Fréttablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 8
Matvælastofnun gaf nýlega út
fjögur leyfi til notkunar eiturs
gegn laxalús sem hefur verið
mikið vandamál í sjókvíaeldi
á Vestfjörðum. Efnin geta
borist í önnur skeldýr.
kristinnhaukur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Matvælastofnun
(MAST) hefur gefið út 28 leyfi á fimm
árum fyrir að eitra vegna laxalúsar
á Vestfjörðum. Nú síðast um miðjan
september á sjö stöðum í Tálkna-
firði, Arnarfirði og Patreksfirði.
Íslenski náttúrverndarsjóðurinn
(IWF) bendir á að þetta sé stórskað-
legt fyrir lífríkið og staðfesti að lús sé
mikið vandamál á Vestfjörðum.
Annars vegar er um að ræða skor-
dýraeitrið Alpha Max (deltametrín)
sem er sett beint út í sjókvíarnar
og hins vegar lyfjablandað fóður
er nefnist Slice Vet (emamektín),
sem fer út í sjóinn annað hvort sem
úrgangur laxins eða sem umfram-
fóður sem fellur til botns. Eitrinu er
beint gegn lúsinni sem er skeldýr.
„Það liggur í hlutarins eðli að
eitrið virkar líka á önnur skeldýr.
Þess vegna hefur þetta áhrif langt
út fyrir kvíarnar sjálfar,“ segir Jón
Kaldal, talsmaður IWF. Norskar
rannsóknir sýni að eitrið leggist á
marfló, rækju og humarlirfur sem
dæmi. Samkvæmt skoskri rannsókn
frá árinu 2019 finnst emamektín í 97
prósentum skeldýra á þeim stað þar
sem eitrið hefur verið notað og hefur
slæm áhrif á líffræðilegan fjölbreyti-
leika.
Á málþingi Landssambands fisk-
eldisstöðva á Ísafirði í maí árið 2016
lét Gísli Jónsson, þáverandi forstjóri
MAST, hafa eftir sér að laxalúsin
yrði ekki sama vandamál hér og í
nálægum löndum. „Sökum norð-
lægrar legu Íslands, og ekki síst
þeirra svæða sem heimilt er að ala
lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt
uppdráttar og verður vart sambæri-
legt vandamál og hjá nágranna-
þjóðum okkar,“ sagði hann. Þetta
var ítrekað rúmu ári seinna, á mál-
þingi Fjallabyggðar um sjókvíaeldi,
í júní 2017.
Sama ár kom út rannsókn Mar-
grétar Thorsteinsson hjá Náttúru-
stofu Vestfjarða þar sem kom fram
að marktækt meira lúsasmit væri
á suðursvæði Vestfjarða, þar sem
sjókvíaeldið var, en norðursvæðinu.
Ef notað væri sama eftirlitskerfi og
Norðmenn gera, hefðu Patreks-
fjörður, Arnarfjörður, Dýrafjörður
og Tálknafjörður verið rauðmerktir
á ákveðnum tímabilum vegna
smits og yrði gert að fækka fiskum
í kvíum þar. Eins og áður sagði hafa
verið gefin út 28 eitrunarleyfi vegna
lúsar frá þessu ári.
Á Austfjörðum hefur þurft að
slátra löxum vegna sjúkdómsins
blóðþorra en enn hefur lúsin ekki
komið upp. „Það er ekkert í náttúru-
legu umhverfi Austfjarða sem segir
að þetta geti ekki gerst þar. Eldið fór
þar seinna af stað og er minna að
umfangi,“ segir Jón. Þegar lús finni
fisk sem hýsil fjölgi hún sér hratt.
„Þegar laxalús kemst í sjókvíar
verður alger sprenging í fjölgun,“
segir hann. En í hverri kví eru um
120 þúsund laxar og kannski 10 til
11 kvíar á hverju svæði sem gerir
meira en eina milljón laxa.
Samkvæmt Jóni skortir hér á
landi kerfi framleiðslustýringar,
áhættumat vegna lúsar þegar gefin
eru út leyfi og viðurlög á fyrirtækin
þegar lúsin fer yfir ákveðin mörk.
Þetta sé á ábyrgð bæði löggjafans
og MAST sem ráðgjafarstofnunar.
„Okkar lína er að sjókvíaeldi
eigi ekki rétt á sér með núverandi
aðferð. Opnir netapokar eru úrelt
tækni. Ef á að stunda eldi í sjó verður
að standa miklu betur að því og gera
fyrirtækin ábyrg. Áhættan er líf-
ríkisins og í dag er reikningurinn
sendur þangað,“ segir Jón. n
Það er ekkert í náttúru-
legu umhverfi Aust-
fjarða sem segir að
þetta geti ekki gerst þar.
Jón Kaldal,
talsmaður IWF
Laxalús fjölgar sér hratt þegar hún kemst í hýsil sinn. MYND/AÐSEND.
Hátt í þrjátíu eitrunarleyfi á
fimm árum vegna laxalúsar
Skannaðu kóðann og
skoðaðu litakortið
lovisa@frettabladid.is
SAMFÉLAG Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, félags- og vinnumark-
aðsráðherra, segir það ekki von-
brigði að stjórnvöld hafi þurft að
óska þess að Rauði krossinn opnaði
fjöldahjálparstöð fyrir flóttafólk en
að það væru vonbrigði ef ekki væri
hægt að taka á móti fólki í neyð.
„Það er grundvallaratriðið í þessu.
Fjöldahjálparstöð, þó svo að það sé
eitthvað sem við vildum forðast að
þurfa að opna, er einn hlekkurinn
í því að taka á móti f lóttafólki eins
og er,“ segir hann og að vonir standi
til þess að aðeins sé um tímabundið
úrræði að ræða.
Fjöldahjálparstöðin var opnuð
í fyrradag en þar mun fólk geta
dvalið allt að þrjá daga áður en því
er komið í annað úrræði á vegum
Vinnumálastofnunar eða sveitar-
félaganna. Ríkið greiðir Rauða
krossinum allan útlagðan kostnað
vegna verkefnisins en endanlegur
kostnaður liggur ekki fyrir.
„Það skiptir máli að hafa þetta
úrræði og að það sé gert eins vel og
við getum. Ég veit að Rauði krossinn
mun standa sig vel í því.“
Spurður að því hvort aðstæðurnar
séu þær sem við viljum bjóða fólki
upp á segir Guðmundur Ingi þær
betri en ekkert. „Við viljum ekki að
fólk sé lengi í þessum aðstæðum.
Gleymum því ekki að fólk er að
koma úr mikilli neyð og við viljum
frekar geta tekið á móti fólkinu en
ekki. Að vera tímabundið í þessum
aðstæðum get ég sagt að sé ásættan-
legt þó það sé kannski ekki ákjósan-
legt.“
Hann segir að þetta sé lausn sem
hafi verið fundin á sama tíma og
mikill fjöldi fólks leiti til landsins
og við glímum við húsnæðisskort.
Spurður hvort hann telji að það geti
staðist að fólk dvelji ekki lengur
en þrjá daga í úrræðinu segir Guð-
mundur að það verði að koma í ljós.
Það sem geti haft áhrif á dvalartíma
sé fjöldi þeirra sem koma hverju
sinni. n
Fjöldahjálparmiðstöð ekki vonbrigði
Fjöldahjálpar-
miðstöðin var
opnuð í fyrra-
dag. Ekki er gert
ráð fyrir að fólk
dvelji þar lengur
en í þrjá daga.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Guðmundur
Ingi Guðbrands-
son. félags- og
vinnumarkaðs-
ráðherra
birnadrofn@frettabladid.is
NORÐURLAND Ekki er lengur þörf
á að sjóða neysluvatn á Hofsósi.
Þetta staðfestir Sigurjón Þórðarson,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Norðurlands vestra. En líkt og
Fréttablaðið greindi frá í síðustu
viku fannst verulegt magn E. Coli-
gerla í vatninu í bænum.
Á heimasíðu Heilbrigðiseftir-
litsins á Norðurlandi vestra segir
að þær aðgerðir sem Skagafjarðar-
veitur hafi farið í til þess að endur-
heimta vatnsgæði á Hofsósi hafa
skilað tilætluðum árangri. En sýni
sem tekin voru á mánudaginn 3.
október síðastliðinn staðfesta að
gæði neysluvatnsins eru í samræmi
við kröfur.
Meðal annars var ráðist í að skola
út lagnir, setja klór í vatnstank, lag-
færa geislatæki og skoða nákvæm-
lega nærsvæði vatnsbólsins. n
Þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn
Íbúar þurftu að sjóða allt neysluvatn
eftir að E. Coli-gerlar fundust í því.
6 Fréttir 6. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ