Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 20
Fyrirspurnirnar um
miða á leikinn hafa
verið margar og ég
reyndi nú að redda
mínum nánustu
miðum.
Alfons Sampsted
helgifannar@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Finnur Freyr Stef-
ánsson, þjálfari karlaliðs Vals í
Subway-deild karla í körfuknatt-
leik, er brattur fyrir komandi leik-
tíð en býst við að hún verði ansi
krefjandi.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Liðið vann titilinn í fyrsta sinn í
næstum fjóra áratugi í vor, eftir
æsispennandi úrslitaeinvígi við
Tindastól. Liðið hefur leik í deild-
inni annað kvöld, þegar Stjarnan
kemur í heimsókn.
„Þetta leggst vel í mig. Við eigum
góðar minningar frá síðasta tíma-
bili og hlökkum bara til að takast á
við verkefni vetrarins,“ segir Finnur
við Fréttablaðið.
Stöðugleiki er markmiðið
Valur varð meistari meistaranna
með sigri á Stjörnunni á dögunum,
þrátt fyrir að nokkra lykilmenn
vantaði.
„Stemningin í hópnum er góð.
Þetta var upp og niður á undir-
búningstímabilinu, en hópurinn
er flottur og samheldinn. Þó svo að
við höfum misst stór púsl úr honum
finnur maður að þeir sem eftir eru
hafa náð að viðhalda þessari menn-
ingu sem við náðum að skapa í
fyrra.“
Valur er nýtt stórveldi í körfu-
boltanum hér á landi. Hvernig leggst
titilvörnin í Finn?
„Ég hef aldrei litið á það þann-
ig að maður verji titil, maður þarf
alltaf að sækja hann. Deildin er
gríðarlega sterk í ár, mörg góð lið.
Við einbeitum okkur við að halda
áfram að byggja upp körfuboltann
hér á Hlíðarenda og reyna að koma
þessu félagi fyrir sem einu af topp
sex liðunum í íslenskum körfubolta.
Við viljum búa til einhvern stöðug-
leika, halda honum og vera að eltast
við toppinn.“
Fyllir ekki skarð Pavels
Pavel Ermolinskij yfirgaf herbúðir
Vals eftir síðustu leiktíð. Í gær til-
kynnti hann svo að körfubolta-
ferlinum sem leikmaður væri lokið.
Hann varð alls átta sinnum Íslands-
meistari á ferlinum, sjö sinnum með
KR og svo með Val í vor.
„Það er ómögulegt að fylla skarðið
hans Pavels. Hann er stórkostlegur
leikmaður, stórkostleg manneskja.
Hann kemur með hluti sem eru
einstakir, bæði inni í klefanum og
þjálfarateyminu í fyrra. Þú fyllir
ekki hans skarð en reynir kannski
að finna aðrar leiðir,“ segir Finnur,
sem á vart til orðin til að lýsa
aðdáun sinni á Pavel.
„Ég er fyrst og fremst gríðarlega
þakklátur yfir að fá að hafa unnið
með honum svona lengi og maður er
hálf meyr að hugsa til þess að ferill
líklega besta leikmanns Íslands-
mótsins í körfubolta sé á enda. En
mig grunar að hann eigi eftir að
koma nálægt körfunni eitthvað
áfram, það verður bara gaman að
sjá í hvaða mynd það verður,“ segir
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari
Vals. n
Vilja festa sig í sessi sem eitt af bestu liðum landsins
Maður er hálfmeyr að
hugsa til þess að ferill
líklega besta leik-
manns Íslandsmótsins
í körfubolta sé á enda.
Finnur Freyr
Stefánsson,
þjálfari karlaliðs
Vals
18 Íþróttir 6. október 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 6. október 2022 FIMMTUDAGUR
Margir af nánustu aðstand-
endum íslenska knattspyrnu-
mannsins Alfonsar Sampsted
verða á Emirates-leikvang-
inum í Lundúnum í kvöld
og verða vitni að því þegar
einn af draumum hans rætist.
Bodø/Glimt reynir enn og
aftur fyrir sér á stóra sviðinu.
Skytturnar í Arsenal bíða.
aron@frettabladid.is
FÓTBOLTI Það hefur gengið vel í
Evrópukeppnum hjá Alfons og
liðsfélögum hans í norska úrvals-
deildarfélaginu Bodø/Glimt und-
anfarið. Liðið komst alla leið í átta
liða úrslit Sambandsdeildar UEFA
á síðasta tímabili þar sem nokkur
risastór knattspyrnulið í Evrópu
lágu í valnum.
Þá er liðið taplaust í riðlakeppni
Evrópudeildarinnar hingað til en
þar er Bodø/Glimt í riðli með PSV
Eindhoven frá Hollandi, FC Zürich
frá Sviss og stórliði Arsenal frá Eng-
landi.
„Við höfum átt tvo mjög f lotta
f y rstu leik i í r iðlakeppninni
hingað til,“ segir Alfons við Frétta-
blaðið. „Náðum til að mynda í stig
á erfiðum útivelli gegn PSV í fyrstu
umferðinni og erum í raun óheppn-
ir að hafa ekki náð að ræna sigrinum
þar í uppbótatíma.
Svo í leiknum gegn FC Zürich
stjórnuðum við ferðinni algjörlega
frá A til Ö og aldrei nein raunveruleg
hætta á að þeir færu með eitthvað til
baka heim til Sviss.“
Skytturnar bíða
Næsta verkefni er risavaxið en í
kvöld mætir Alfons ásamt liðs-
félögum sínum á Emirates-leik-
vanginn í Lundúnum þar sem
andstæðingurinn verður enska
úrvalsdeildarfélagið Arsenal sem
hefur farið afskaplega vel af stað á
yfirstandandi tímabili.
„Eins og staðan er núna situr
Arsenal í fyrsta sæti ensku úrvals-
deildarinnar. Við höfum verið að
skoða klippur úr leikjum liðsins og
maður hefur síðan sjálfur í gegnum
tíðina náttúrulega séð milljón
klippur fá leikjum liðsins í ensku
úrvalsdeildinni.
Þetta er lið sem vill halda í
boltann, þeir eru duglegir að láta
andstæðinginn hlaupa og hafa á
að skipa leikmönnum á mjög háu
gæðastigi.
Í grunninn býst maður bara
við leik þar sem þeir munu lík-
lega stjórna ferðinni en það þýðir
samt ekki að við þurfum að kasta
okkar gildum út um gluggann. Við
munum alltaf reyna að vera við
sjálfir.
Draumur að rætast
Alfons, sem hefur verið stuðnings-
maður Chelsea í ensku úrvalsdeild-
inni, bendir réttilega á gífurlegar
vinsældir deildarinnar hér heima
fyrir líkt og raunin er víða um heim.
Hvernig er það þá fyrir hann sem
leikmann að stíga á stóra sviðið gegn
jafn þekktu félagi og Arsenal?
„Frá því að maður var lítill
hefur maður horft á ensku úrvals-
deildina og dreymt um að spila þar
einn daginn. Nú er ég ekki að fara
hefðbundnustu leiðina að því að
spila við Arsenal á Emirates-leik-
vanginum en óneitanlega er þarna
draumur að fara rætast.
Þetta eru leikirnir sem maður
vill spila og er spenntastur fyrir.
Fyrir mig sem Íslending sem hefur
átt þennan draum lengi og horfir
mikið á enska boltann er þetta ótrú-
lega spennandi.“
Ættingjar æstir í miða
Það verður algjör Íslendingaveisla á
Emirates-leikvanginum í kvöld þar
sem nánustu ættingjar og vinir Alf-
onsar ætla ekki að láta leikinn fram
hjá sér fara.
„Fyrirspurnirnar um miða á
leikinn hafa verið margar og ég
reyndi nú að redda mínum nánustu
miðum. Ég held að í heildina hafi
þetta verið um þrjátíu miðar sem
félagið náði að græja fyrir mig.
Þetta var ákveðin áskorun en
forráðamenn Bodø/Glimt gerðu
allt til þess að hjálpa okkur leik-
mönnunum að fá miða fyrir okkar
nánustu, sem er frábært því það er
auðveldara að ferðast til London
heldur en til Bodø til að koma að sjá
okkur spila.“
Sjarmi við Evrópukvöld
Það er eitthvað sérstakt við Evr-
ópukvöldin í boltanum að mati
Alfonsar.
„Mínir skemmtilegustu leikir
á ferlinum með Bodø/Glimt hafa
verið Evrópuleikir. Með þessum
leikjum kemur einhver extra
hvatning til að láta finna fyrir sér
og standa sig vel í Evrópu.
En það sem ég hef einnig tekið
eftir er að þegar í Evrópuleikina
er komið tökum við alltaf gríðar-
lega mikinn lærdóm með okkur úr
hverjum einasta leik í þeim keppn-
um þegar við mætum andstæðingi
frá öðru landi.
Þarna erum við að mæta liðum
með allt önnur gildi, upplegg og
leikstíl og sá vinkill er einn af þess-
um spennandi þáttum við að spila
þessa Evrópuleiki. Að mæta liði með
annan bakgrunn í knattspyrnu og
um leið að bæta okkar leik.“
Önnur staða uppi núna
Bodø/Glimt eru ríkjandi meistarar
síðustu tveggja tímabila í norsku
úrvalsdeildinni en nú situr félagið í
öðru sæti deildarinnar langt á eftir
Molde. Alfons segir erfitt að tala
um svekkelsi í tengslum við stöðu
liðsins.
„Við erum í góðri baráttu um
Evrópusæti enn, auðvitað hafa
ákveðnir hlutar tímabilsins valdið
vonbrigðum þar sem við höfum
verið svekktir með það hversu illa
okkur hefur gengið að leysa upp
mótspil andstæðinga okkar.
Í þeim leikjum liggja andstæð-
ingar okkar djúpt á vellinum með
í leikkerfinu 5-3-2 og það hefur
reynst okkur erfitt. Í þeim leikjum
höfum við misst af mörgum stigum.
Aftur á móti getum við bara
horft til reynslu okkar í Evrópu þar
sem okkur hefur tekist að yfirstíga
hindranir og læra af því. Það sýnir
okkur að ef við náum að brjóta á
bak aftur þetta leikkerfi þá erum
við komnir með fleiri vopn í vopna-
búrið. Maður getur horft á allt sem
lærdóm og við reynum að gera það
sem oftast í Bodø/Glimt.
Framtíðin óljós
Alfons hefur verið á mála hjá Bodø/
Glimt síðan árið 2020. Núverandi
samningur hans rennur út núna um
áramótin og óvíst hvað tekur við.
„Ég er mjög sáttur hjá félaginu og
líður virkilega vel hérna. Hér fæ ég
mikið traust og svigrúm til að þróa
minn leik áfram. Viðræður við félag-
ið um nýjan samning hafa átt sér
stað en akkúrat núna stendur það
bara í stoppi. Við ætlum að sjá hvað
dúkkar upp.“
Hann segist vita af áhuga annars
staðar frá. „Við erum hins vegar
á þeim stað núna á tímabilinu að
það eru engar ákvarðanir teknar
á þessum tímapunkti. Einn félags-
skiptagluggi var að lokast og undir-
búningur fyrir næsta glugga ekki
hafinn.
Áhuginn frá öðrum félögum
hefur verið til staðar en ef maður
ætlar að velja einhvern annan
möguleika þá þarf hinn sami að
vera betri en að vera áfram hjá
Bodø/Glimt, hvað það varðar myndi
þurfa mikið til.
Ég hef ekki tekið neinar ákvarð-
anir um framtíð mína, mun bara sjá
hvað kemur upp og taka ákvarðanir
út frá því þegar þar að kemur.“ n
Boðað til Íslendingaveislu í Lundúnum í kvöld
Alfons Samp
sted er
fasta maður í
vörn norska
meistaraliðsins
Bodø/Glimt sem
hefur verið að
gera góða hluti
bæði í Noregi
sem og í Evrópu
keppnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY