Austurglugginn


Austurglugginn - 04.09.2008, Page 11

Austurglugginn - 04.09.2008, Page 11
 Fimmtudagur 4. september AUSTUR · GLUGGINN 11 Heimir Þorsteinsson verður þriðji maðurinn til að þjálfa karlalið Fjarðabyggðar í sumar eftir að David Hannah hætti. Hannah tók við í lok júlí af Magna Fannberg sem var rekinn. Seinasti leikur Hannah var 3-0 ósigur gegn Stjörnunni á laugardag. Hann samdi við Fjarðabyggð í lok maí en fékk ekki leikheimild með liðinu fyrr en 15. júlí. Honum var boðið starf í Skotlandi sem hann þáði. Elvar Jónsson, aðstoðarmaður Hannah, hættir einnig en verður áfram í stjórn félagsins. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær segir að ljóst hafi verið að hann gæti ekki klárað tíma- bilið vegna annarra skuldbindinga. Heimir Þorsteinsson hefur stýrt lið- inu af bekknum í seinustu tveimur leikjum. Hann þjálfaði liðið ásamt Elvari árin 2004 þegar það fór upp úr þriðju deild og festi sig í sessi í annarri deild. Markahrókurinn reynslumikli, Vilberg Marinó Jónasson, verður aðstoðarmaður Heimis. Fjarðabyggð tekur á móti Víking Ólafsvík á Eskifirði á laug- ardag klukkan 14:00. GG ÍR skellti Hetti samanlagt 9-0 í undanúrslitum 1. deildar kvenna í knatt- spyrnu. ÍR vann fyrri leikinn á Vilhjálmsvelli á laugardag 0-3. Staðan í hálf- leik var 0-0 en í stöðunni 0-1 meiddist markvörður Hattar, Helga Kristjana Geirsdóttir og þurfti að fara af velli. ÍR-ingar gengu á lagið og skoruðu tvö mörk til viðbótar. Þeir burstuðu Hött síðan 6-0 í seinni leiknum í Breiðholti á þriðjudagskvöld. GG Tímabilinu hjá austf irsku liðunum í þriðju deild karla lauk snarlega á þriðjudagskvöld þegar Sindri og Huginn féllu bæði úr leik í 8 liða úrslitum deild- arinnar. Huginn féll samanlagt 3-2 úr leik fyrir Skallagrími. Birgir Hákon Jóhannsson skoraði bæði mörk Hugins sem tapaði seinni leiknum í Borgarnesi 2-1 en fyrri leiknum á Seyðisfirði lauk með 1-1 jafntefli. David Venn fékk rauða spjaldið á lokamínútu leiksins í Borgarnesi. Leikir Sindra og Knattspyrnufélags Vesturbæjar urðu skrautlegir. Í báðum komust KV-menn yfir á fyrstu mín- útunni. Í fyrri leiknum í Vesturbænum komust Sindra menn yfir fyrir hlé með mörkum Kristins Þórs Guðlaugssonar og Tadej Venta en fengu á sig jöfn- unarmark tólf mínútum fyrir leiks- lok. Staða þeirra var öllu ljótari í seinni leiknum á Hornafirði. Eftir 25 mínútur voru þeir 0-3 undir en þrjú mörk Kristins Þórs á fimm mínútum jöfnuðu leikinn. Gestirnir komust yfir kortéri fyrir leikslok og fjórum mínútum fyrir leikslok var Halldóri Steinari Kristjánssyni, leik- manni Sindra, vísað af leikvelli. Seval Zahirovic jafnaði leikinn í 4-4 í upp- bótartíma með marki úr vítaspyrnu en Vesturbæingar komust áfram í undanúrslit á mörkum skoruðum á útivelli. Fyrsta tímabili Spyrnis í Íslandsmótinu lauk á Fellavelli á föstudagskvöld með 2-2 jafntefli við Dalvík/Reyni. Gestirnir komust tvisvar yfir en Njáll Reynisson og Matthías Baldur Auðunsson jöfn- uðu fyrir Spyrni. Þeir voru manni fleiri allan seinni hálfleik. Oliver Bjarki Ingvarsson, þjálfari Spyrnis, var sáttur við fyrsta tímabil félagsins þó það lenti í neðsta sæti D riðils. „Liðið hefur lært mikið í sumar. Það hefur spilað vel í öllum heima- leikjunum og staðið uppi í hárinu á öllum mótherjum sínum þar. Við höfum fengið nokkra skelli í úti- leikjum. Þar er bæði um að kenna reynsluleysi og að við höfum ekki getað stillt upp okkar besta liði. Þú sérð hversu miklum framförum þessir ungu strákar hafa tekið. Besta dæmið er Elvar (Þór Ægisson) sem fór til Hattar. Ég vona að liðið haldi áfram og auglýsi eftir áhugasömum ein- staklingum sem vilja taka við starf- inu,“ sagði Oliver sem stefnir að því að snúa aftur í mark Hattar næsta sumar, en hann gat ekki spilað í sumar eftir að hafa slitið krossbönd í vetur. „Í markinu get ég öskrað eins mikið og ég vil án þess að fá spjöld,“ segir hann brosandi. GG Höttur dróst á ný inn í hringiðju fall- baráttu 2. deildar karla í knattspyrnu þegar liðið tapaði fyrir Gróttu, 0-1 á Vilhjálmsvelli. Sigurvin Ólafsson skor- aði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru til leiksloka. Njáll Eiðsson var ekki ósáttur við spilamennsku Hattar en sagði dýr- mætt stig hafa tapast. „Mér fannst jafnræði með liðunum. Við vorum kannski betra liðið og meira með boltann en þeir beittari.“ Hann sagði Hattarmenn alfarið geta kennt sér um vítið. „Við fáum á okkur þetta víti vegna byrjenda- mistaka. Við þurftum ekkert að brjóta á manninum.“ Höttur hefur 22 stig í 6. sæti, fimm stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við höfum sog- ast hægt og bítandi niður í fallbar- áttuna og eigum ekki létta leiki eftir. Ég talað um það fyrir leikinn að ef við ynnum þennan leik værum við sloppnir og staða okkar hefði ekki verið slæm ef við hefðum fengið stig. En við eigum eftir tvo útileiki og heimaleik við efsta liðið. Við verðum að gera betur í þessum leikjum.“ Höttur heimsækir Hvöt á sunnudag. 3. deild Tímabilinu er lokið Reynslunni ríkari. Leikmenn Spyrnis fagna marki Matthíasar. Mynd: GG 2. deild karla Klaufavíti kostaði stig Björgvin Karl Gunnarsson ofar leikmanni Gróttu. Það skilaði litlu þegar upp var staðið. Mynd: GG 1. deild kvenna Hetti skellt David Hannah staldraði stutt við hjá Fjarðabyggð. Mynd: GG 1. deild karla Aftur skipt um þjálfara

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.