Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 42
Svo er alltaf gaman að fylgjast með trúð- unum, hvort þeir droppi grímunni og finni í raun ástina. Vigdís Diljá Vinsælasti þátturinn meðal landsmanna á Netflix-streymis- veitunni endurspeglar myrkur októbermánaðar en þar blæs Evan Peters lífi í bandaríska raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem myrti sautján unga karlmenn frá 1978 til 1991. Fréttablað- ið tók saman nokkra af vinsælustu sjónvarpsþáttum sögunnar um raunverulega raðmorðingja og sannsöguleg glæpamál. odduraevar@frettabladid.is Hryllilegu sakamálaþættirnir sem slá í gegn Dahmer (2022) Evan Peters fer með hlutverk raðmorðingjans Jeffrey Dahmer í nýjustu sjón- varpsþáttaröð- inni á listanum. Þættirnir eru afar umdeildir og fjölskyldur fórnarlamba hans hafa gagnrýnt þá. The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst (2015) Líklega lygi- legustu þættirnir á listanum og þeir einu þar sem heimildarþátta- gerðarfólkið hefur áhrif á framvindu máls- ins. Milljónamæringurinn Robert Durst er ekki allur þar sem hann er séður en gekk lengi vel laus þrátt fyrir hvarf eiginkonu sinnar og morðið á bestu vinkonu sinni. Making a Murderer (2015) Heimildarþættir um Steven Avery sem hafði fram að gerð þátt- anna setið átján ár í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir morðtilraun sem hann bar ekki ábyrgð á. Steven var sleppt árið 2003 en þá var fjandinn laus. Hann var hand- tekinn aftur 2005, þá sakaður um annað morð. Mindhunter (2017-2019) Drungalegir leiknir þættir um FBI-fulltrúana Holden Ford og Bill Tench sem gera sitt allra besta til að læra að skilja rað- morðingja til þess að fanga þá. Þættirnir byggja á sannsögulegum atburðum og koma við sögu þekktir morðingjar. Ummerki (2020-2021) Áhugaverðir þættir á Stöð 2 um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Farið er yfir öll stig rannsóknarinnar, allt frá fyrstu viðbrögðum yfir í upp- kvaðningu dóms í réttarsal. The Keepers (2017) Heimildarþættir um óleyst morð á Cathy Cesnik, ástsælli nunnu og mennta- skólakennara í Baltimoreborg í Bandaríkjunum. Cathy var myrt árið 1969 en málið opnað aftur á tí- unda áratugnum eftir að nemandi sagði frá því að hún hefði séð lík Cathy eftir að prestur við skólann sýndi henni líkið og hótaði henni. Night Stalker: The hunt for a serial killer (2021) Heimildarþættir í fjórum hlutum um leitina að raðmorðingj- anum Richard Ramirez. Ram- irez myrti hið minnsta þrettán manns á hrotta- fenginn hátt árin 1984 til 1985 í Los Angeles og var að endingu dæmdur til dauða fyrir glæpi sína. Conversations with a killer: The Ted Bundy case (2019) Bandarískir heimildarþættir sem byggja á 100 klukkustundum af viðtölum og yfirheyrslum yfir raðmorðingj- anum Ted Bundy sem myrti hið minnsta þrjátíu konur en fjöldi fórnarlamba hans er enn á huldu. Conversations with a killer: The John Wayne Gacy tapes (2022) Heimildarþættir úr sömu seríu og þeirri sem fyrst gerði viðtöl við raðmorðingjann Ted Bundy að viðfangsefni. Hér eru birtar upptökur úr yfirheyrslum við rað- morðingjann John Wayne Gacy sem myrti minnst 33 unga karl- menn árin 1972 til 1978. Hvernig byrjar Bachelor in Paradise? Vigdís Diljá Óskarsdóttir aðdáandi „Ég er bara svo glöð að þetta sé byrjað aftur,“ segir Bachelor- aðdáandinn Vig- dís Diljá um nýju seríuna af bandarísku raunveru- leikaþáttunum Bachelor in Para- dise sem hófu göngu sína aftur í Sjónvarpi Símans í síðustu viku. „Paradise er krúnudjásn Bach- elor-þáttanna og ástæðan fyrir því að það eru til fáránlega mörg Bachelor-pör í dag. Mér leist vel á fyrsta þáttinn, þetta virðist ætla að verða frekar klassískt. Sumir detta beint í samband en aðrir eru þarna meira sem comic relief, hræra í pottinum og skapa drama. Hvoru tveggja er nauðsynlegt að hafa fyrir góða BIP-seríu.“ Þá stendur ekki á svörum hjá Vigdísi þegar hún er spurð álits á keppendum í þættinum í ár og hvort hún hafi einhverja trú á því að einhverjir þeirra muni finna raunverulega ást að þessu sinni. „Hópurinn á ströndinni saman- stendur af nokkrum uppáhalds keppendum í bland við keppend- ur sem enginn þolir eða man eftir. Öll samankomin undir því yfirskini að finna ástina á ströndinni og/ eða sviðsljósið sem þau fengu ekki nóg af þegar þau kepptu í Bachelor eða Bachelorette. Oft eru þau líka búin að kynnast í gegnum samfélagsmiðla og hitt- ast fyrir þættina – en ákveða að fara samt á ströndina og kynnast þar með myndavélarnar á sér, þannig græða þau mikið meira. En að því sögðu þá finnst mér margir góðir í ár! Katie fékk þvílíka a-klassa menn í sína seríu sem eru margir þarna. Ég er sérstaklega spennt að sjá Michael A. Hann verður held ég langvinsælastur hjá stelpunum. Svo er líka alltaf gaman að fylgjast með trúðunum, hvort þeir droppi grímunni og finni í raun ástina. Tarsan sem mætti í engu nema laufi yfir jafnaldrann eða læknirinn sem segist dreyma um að verða klámstjarna. Ég myndi ekki endilega segja að líkurnar á ástarsögu á ströndinni væru þeim í hag en það verður spennandi að fylgjast með. Þau sem ég reikna samt með að muni enda saman eru Andrew og Teddi og Brandon og Serene.“ n n Lykilspurningin Lúserar í Bachelor og Bachelorette mæta loksins til leiks í paradísina. Helgi Gunn- laugsson afbrotafræðingur „Ég hef ekki séð þetta en er búinn að heyra um þetta,“ segir Helgi spurður út í hvað útskýri mikinn áhuga Íslendinga á raðmorðingjum líkt og Jeffrey Dahmer sem nú tryllir vinsældalista Netflix. Fjölskyldur fórnarlamba Dahmer hafa gagnrýnt þættina mjög og margir hafa sakað Netflix um græðgi og að græða á þjáningu fórnarlambanna. Helgi segir um að ræða sérsvið í afbrotafræði þar sem fræðifólk veltir fyrir sér áhuga almennings á öfgafullri hegðun líkt og þessari. „Margir nemendur mínir í afbrotafræðinni velja sér fjölda- morðingja eða öfgafulla einstakl- inga. Það er eitt en svo eru nem- endur til dæmis í framhaldsskóla og grunnskóla sem hafa samband við mig og vilja vita hvað afbrota- fræðin segir um slíka einstaklinga. Ég hef alltaf tekið þessu vel og þessi áhugi hefur verið til staðar í mörg ár.“ Helgi nefnir sambærilegan áhuga á glæpasögum. „Fyrir nokkrum árum síðan tók ég mig til og greindi bækur Arnalds Indriða- sonar. Ég velti áhuganum á hans bókum fyrir mér út frá afbrota- fræðinni. Ég man að svörin felast í því að við lifum hér frekar hvers- dagslegu lífi, þar sem það gerist yfirleitt ekkert mjög óvenjulegt, sem betur fer auðvitað. Þess vegna finnst mörgum gaman að fara inn í þennan heim, þar sem eru viðburðir og drama og manneskjur eins og við, sem maður getur að einhverju leyti sett sig í sporin hjá,“ útskýrir Helgi. Rennur þér ekkert blóðið til skyldunnar að horfa á þetta? „Jú, jú, ég á örugglega eftir að kíkja á þetta. En ég á svo rosalega erfitt með svona seríur og þætti. Það er ein sería sem allir segja mér að horfa á og það er Breaking Bad. Einn nemandi meira að segja skrifaði fína BA-ritgerð um þátt- inn. Hann var alltaf að spyrja hvort ég ætlaði að horfa og ég horfði á einn og hálfan þátt og taldi mig fá tilfinningu fyrir þessu og nennti ekki meiru. Ég er ekkert að dissa þetta, þetta er ofsalega vel gert og flott efni en fyrir mig persónulega þá á ég voðalega erfitt með svona seríur. Ég hef áhuga á öðru, eins og heimildarmyndum um rokkstjörn- ur eða Luis Figo. Ég hámhorfði á það en aðrir hafa engan áhuga á einhverjum svona fótboltakalli. Þannig að þetta snýst ekki um að setja mig á háan hest,“ segir Helgi og hlær. n Áhuginn sprottinn upp úr viðburðasnauðu lífi n Sérfræðingurinn 32 Lífið 6. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 6. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.