Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 24
Stella McCartney kom eins
og gleðisprengja með vor-
tískuna 2023 á tískuvikunni
í París sem nú stendur yfir.
Sýningin fór fram fyrir
framan Pompidou- safnið
í París en þrjár línur skáru
gangstéttina í gulum,
rauðum og bláum lit.
elin@frettabladid.is
Litadýrðin var sótt í hið fræga
Pompidou-safn en fatalína Stellu
var ekki síður litrík. Fyrirsæturnar
komu út úr aðalinngangi safnsins
og gengu eftir lituðu dreglunum
með fram áhorfendum. Greinilegt
er að Stella ætlar að fagna næsta
sumri í bjartsýnum litapallettum
sem innihalda limoncello-gult,
tyggjóbleikt, skærappelsínu-
gult, mintugrænt og heið-
blátt.
Stella kynnti vorlínuna sem
umhverfisvæna en hún notaði
endurunna bómull og segist vera
fyrsti tískuhönnuðurinn til þess.
Hún segist lifa í sátt við náttúruna
og horfa til sakleysis bernskunnar.
Móðir hennar Linda McCartney
var mikil baráttukona og aktívisti
fyrir betri heimi. Linda lést árið
1998 úr brjóstakrabbameini. Faðir
Stellu, Paul McCartney, var við-
staddur sýninguna í París ásamt
eiginkonu sinni, Nancy Shevell.
Þá vakti athygli að systurnar Gigi
og Bella Hadid sem eru þekktustu
fyrirsætur heims um þessar
mundir voru báðar á sviði tísk-
unnar fyrir Stellu.
Stella McCartney fæddist árið
1971 og hugur hennar beindist
snemma að tískuheiminum. Hún
hannaði fyrstu flíkina aðeins þret-
tán ára. Stella þykir einn fremsti
tískuhönnuður heims og er bæði
frjálsleg í hönnun sinni og ævin-
týragjörn.
Stella giftist breska útgefand-
anum Alasdhair Willis árið 2003
og eiga þau fjögur börn. n
Stella kynnti vor-
línuna sem
umhverfisvæna en hún
notaði endurunna bóm-
ull og segist vera fyrsti
tískuhönnuðurinn til
þess.
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
Klassísku
dúnkápurnar
frá
Sumargleði hjá
Stellu McCartney
Fyrirsæturnar gengu eftir gulum, bleikum og bláum dreglum og sýndu lit-
brigði næsta sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Bláa draktin er
frekar óvenjuleg.
Jakkinn er stór í
sniðum og pilsið
hannað á sér-
stakan hátt.
Glæsilegur
himinblár
sumarkjóll frá
Stellu McCart-
ney.
Fylgi-
hlutir eins
og handtöskur
voru í sömu lita-
pallettunni og
fatnaðurinn.
Stutt-
ur kjóll með
áföstu sjali í neon-
grænum lit. Margir
eru hrifnir af þessum
lit enda færir hann
birtu í um-
hverfið.
Guli liturinn
var áberandi og
sumir líktu honum
við hinn fræga
ítalska drykk
limoncello.
4 kynningarblað A L LT 6. október 2022 FIMMTUDAGUR