Fréttablaðið - 06.10.2022, Side 30
Þegar fjölskyldan kemur
saman þykir fólki gott að
hafa spil til að eiga góða
stund.
Helgi Ingi Sigurðsson
lést þann 13. september sl.
Samkvæmt ósk hins látna fór
jarðarförin fram í kyrrþey.
Aðstandendur
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar, dóttur okkar,
móður, stjúpmóður, tengdamóður,
systur, mágkonu og ömmu,
Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur
píanóleikara,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar á
Líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn
11. september síðastliðinn. Útförin fór fram í
Hallgrímskirkju 22. september.
Sigurður Ingvi Snorrason
Guðmundur Halldórsson Aagot Árnadóttir
Ásta Sigurðardóttir Kristján Reynald Hjörleifsson
Guðmundur Snorri Anna Katrín Þórkelsdóttir
Sigurðarson
Marían Sigurðsson Guðrún Dís Kristjánsdóttir
Daníel Sigurðarson Eva Hillerz
Hjördís Guðmundsdóttir Þorsteinn Jónsson
Þórdís Guðmundsdóttir
Sverrir Guðmundsson Guðbjörg Pálsdóttir
Kristján Guðmundsson
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu, móður, dóttur,
tengdadóttur, systur og frænku,
Helgu Þráinsdóttur
læknis,
sem lést á gjörgæsludeild
Landspítalans 6. september.
Öllu samstarfsfólki hennar á Landspítalanum
þökkum við samhug í sorginni.
Okkar innilegustu þakkir til samstarfsfólks hennar
á gjörgæsludeild fyrir fagleg vinnubrögð, umönnun,
umhyggju og stuðning við erfiðar aðstæður.
Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson
Iðunn Lilja Guðmundsdóttir
Þórdís Lilja Gísladóttir Þráinn Hafsteinsson
Sigríður Jónsdóttir Sigurbjörn Guðmundsson
Hanna Þráinsdóttir
Margrét Stefanía Gísladóttir
Ástkær móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Sigbjörnsdóttir
frá Fáskrúðsfirði,
Gullsmára 7, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 25. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn
10. október kl. 11.00.
Helgi S. Jónsson Marites Jónsson
Unnsteinn Jónsson Kristín Sigurgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Píanistinn Ingi Bjarni Skúlason kemur
fram með tríói sínu í Fríkirkju Hafnar-
fjarðar í kvöld. Með honum verða
Magnús Trygvason Eliassen á trommum
og hinn færeyski Bárður Reinter Poulsen
á bassa og spiluð verður frumsamin tón-
list eftir Inga Bjarna.
„Ég hitti Bárð þegar ég var að spila í
Þrándheimi 2013 á sýningu fyrir ung
djassbönd á Norðurlöndunum,“ segir
Ingi Bjarni um tilurð tríósins. „Við spjöll-
uðum um að gera eitthvað saman og úr
varð samstarf með Magnúsi Trygva-
syni.“
Það var þó ekki fyrr en árið 2017 að
tríóið kom saman og spilaði í Færeyjum
og tók upp plötuna Fundur sem kom út
árið eftir.
„Nú er kominn tími á að endurvekja
þetta tríó aftur eftir Covid. Ég átti upp-
safnað efni svo við verðum að spila nýtt
efni sem við munum svo taka upp á
plötu um helgina.“
Tónlist Inga Bjarna er lýst sem „undir
áhrifum frá norrænum þjóðlögum og
djassi með miklu spunaívafi.“
Erum við þá að tala um þjóðlagaskot-
inn djass eða djassskotin þjóðlög?
„Mér finnst alltaf gaman að segja að
sé ekki endilega að semja djass eða þjóð-
lög þótt ég sé vissulega undir áhrifum frá
báðu. Þetta blandast svo bara saman í
einhvers konar graut,“ svarar Ingi Bjarni.
Tónleikarnir í Fríkirkju Hafnarfjarðar
hefjast klukkan 20 í kvöld. n
Ingi Bjarni Tríó í Hafnarfirði
Ingi Bjarni fyrir miðju, vopnaður Magnúsi til vinstri og Bárði til hægri. MYND/AÐSEND
Fimmtán ár eru liðin frá því að
verslunin Spilavinir opnaði dyr
sínar. Stofnandi segir spilamenn-
ingu á Íslandi hafa öðlast aukna
vídd á undanförnum árum.
arnartomas@frettabladid.is
Í vikunni voru liðin fimmtán ár frá því
að Svanhildur Eva Stefánsdóttir og Linda
Rós Ragnarsdóttir opnuðu verslunina
Spilavini. Þar hefur skapast og vaxið
samheldinn hópur spilafólks sem sækir
ýmist í að kaupa borðspil eða að sækja
spilakvöld og kennslu.
„Þau sem voru svona fimm til sex
ára þegar við vorum að opna eru núna
komin í háskóla,“ segir Svanhildur
Eva. „Ég sat með einum föstum gesti
sem man þetta ekki öðruvísi en að við
höfum verið til. Það er skemmtilegt að
sjá hvernig svona gerist með tímanum.“
Þótt spilaáhugi landsmanna kunni að
virðast ná hámarki um jólin segir Svan-
hildur Eva að fólk sæki í að kynnast
nýjum spilum allan ársins hring.
„Við höfum fundið að við höfum náð
meira inn á heimili og spil verið fastur
liður hjá fólki,“ útskýrir hún. „Þegar fjöl-
skyldan kemur saman þykir fólki gott að
hafa spil til að eiga góða stund.“
Pílagrímsferð spilavinar
En hvernig er spilaáhugi Íslendinga í
alþjóðlegu samhengi?
„Ég er núna á leiðinni á Spilamessuna í
Essen í Þýskalandi þar sem tugþúsundir
koma til að spila, bæði börn og full-
orðnir,“ segir Svanhildur Eva. „Mekka
spilanna er þannig eiginlega í Þýska-
landi, Ísland hefur mikla hefð fyrir að
eiga góða stund saman en við höfum
verið að kynnast borðspilunum betur
og betur.“
Svanhildur Eva segir að aukinn fjöl-
breytileiki hafi færst inn í spilamenn-
inguna á Íslandi á undanförnum árum.
„Við getum verið í strategískum leikj-
um, spurningaleikjum eða partíspilum.
Við getum öll fundið eitthvað við okkar
hæfi.“
Spil og með því
Undir Spilavinum má svona finna kaffi-
húsið Spilakaffi þar sem gestir geta sest
niður og spilað saman.
„Hingað koma fjölskyldur og vinahóp-
ar að spila og fólk kynnist og annað. Stór
hluti af því sem við erum að vinna að er
að bæta menninguna og koma upp ein-
hvers konar öruggu umhverfi fyrir fólk
sem þarfnast kennslu eða félagsskapar,“
segir Svanhildur Eva.
Er eitthvert spil í uppáhaldi hjá Svan-
hildi þessa dagana?
„Í minni fjölskyldu getur verið snúið
að koma öllum saman en ég get fengið
alla til að setjast niður í Family Inc. Það
er bara fimmtán mínútna spil þar sem
við byrjum bara að draga og spila,“ svar-
ar hún. „Ef þú myndir spyrja mig eftir
tvær vikur yrði það líklega eitthvert allt
annað spil. Maður er alltaf að læra, finna
nýtt og upplifa. Það er kannski það sem
skiptir mestu máli.“ n
Spilavinir fimmtán ára
Vinkonurnar
Svanhildur Eva
og Linda Rós
stofnuðu Spila-
vini árið 2007.
MYND/AÐSEND
1961 Minnst er hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands og
er Háskólabíó vígt við það tækifæri. Bíótjaldið er
heilir 200 fermetrar og er þá það stærsta í Evrópu.
1973 Jom kippúr-stríðið hefst með árás Egypta og Sýr-
lendinga á Ísrael.
1980 Jarðstöðin Skyggnir tekin í notkun og komið á
gervihnattasambandi við útlönd.
1981 Anwar Sadat, forseti Egyptalands, er myrtur.
2004 Þriðja lestarslysið á Íslandi verður er farþegalest
og vöruflutningalest skella saman við Kárahnjúka-
virkjun.
2008 Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra Íslands,
flytur sjónvarpsávarp og endar það á setningunni:
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 6. október 2022 FIMMTUDAGUR