-
ustuna í tæp 30 ár og tekið þátt í
fjölmörgum samstarfsverkefnum,
mörg þeirra hafa vakið sérstaka
athygli og leitt til viðurkenninga.
Hún hefur líka haldið fjöldan allan
af erindum og námskeiðum ásamt
kennslu. Fyrirlesturinn verður hald-
inn í sal Þekkingarnets Austurlands
á Vonarlandi á Egilsstöðum.
GG
Ættingjar og vinir Hrafnkels A.
Jónssonar, sem lést um aldur fram
í fyrra, ætla að gefa út bók til minn-
ingar um hann sem ber nafnið þræðir.
Í tilkynningu frá Bókaútgáfunni
Hólum, sem hefur yfirumsjón með
útgáfunni, segir að heitið vísi til lífs-
ferils Hrafnkels sem hafi verið sam-
ofinn úr ótrúlega mörgum og ólíkum
þáttum. Í bókinni verður ævisaga
hans rakin í máli og myndum, starfs-
ferlinum gerð góð skil og ennfremur
birtar þær fræðigreinar sem hann
ritaði og birtust í ýmsum tímaritum
og bókum. Ritstjórar bókarinnar eru
þeir Ragnar Ingi Aðalsteinsson og
Smári Geirsson.
Þessa dagana er verið að safna áskrif-
endum að bókinni. Á áskriftartilboði
kostar hún kr. 5.780- með sending-
argjaldi. Greiða þarf áskriftargjaldið
fyrirfram og síðan verður bókin send
viðkomandi um leið og hún kemur
út í nóvemberbyrjun. Nöfn þeirra
sem gerast áskrifendur að bókinni
verða birt á sérstökum minning-
arlista (nema annars sé óskað) sem
verður fremst í henni og er það von
þeirra sem að ritinu standa að hann
verði sem lengstur og glæsilegastur.
Þeir sem vilja gerast áskrifendur að
bókinni eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við útgefandann,
Bókaútgáfuna Hóla, gegnum net-
fangið holar@simnet.is eða í síma
587- 2619.
Sverrir á skrifstofu sinni eftir árásina á mánudagsmorgun. Mynd: GG
Þræðir Hrafnkels
Í desember í fyrra veitti sveitarstjórn
Breiðdalshrepps fyrirtækinu und-
anþágu frá löndunarskyldu en setti
það skilyrði að Fossvík sýndi fram
á kaup sín á mörkuðum og jafn-
framt að byggðakvóti yrði hvorki
leigður né seldur. Hann yrði unninn
í heimabyggð.
„Eftir þetta var yfir helmingur
byggðakvótans leigður í burtu
og við það eru menn ekki sáttir.
Grunnhugmyndin hlýtur að vera
sú að byggðakvótinn sé unninn og
veiddur í byggðalaginu,“ segir Páll
Baldursson, sveitarstjóri. „Menn gera
ekki svona að gamni sínu. Þetta er
ekki hugsað honum til höfuðs en
menn eru ekki sáttir með hvernig
farið var með byggðakvótann sem
hann hefur fengið 90-100% af.“
Nýtt fyrirtæki, Festarhald, tekur við
hluta af rekstri Fossvíkur. Verið er
að ganga frá málum í tengslum við
starfsmenn og vélar. „Við yfirtökum
þetta hægt og rólega. Það er verið
að leysa starfsmannamál og ýmis
fleiri mál,“ segir Sigurjón Bjarnason
sem er í forsvari fyrir Festarhald.
„Við ætlum að framleiða fiskrétti
sem Fossvík hefur framleitt. Það
hefur verið vinsæl og góð vara og
vélarnar eru ágætar. Okkur langar
að vita hvort ekki sé hægt að halda
áfram þeim rekstri en næstu mán-
uðir skera úr um það.“
GG
Framhald af forsíðu
Uppsagnir hjá Fossvík