Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 12
standa að frumvarpi um rýmri heimildir til sölu áfengis. Hafdís Hrönn segir að einn megintilgang- ur frumvarpsins sé að halda sölu á áfengi inni í sérbúðum ÁTVR með því að auka þjónustu en missa ekki söluna í almennar matvörubúðir eins og sumir þingmenn hafa viljað. „Frumvarpið er innlegg um að áfram verði sérverslun og að hluti áfengisgjaldsins renni til forvarna og lýðheilsu,“ segir Hafdís Hrönn. Þingkonan segir sorglegt að fé til forvarna hafi rýrnað milli ára og „lítið sé að gerast í þeim efnum“ eins og hún orðar það. „Í greinargerð með frumvarpinu er skýrt að blása verði til aukinna forvarna.“ Þriðja hvert barn drukkið Ársæll Arnarson, prófessor á men nt av í si nd a s v iði Há skóla Íslands, faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, segir ákveðna mótsögn felast í því að drykkja í samfélaginu hafi stórauk- ist á sama tíma og unglingadrykkja sé mun minna mein en áður. Þó sé drykkja ungmenna að þokast upp á við undanfarið, en varla marktækt. „Við sitjum eftir með ákveðinn hluta af börnum sem drekka áfengi, upp undir 30 prósent af tíundu- bekkingum hafa drukkið áfengi samkvæmt nýjustu rannsóknum,“ segir Ársæll. Hann segir að staðan hafi verið upp á við hjá foreldrum en önd- verða sögu sé að segja af íslenskum börnum. „Við erum að taka mikla sénsa með því að auka aðgengi að áfengi.“ Unglingar skotmörk Ársæll segir að unglingadrykkja hafi verið mikil plága á árum áður. Þótt árangur hafi náðst dugi ekki að leggja árar í bát. „Áfengi er vímuefni sem getur skapað fíkn. Það er góður bissness fyrir áfengisframleiðendur að kló- festa sem yngsta kúnna. Unglingar eru endalaus skotmörk áfengisfram- leiðenda og það er dapurlegt ef við ætlum að fórna þeim mikla árangri sem náðst hefur,“ segir Ársæll. Svanhildur Hólm Valsdóttir, hjá Viðskiptaráði Íslands, segist vera á þeirri skoðun að afnema eigi ríkis- einokun á sölu áfengis. Hún bendir á að ein helstu rökin fyrir einkasölu ríkisins séu að með henni sé verið að takmarka aðgengi. Á síðustu 30 árum hafi þó fjöldi áfengisverslana ÁTVR fjórfaldast, verslanir séu orðnar um 50 talsins og afgreiðslu- tími hafi verið lengdur. „Að því sögðu hefur Viðskiptaráð enga sérstaka skoðun á því í hvers konar verslunum áfengi er selt, svo lengi sem sú sala er í höndum ann- arra en hins opinbera. Innlendir aðilar standa jafnfætis erlendum og kraftar samkeppni fá að skapa eðlilegt rekstrarumhverfi og aukna hagkvæmni fyrir neytendur,“ segir Svanhildur Hólm. n Sala á áfengi, mæld í hreinum vínanda, á tímabilinu 1980 til 2020 fór úr þremur lítrum á mann upp í sex lítra á hvern Íslending, 15 ára og eldri. Við erum að taka mikla sénsa með því að auka aðgengi að áfengi. Doktor Ársæll Arnarsson, pró- fessor við HÍ Við erum með dúndr- andi forræðishyggju úti um allt, tökum bara umferðina, þar fylgjum við reglum sem stýra hegðun okkar. Árni Einarsson, forvarnafulltrúi Ég sé samt ekki fyrir mér að allar okkar búðir yrðu opnar á sunnudögum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR 100 80 60 40 20 0 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Lýðheilsusjóður – úthlutað til lýðheilsuverkefna 2013-2022 Í milljónum króna Á sama tíma og aðgengi að áfengi hefur stóraukist, sem leitt hefur til stóraukinnar drykkju, hafa framlög til for- varna dregist saman. Prófess- or segir ungt fólk skotmörk í áróðri framleiðenda. Sala á áfengi, mæld í vínanda á tíma- bilinu 1980 til 2020, fór úr þremur lítrum á mann upp í sex lítra á hvern Íslending, 15 ára og eldri. Íslendingar drekka oftar en áður en minna í einu að jafnaði. Unglingadrykkja hefur minnkað en þriðja hvert barn í 9. bekk hefur neytt áfengis og vísbending er um að vandinn sé aftur að aukast. Fjár- veitingar til forvarna eru á sama tíma 15 prósentum minni nú en fyrir nokkrum árum. Sunnudagsvínið á leiðinni? Fréttablaðið hefur fjallað um frum- varp nokkurra Framsóknarþing- manna sem myndi gera ÁTVR kleift að selja vín alla sunnudaga og á stór- hátíðum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það Alþingis að ákveða framhaldið. „Við myndum reyna að skoða að koma til móts við viðskiptavini með aukinni þjónustu ef það verður heimilað. Ég sé samt ekki fyrir mér að allar okkar búðir yrðu opnar á sunnudögum,“ segir Sigrún. Milli áranna 2020 og 2021 jókst sala hjá ÁTVR um heil 40 prósent. Sumir hafa viljað skýra aukningu með áfengiskaupum erlendra ferða- manna. Innan ÁTVR hefur sá hlutur að sögn Sigrúnar verið áætlaður óverulegur eða um 2 prósent. Þá varð minni sala fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við 2021. Fjölgun veitingastaða sem selja áfengi er gríðarleg. Bruggstaðir hafa fengið heimild til að selja „beint frá býli“. Áfengiskaup í gegnum inter- netið hafa orðið að veruleika og allir þessir þættir stórauka aðgengi. Bæta þurfi í forvarnir Heilbrigðisráðuneytið úthlutar fé í gegnum Lýðheilsusjóð en Emb- ætti landlæknis hefur umsjón með sjóðnum. Framlög innanlands til ávana- og vímuefnaforvarna voru 81,6 milljónir í fyrra. Árið 2018 var framlagið 96,3 milljónir króna. Skerðingin er um 15 prósent. „Þetta er mikil skerðing á sama tíma og það er verið að auka aðgengi og auka líkur á aukinni áfengis- neyslu. Aukin neysla ætti að kalla á auknar forvarnir,“ segir Árni Einars- son forvarnafulltrúi. Dúndrandi forræðishyggja Árni segir að stjórnvöld reyni að láta í veðri vaka að aukið aðgengi hafi enga neikvæða fylgifiska, þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi ítrekað reiknað út að aukið aðgengi eykur neyslu. Hann segir að postular sem prediki frelsi noti gjarnan hið neikvæða og gildis- hlaðna hugtak forræðishyggju til að beina spjótum að. „En við erum með dúndrandi for- ræðishyggju úti um allt, tökum bara umferðina, þar fylgjum við reglum sem stýra hegðun okkar,“ segir Árni. Neysla á áfengi verður að byggja á samfélagssáttmála og upplýstri nálgun að sögn Árna. Ekki megi gef- ast upp gagnvart markaðsöflunum, enda óumdeilt að skaðsemi áfengis geti orðið mjög mikil. Spurður hvort stríðið sé tapað í ljósi erlendra aug- lýsinga sem tröllríða internetinu og sjónvarpsefni, telur Árni svo ekki vera en bendir á að í auglýsingum sé ekki bara verið að kynna vöru- merki heldur varpa dýrðarljóma á neysluna. Vill halda víninu innan ÁTVR Fimm Framsóknarþingmenn, undir forystu Hafdísar Hrannar Hafsteins- dóttur sem situr í velferðarnefnd, Drykkja hefur tvöfaldast á fjórum áratugum Lækkun fjár- framlaga til Lýðheilsusjóðs síðustu ár nemur um 15 prósentum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Svanhildur Hólm Valsdóttir, Viðskiptaráði FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 6. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.