Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 2
Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigum við rétt til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samninginn en til að hann öðlist alvöru merkingu fyrir líf og réttindi okkar, þeirra tugþúsunda sem hann snertir, þarf að lögfesta hann. Af því er bara ekkert að frétta. Þetta er í raun mjög einfalt og bara spurning um sjálfsögð réttindi eins og sjá má hér: JAFNRÉTTI SAMFÉLAG LAGALEG VERND Öll eiga rétt til lífs, eru jöfn fyrir lögum og eiga rétt á jafnri vernd og jöfnum hag. FERLIMÁL Gera skal fötluðu fólki kleift að fara allra sinna ferða eftir því sem frekast er unnt, með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það kýs. SAMFÉLAGS- ÞÁTTTAKA Öll eiga rétt á að lifa sjálfstæðu lífi með fullri og virkri þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. SJÁLFRÆÐI Fatlað fólk á rétt á að ráða sínu lífi og taka eigin ákvarðanir. Tryggja skal því aðgengi og stuðning til að fara með sín mál. AÐGENGI Tryggja skal aðgengi fatlaðs fólks að samgöngum, manngerðu umhverfi, tækni, samskiptum og upplýsingum. STJÓRNMÁL Fatlað fólk á rétt til virkrar þátttöku í stjórnmálum og opinberu lífi, beint eða með stuðningi. Fatlað fólk á rétt á að kjósa og vera kosið. Tryggja þarf aðgengi að stjórnmálaþátttöku og upplýsingum. FRELSI Frelsi fólks má ekki takmarka vegna fötlunar. MENNINGARLÍF Fatlað fólk skal hafa aðgang að menningarlífi, tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi til jafns við aðra. Tryggja þarf að fatlað fólk njóti aðgengis að sjónvarpsefni, kvikmyndum, leikhúsi og öðrum menningarviðburðum og að þeim stöðum þar sem slíkt fer fram. TJÁNING Tryggja skal rétt fatlaðs fólks til tjáningar- og skoðanafrelsis með viðeigandi ráðstöfunum. SJÁLFSÖGÐ RÉTTINDI réttindasamtök VIRKNI FÉLAGSLEG VERND FJÖLSKYLDAN DAGLEGT LÍF Fatlað fólk á rétt á aðstoð á eigin forsendum til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi og í samfélaginu. ÞJÁLFUN OG ENDURHÆFING Tryggja skal fötluðu fólki þjálfun og endurhæfingu svo fljótt sem auðið er til að stuðla að sjálfstæði þess og samfélagsþátttöku. LÍFSKJÖR Fatlað fólk á rétt á viðunandi lífskjörum og sífellt batnandi lífsskilyrðum til jafns við aðra. FJÖLSKYLDULÍF Fatlað fólk á rétt til að ganga í hjónaband, stofna fjölskyldu, sinna foreldra- hlutverki og halda frjósemi sinni til jafns við aðra. STUÐNINGUR Fatlað fólk á rétt á aðstoð sem tryggir sjálfstæði, heilbrigði, félagsfærni og samfélagsþátttöku. BÚSETA Fatlað fólk á rétt á að velja og ákveða hvar það býr og með hverjum. ATVINNA Fatlað fólk hefur jafnan rétt og aðrir til atvinnu. Ekki má mismuna fólki á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar. HEILSA Fatlað fólk á rétt á heilbrigðis- þjónustu til jafns við aðra. Tryggja þarf að fatlað fólk hafi aðgang að þeirri heilbrigðis- þjónustu sem það þarfnast. FÖTLUÐ BÖRN Fötluð börn skulu njóta sömu réttinda og grundvallarfrelsis til jafns við önnur börn. Hagsmunir þeirra skulu ávallt hafðir að leiðarljósi og vilji þeirra virtur. HJÁLPARTÆKI Auðvelda skal aðgang fatlaðs fólks að hjálpartækjum. FJÁRMÁL Fatlað fólk á rétt til að eiga og erfa eignir og stjórna fjármálum sínum til jafns við aðra. MENNTUN Fatlað fólk á rétt til menntunar á öllum skólastigum án aðgreiningar. SJÁLFSTÆTT LÍF SJÁLFS RÉTTINDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.