Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 18
Allt frá fyrstu lögum um náttúru­ hamfaratryggingar hér á landi, þ.e. lög nr. 52/1975 um Viðlaga trygg­ ingu Íslands, hefur sérstaklega verið tekið fram að slíkar tryggingar bæti ekki tjón af völdum ofviðra. Í greinargerð með þeim lögum segir m.a. að yrðu ofviðri skilgreind sem náttúru hamfarir „mundi það fjölga mjög bótaskyldum atburðum og auka umsvif stofnunarinnar, auk þess sem afar erfitt er að skilgreina hugtakið ofviðri“. Af þessu sést að rökin gegn því að skilgreina ofviðri sem náttúruham­ farir á þessum tíma voru þau, að slíkt myndi kalla á aukna starfsemi Við­ lagatryggingar auk þess sem ofviðri væru illa skilgreind fyrirbæri. Þegar þessi lög voru endurskoðuð 1992 var það sama upp á teningnum, að tjón af völdum vinds félli ekki undir bótaskyldu hjá Viðlagatryggingu Íslands. Og við enn ítarlegri endur­ skoðun laganna 2018 og nafnbreyt­ ingu stofnunarinnar virðist ekki hafa komið til álita að breyta þessu. Afstaða Veðurstofu Íslands Lögin frá 1975 voru sett í fram­ haldi af eldgosinu í Heimaey 1973 og snjóflóðinu í Neskaupstað 1974 en báðir atburðir ollu gríðarmiklu eignatjóni, einkum eldgosið. Mér er kunnugt um að veðurstofustjóri á þessum tíma taldi það undrum sæta og mótmælti því að þessi nýja Viðlagatrygging ætti ekki að bæta tjón af völdum ofviðra sem væru þó helsti tjón­ og slysavaldur á Íslandi. Má í því sambandi nefna að slysfarir á sjó sem oftast stafa af ofviðrum höfðu á þessum tíma krafist á fjórða þúsund mannslífa hér við land frá aldamótunum 1900 auk allra mann­ skaða og tjóna á eignum og mann­ virkjum á landi á sama tíma. Ég þekki ekki hvort umsagnar var leitað hjá Veðurstofunni við breytingarnar sem gerðar voru á lögunum 1992 og 2018 en ljóst er að löggjafinn hefur í hvorugt skiptið talið ástæðu til að breyta skilgrein­ ingunni á náttúru ham förum. Hvað eru náttúruhamfarir? Í fyrrnefndum lögum eru eftirtalin fyrirbæri skilgreind sem náttúru­ hamfarir: Eldgos, jarðskjálftar, skriðuföll, snjóf lóð og vatnsf lóð. Með svipuðum hætti og sagt er í fyrrnefndri greinargerð með lög­ unum frá 1975 um ofviðri, má segja að erfitt geti verið að skilgreina þessi hamfarahugtök. Í mínum huga eru ekki öll eld­ gos náttúruhamfarir, ekki heldur allir jarðskjálftar né öll skriðuföll, snjóflóð og vatnsflóð. Mestur hluti þessara fyrirbæra veldur ekki beinu tjóni á mannvirkjum eða öðrum eignum fremur en að nokkuð hvass vindur er oftast ekki tjónvaldur. Allir þessir atburðir verða hins vegar að náttúruhamförum þegar þeir ná þeim styrk eða aðstæðum að valda manntjóni, eignatjóni eða tjóni á margs konar mannvirkjum og ýmsum innviðum samfélagsins. Það á einnig við um vindinn sér­ staklega þegar styrkur hans fer yfir það sem mannvirki, ýmsir eignar­ hlutir og innviðir samfélagsins almennt þola. Hamfaraofviðri Í dag er vindhraði mældur sem meðal vindhraði í 10 mínútur og hviður upp á fáar sekúndur á hundruðum veðurstöðva um allt land. Engin rök eru lengur fyrir því að erfitt sé að skilgreina hugtakið ofviðri eins og kannski var fyrir meira en hálfri öld þegar vindmæl­ ar voru einungis á örfáum stöðum á landinu og vindhviður sem eru aðaltjónvaldurinn almennt ekki mældar. Að mati undirritaðs leikur ekki vafi á því að ofviðrið sem gekk yfir landið austanvert helgina 24.–25. september sl. voru víðtækar náttúruhamfarir. Þegar hús og ýmis mannvirki eyðileggjast eða laskast verulega, bátar brotna í höfnum, tré brotna eins og eldspýtur eða rifna upp með rótum og fjöldaeyðilegg­ ing verður á bifreiðum vegna grjót­ foks auk þess sem innviðir eins og veitukerfi springa og rafkerfi heilu landshlutanna slær út um lengri eða skemmri tíma, eru það sannarlega náttúruhamfarir. Svipað má raunar segja um ofviðrið sem gerði norðanlands 10.–12. desember 2019 en þá bættist fannfergi og ísing við veðurhæðina. Hvorutveggja voru þessi veður með vindstyrk sem jafna má við 4. stigs fellibyl, hliðstæðan þeim sem gekk yfir Kúbu og Flórída fyrir skömmu. Fráleitt er að náttúruhamfaratrygg­ ing nái ekki yfir margs konar stór­ tjón við slíka atburði. Lokaorð Hér með er skorað á stjórnvöld að endurskoða sem fyrst lögin um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Auk þess að skilgreina ofviðri sem náttúruhamfarir þarf líka að endur­ skoða þá breytingu sem gerð var á lögunum 2018 að fella út sérfræði­ lega aðkomu Veðurstofu Íslands að svokallaðri úrskurðarnefnd nátt­ úruhamfaratryggingar, sbr. 19. gr. laganna. Hafa má í huga að Veður­ stofan vaktar í reynd allar tegundir náttúrvár á Íslandi og varar við þeim þegar þannig vill verkast. Slíkt samþætt fyrirkomulag á sér senni­ lega ekki hliðstæðu í heiminum. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að fulltrúi þessarar stofnunar komi ekki að úrskurðarnefndinni eins og reyndin hafði verið í eldri lögum allt frá 1992. n Eru fárviðri náttúruhamfarir? Undirritaður hefur verið fjarri góðu íslenzku gamni, á ferð í landi feðra sinna, í hvíld frá þjóðfélagsumræðu á eyjunni góðu norður í Dumbshafi. Hafa því þeir, sem nennt hafa að lesa pistla hans, notið hvíldar og friðar líka. Blessun fyrir þá. En forvitnin er sterkt afl, og hefur höfundur skellt sér, annað slagið, inn á íslenzk greinarskrif. Ekki fóru þar fram hjá honum greinar kandídatsins til formennsku í Samfylkingunni, en hagur fylk­ ingarinnar er undirrituðum hjart­ ans mál, „Samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana“ á Vísi 21. september og „Sigurvegarar og taparar í boði ríkisstjórnar Íslands“ hér 28. september. Hér þarf sitthvað að skoða, en Hvalrekar vegna stríðs og verðbólgu – orð sem orka tvímælis málf lutningur kandídatsins þarf að vera réttur og góður, ef hún á að verða formaður af viti. Hugsun kandídatsins er góð, og vilji góður, stuðningur við þá, sem verst eru settir vegna verðbólgu og vaxtahækkana, tek undir slíka við­ leitni, en leiðin að markinu stenzt illa. Kandídatinn talar um „hvalreka vegna stríðs og verðbólgu“, sem hún vill svo skattleggja og færa féð til nefndra góðra þarfa. Hún talar líka um, að „komið verði í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar til fjármagnstekna“, og, svo um þörfina á leigubremsu á leigumarkaði. Fyrst verður að spyrja, hvar er hvalrekinn vegna stríðs og verð­ bólgu? Fyrir undirrituðum blasa mest við kostnaðarhækkanir, vaxta­ hækkanir, fyrir alla, samdráttur og verðmætafall í stórum stíl. Stórfellt tap. Þegar lausna skal leita, verður að byggja á því, sem er, ekki á því, sem var. Ekki verður snjókarl gerður úr snjóum frá í fyrra. Kandídatinn talar um, að fjár­ magnstekjur hafi hækkað mikið í fyrra, og, að þarft væri og rétt að mjólka nú fjármagnseigendur vel, en hugsar ekki til þess, að í ár hafa orðið gífurleg töp á fjármagnsmark­ aði, mestur eða allur gróðinn frá í fyrra er löngu genginn til baka, og sums staðar eru afkomumál manna og fyrirtækja í hers höndum. Ef litið er á hlutabréfamarkaðinn, en f lest helztu fyrirtæki landsins eru þar, og verðgildi hlutabréfa skoðuð, annars vegar við upphaf Úkraínustríðsins, og hins vegar nú, blasir þetta við: Hlutabréf langstærta fyrirtækis landsins, Marel, sem hafði verð­ gildi upp á kr. 784,00/hlut, er nú, 3. október, kr. 442,00. Verðfall 44%! Helztu sjávarútvegsfyrirtækin áttu að hafa notið hvalreka stríðs­ ins, og áttu að geta lagt drjúgan pening til. Eitt allra stærsta og bezta fyrirtækið, Brim, lafir samt rétt í óbreyttu hlutabréfaverðgildi; var kr. 82,50, er kr. 83,00. Annað helzta fyrirtækið á fiskveiðimarkaði, Ice­ land Seafood, var, hins vegar, á kr. 16,10, en er fallið í kr. 7,40. Hrikalegt tap, 54%. Varla verða vaxtabætur greiddar með því, eða barnabætur styrktar. Ef litið er til helztu f lutnings­ fyrirtækjanna, en einmitt þau áttu að hafa grætt feykilega á Covid og stríði, þá var Eimskip í kr. 540,00, og er nú í kr. 486,00. Icelandair var í kr. 2,17, og er nú kr. 1,69. Bara í september féll verðgildi hlutabréfa hér um 260 milljarða. Hugmyndir formannskandídats um hvalreka fjárfesta eru því rang­ hugmyndir. Varðandi „undanskot“, eins og kandídatinn nefnir það, þar sem launatekjur eru taldar fram sem fjármagnstekjur, og slík „undan­ skot“ eiga að nema 3­8 milljörðum á ári, þetta: Það er og verður mikilvægt verk­ efni skattyfirvalda og skatteftirlits, að vaka yfir því og tryggja, að rétt sé talið fram. Til þessa hafa þau mikið frjálsar hendur. Ef kandídatinn hefur einhver góð ráð að gefa þeim, má hún gjarnan gera það, en skatt­ eftirlit er vart mál ríkisstjórnar eða Alþingis. Hér er líka varasamt að tala um „undanskot“, ef skattyfirvöld sam­ þykkja framtöl, og tal um að 3­8 milljarðar tapist stenzt ekki, allra sízt hjá hámenntuðum hagfræð­ ingi. Ef talað er um fjármuni og stærðir þeirra, verða menn að vera nákvæmari, til að talið geti talizt marktækt: T.a.m. 3­4 milljarðar, eða 7­8 milljarðar. Tal um 3­8 milljarða bendir til þekkingarskorts. Varðandi leigubremsu, þá mætti líka hugleiða hámarksgjald á fer­ metraverði íbúða við sölu. Þetta þýddi auðvitað, að ríkið færi af fullum krafti inn á nú frjálsan hús­ næðismarkaðinn, og festi þar allt og negldi. Svipti hann frelsi. Vilja Íslendingar taka upp og búa við slíka ráðstjórn!? Hugsaði kandídatinn kannske líka út í það, að, ef ríkið læsti klónum í fasteigna­ markaðinn, mynda það flæma fjár­ festa frá þeim markaði og stórdraga úr nauðsynlegum fjárfestingum í byggingarframkvæmdum. Ég hef sagt það áður, og segi það enn, að ég tel tíma kandídatsins ekki kominn, og get bara skorað á Dag B. Eggertsson, og það í nafni allra, sem vilja nýja og öfluga ríkis­ stjórn Evrópu­, frjálslyndis­ og framfarasinna, þar sem Samfylking, Viðreisn og Píratar myndu mynda hryggjarstykkið, að endurskoða afstöðu sína til formannsframboðs; henda sér í það! n Magnús Jónsson fyrrverandi veðurstofustjóri Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndunar­ sinni Þegar lausna skal leita, verður að byggja á því, sem er, ekki á því, sem var. Ekki verður snjó- karl gerður úr snjóum frá í fyrra. Í mínum huga eru ekki öll eldgos náttúru- hamfarir, ekki heldur allir jarðskjálftar né öll skriðuföll, snjóflóð og vatnsflóð. 29. sep - 8. okt Barnadagar Fjarðarkaupa r ð Frábær verð 16 Skoðun 6. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.