Fréttablaðið - 06.10.2022, Page 46

Fréttablaðið - 06.10.2022, Page 46
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Allt fyrir hrekkjAvöku Stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar Framlag þitt rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins Eplaðu yfir þig! Allar nýjustu Apple vörurnar eru mættar! Vertu með allan heiminn á úlnliðnum og ljúfa tóna í eyrunum! Skildu símann eftir heima og njóttu lífsins! Hafðu hraða fingur og smelltu þér í vefverslun á nova.is! Bestu fríðindin FyrirÞig í Nova appinu! Í Nova appinu finnur þú ótrúleg 2F1 tilboð FyrirÞig. Gefðu þér tíma til að kjamsa, fara út að leika, spjalla og hafa gaman í besta félagsskapnum! Svo kostar ekkert að fá FríttStöff sem gefur og gleður. Þú finnur alls konar frítt og frábært FyrirÞig í Nova Appinu! 2F1 nova.is Apple Watch Series 8 LTE 41mm 104.990 kr. eSIM Apple AirPods Pro 2nd gen 54.990 kr. Apple Watch Ultra LTE 49mm 169.990 kr. eSIM Í hipsterahverfinu Prenzlauer- berg í Berlín er gata sem ber nafnið Kastaníusund. Kastaníusund ber nafn með rentu og kastaníuhnetur liggja á víð og dreif á gangstéttum innan um gulnuð haustlauf. Þarna er hin framúrskarandi hárgreiðslustofa Fjörutíu og tveir, rekin af ungum Tyrkjum sem eru brjálæðislega f linkir með hár. En erindið í hverfið er plötubúðin fræga. Fyrir hvað er þessi plötubúð fræg? Hún er fræg fyrir það að vera versta plötubúðin í Berlín. Það er vel þess virði að gera sér ferð inn á Google og lesa umsagnirnar 313 um Franz & Josefs Plattenladen, sem er með 1,9 í einkunn af 5 mögulegum. „Versta reynsla lífs míns” og „ég er enn í áfalli” er það sem slegnir viðskiptavinir, heima- menn og ferðamenn, skrifa með titrandi höndum í viðleitni til að vara aðra við. Eigandinn er eldri maður sem hatar eftirfarandi: Fólk sem er að ferðast, fólk sem býr í Berlín, fólk sem er að skoða, fólk sem skoðar ekki, fólk sem spyr spurninga, fólk sem spyr ekki neitt, fólk sem er hipsterar og svo hatar hann líka alla hina sem eru ekki hipsterar. „Og komdu aldrei aftur!“ gargar hann á fólkið. Það voru sár vonbrigði að fá fína þjónustu þarna í dag. Hluti af mér þráði að vera hafnað og þjást með hinum. Svo hefði líka verið geggjað að vera sér- valin og samþykkt af ófétinu. En þarna var bara einhver ungur og almennilegur maður. Ansans. n Plötusalinn í Prenzlauerberg Nínu Richter n Bakþankar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.