Austurglugginn


Austurglugginn - 06.09.2007, Side 3

Austurglugginn - 06.09.2007, Side 3
Fimmtudagur 6. september AUSTUR • GLUGGINN 3 Himbrimar í Berufirði Himbrimi sporðrennti kolablað. Mynd: Andrés Skúlason/www. birds. is Töluverður fjöldi himbrima heldur sig nú í Berufirði og úti við tjörur á Búlandsnesi. Oftar en ekki má t.d. sjá himbrima í Eyfreyjunesvíkinni sem er í sunnanverðum Berufírð- inum fast við þjóðveginn. Hér á myndinni má sjá himbrima á Ey- freyjunesvíkinni með kolablað sem var skömmu síðar kokgleyptur. AS Gamli flugvöllurinn á Reyðarfirði nýtist vel eins og meðfylgjandi mynd ber vitni um. Þótt langt sé síðan flugvél hefur lent á vellinum þá nýta starfsmenn netagerð- arinnar á Eskifirði sér flugvöllinn til viðgerðar á trolli Hákons EA þessa dagana. Starfsmaður sem vann að viðgerð sagði aðstöðuna á Eskifirði alveg stórfína en þeir gætu nýtt sér flugvöllinn þegar mikið liggur við. "Eins og núna, þetta troll er alveg í hönk og við þurfum gott pláss". Mynd: EBÞ Bæjarráð Fjarðabyggðar gerir athugasemdir Mjóeyrarhöfn: Ekkert GSM-samband 225 metra á Mjóafjörð? ferlíki landaði súráli Á bæjarráðsfundi 4. september tók Fjarðabyggð fyrir erindi frá Samgönguráðuneytinu sem fjallar um uppbyggingu GSM-farsíma- þjónustu á þjóðvegum. Bæjarráð gerir athugasemdir við að í áætlun Samgönguráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir GSM-sambandi í Mjóafírði og fól forstöðumanni að gera athugasemdir vegna þessa við ráðuneytið. EBÞ Landað hefur verið úr öðru skipi sem flutt hefur súrál til Fjarðaáls verksmiðjunnar, en það lagðist að bryggju í síðustu viku. Skipið mun heita Shi Dai 7 og er eitt lengst skip sem hefur lagst að bryggju hér á landi. Shi Dai 7 mun vera 225 metra að lengd og 32 metrar að breidd, það ristir 12 metra djúpt. Skipið kom frá Ástralíu eftir um 40 daga siglingu. EBÞ HHMB ■■■■■■ Tökum við símtölum frá öllum símafélögum Áskriftarsími Austurgluggans er477 1 571

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.