Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 4
Foreldrar hafa verið
mjög örlátir og gefið
bækur að heiman sem
börnin eru hætt að
nota.
Hlynur Jóns-
son, skólastjóri
Myllubakka-
skóla
SSSól í stuði í Stúdíói 12
Það var afar glatt á hjalla og mikil stemning í Stúdíói 12 í gær þar sem hljómsveitin SSSól hitaði upp fyrir afmælistónleika sveitarinnar sem fram fara í Háskóla-
bíói þann 15. október. Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 1987 og fagnar því 35 ára afmæli í ár. SJÁ SÍÐU 34 FRÉTTABLAÐIÐ/AFI VALLI
Myllubakkaskóli í Keflavík
óskar eftir aðstoð foreldra og
annarra við að byggja upp
nýtt bókasafn. Farga þurfti
öllum bókum eftir að mygla
kom upp.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SUÐURNES Farga þurfti öllum bóka
kosti bókasafns Myllubakkaskóla í
Keflavík eftir að rakaskemmdir þar
ollu myglu. Það mun taka mörg ár að
byggja upp nýtt bókasafn í skólan
um en foreldrar barnanna eru þegar
byrjaðir að gefa bækur að heiman.
„Foreldrar hafa verið mjög örlátir
og gefið bækur að heiman sem
börnin eru hætt að nota,“ segir
Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllu
bakkaskóla. Skólastjórnin hefur
óskað eftir aðstoð við að byggja
bókasafnið upp á nýjan leik og er
þakklát fyrir allar bókagjafir sem
berast. Þörf er á bókum fyrir allan
grunnskólaaldurinn, frá fyrsta til
tíunda bekkjar, til yndislesturs og
annarra verkefna.
Myllubakkaskóli er elsti grunn
skóli Reykjanesbæjar, stofnaður árið
1952, og í honum eru um 370 nem
endur. Mygla fannst í skólanum árið
2019. Erfiðlega hefur reynst að fást
við hana og starfsfólk hefur þurft að
fara í veikindaleyfi. Myglan hefur
fundist á mörgum stöðum í bygg
ingunni og ákveðið var að rífa hluta
hennar en fara í viðgerðir á öðrum
stöðum. Verkið var boðið út á þessu
ári.
Bókasafnið er eitt af þeim rýmum
í skólanum sem þurfti að gera við
gerðir á og þá var tekin ákvörðun
um að farga öllum bókakostinum.
Þetta voru um 15 þúsund bækur, þar
af um 5 þúsund fræðirit.
„Það er mjög erfitt að þrífa myglu
gró úr blöðum eða öðrum opnum
viði. Það þarf að vera úr plasti eða
plasthúðað til að hægt sé að þrífa
gróin af,“ segir Hlynur. Skólinn hefur
verið í nánu samstarfi við sveitar
félagið um aðgerðirnar. „Ég held að
flestir aðrir skólar landsins þar sem
komið hefur upp mygla hafi farið í
svipaðar aðgerðir og við gerðum,“
segir hann.
Fyrir utan hið mikla magn bóka
sem þurfti að farga þurfti að farga
miklu magni af öðrum pappír. Þar á
meðal ljósmyndum úr skólastarfinu.
Við uppbyggingu nýs bókasafns
er hugmyndin að búa fyrst til þrjú
minni bókasöfn, fyrir hvert stig
grunnskólans svo að nemendur hafi
aðgang að fjölbreyttum bókakosti. Á
meðan verið er að byggja upp nýtt
bókasafn mun Myllubakkaskóli
styðjast við bókasafn bæjarins.
„Við erum svo heppin að vera
nálægt Bókasafni Reykjanesbæjar
þannig að nemendurnir geta farið
yfir og valið sér bækur,“ segir Hlynur.
„Þar er mjög góður bókakostur.“ n
Þurftu að farga fimmtán
þúsund bókum safnsins
Mygla fannst fyrst í skólanum árið 2019. MYND/MYLLUBAKKASKÓLI
kristinnpall@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Icelandair notaðist
tólf sinnum við þotur í innan
landsf lugi í september. Þoturnar
voru notaðar við áætlunarf lug til
Akureyrar og Egilsstaða. Um var
að ræða þotur af gerðunum Boeing
757 og 737 MAX.
Notkun á þotum í innanlands
f lugi hefur aukist í haust en alls
hefur Icelandair notað þotur í 20
áætlunarflug á þessu ári.
„Þetta hefur verið gert til þess að
bregðast við röskunum sem orðið
hafa, til dæmis vegna veðurs eða
viðhalds f lugvéla með það fyrir
augum að koma farþegum sem fyrst
á áfangastað,“ segir Guðni Sigurðs
son á samskiptasviði Icelandair.
„Icelandair hefur ekki hug á að
nýta þotur almennt í innanlands
flug, enda hentar f lotinn sem not
aður er í innanlandsflug og styttri
millilandaflug (DHC Q200 og Q400)
mjög vel miðað við núverandi
áætlun,“ segir Guðni og bætir við
að ekki hafi borist kvartanir vegna
aukinnar hljóðmengunar sem fylgir
þotum á borð við 757vélina. n
Þotunotkun í innanlandsflugi jókst
Íbúar í miðbæ Reykjavíkur hafa séð
þó nokkrar 737-Max vélar taka á loft
í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
KAUPUM BLEIKU SLAUFUNA
Sýnum lit
á bleikaslaufan.is og á sölustöðum
um allt land 1. – 20. október
LíFIÐ E að FLOKKA
RUSLIÐ SITT OG EIGA
LÍTINN GARÐ
ragnarjon@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Farið verður fram á
lengra gæsluvarðhald yfir mönnun
um tveimur sem nú eru í haldi lög
reglu vegna rannsóknar á meintri
skipulagningu hryðjuverka.
„Það liggur fyrir ákvörðun um að
óska eftir að héraðsdómur úrskurði
þá í lengra gæsluvarðhald,“ segir
Ólafur Þór Hauksson héraðssak
sóknari en gæsluvarðhald yfir
mönnunum tveimur rennur út í
dag. Báðir hafa mennirnir nú setið í
varðhaldi lögreglu í tvær vikur.
Lögmenn mannanna tveggja hafa
gagnrýnt framkvæmd varðhaldsins
en báðir menn hafa verið settir í ein
angrun meðan á því stendur.
Ólafur Þór staðfestir að menn
irnir séu enn í einangrun en ekki sé
hægt að veita upplýsingar um það
hvers vegna farið hafi verið fram á
slíkar takmarkanir.
„Við getum ekki talað um þetta
við fjölmiðla, þetta er samtal sem
við eigum við dómstólinn sem
síðar meir leggur mat á þetta,“ segir
Ólafur Þór. n
Fara fram á lengra
gæsluvarðhald
Gæsluvarðhald yfir mönnunum
tveimur rennur út í dag.
2 Fréttir 6. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ