Austurglugginn - 06.09.2007, Síða 8
8
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. september
Mikil barátta kom
Kvennalið Hattar tapaði 4-3 gegn lið HK/Víkings í
úrslitakeppni 1. deildar kvenna í knattspyrnu á
laugardaginn fyrir framan um 65 áhorfendur.
HK/Víkingur byrjaði mun betur
í leiknum og náðu að pressa lið
Hattar fram á völlinn. Fyrri hluta
fyrri hálfleiks náðu HK/Víkings
stelpur að læsa lið Hattar á eigin
vallarhelming, sem með klókind-
um þjörmuðu að liði Hattar við ófá
útspörk frá markinu. Smám saman
náði lið Hattar þó að vinna sig út
úr þessum óþægilegu aðstæðum og
skoraði Sigríður Björk Þorláksdótt-
ir fyrsta mark leiksins á 34. mínútu
fyrir Hött. Adam var þó ekki lengi
í paradís því HK/Víkingur jafnaði
aðeins mínútu síðar, staðan var því
1 -1 í hálfleik.
í seinni hálfleik komu HK/Víkings
stelpur virkilega öflugar til leiks og
tóku völdin í Ieiknum um tíma og
komust í stöðuna 4-1 á fyrstu 15
mínútum hálfleiksins. Allt útlit var
fyrir að HK/Víkingur fylgdi þessu
eftir og myndi valta yfir Hattarlið-
ið. Hattarstúlkur náðu þó að snúa
leiknum sér í vil með mikilli bar-
áttu og fómfýsi. Þá færðu þær spil
sitt meira út á kantana og náðu að
halda boltanum meira innan liðs-
ins. A 66. mínútu fékk Höttur svo
víti sem Hugrún Hjálmarsdóttir
skoraði ömgglega úr og minnkaði
muninn í 4-2. Eftir það tók Höttur
nánast öll völd á vellinum og fór
svo að Elísabet Sara Emilsdóttir
skoraði lokamark leiksins á 83.
mínútu eftir að Höttur hafði legið
í sókn.
Þrátt fyrir tap í leiknum eiga Hatt-
arstelpur hrós skilið fyrir að gefast
ekki upp og hafa náð að snúa
í veg fyrir stórtap
Kvennalið Hattar gat brosað eftir að hafa minnkað muninn gegn HK/Viking
Mynd: EBÞ
leiknum sér í vil á ný og þannig
að lagað stöðuna fyrir seinni leik
liðanna sem fram fór í Kópavogi
gærkvöldi, þegar blaðið var farið í
prentun.
Að öðrum ólöstuðum var Sigríður
Björk Þorláksdóttirbest í liði Hattar,
en hún vann marga bolta með
mikilli baráttu og átti mikilvægar
sendingar auk þess að skora. I liði
HK/Víkings var Karen Sturludóttir
í sérflokki, enda lék hún um völl-
inn með knöttinn nánast að vild og
skoraði tvö mörk.
EBÞ
Góður moli KFF:
Skrifað undir stórsamning í Molanum
Á föstudag skrifuðu Knattspyrnu-
félag Fj arðabyggðar og Landsbanki
Islands undir styrktarsamning sem
gerir bankann að aðalstyrktarað-
ila félagsins næstu þrjú árin. Það
má gera a því í skóna að um sé að
ræða stærsta styrktarsamning sem
austfírskt íþróttalið hefur gert. I
máli Jóns Bjöms Hákonarsonar
hjá Landsbankanum kom fram
að gaman væri að ná samningi
við íþróttalið sem náð hefur svo
stórstígum framförum á stuttum
tíma, en í samningnum eru end-
urskoðunarákvæði sem koma til ef
félagið kemst upp í úrvalsdeild á
samningstímanum. Það eru útibú
Landsbankans í Fjarðabyggð sem
ganga svo myndarlega til verks.
SVARSENDING
Austurglugginn ehf.
Brekkugata 9
730 Reyðarfjörður
Merki bankans verður á búningum
meistaraflokks karla og kvenna
auk 2. flokks félagsins.
Bjami Ólafur Birkisson formaður
KFF segir samninginn mjög mik-
ilvægan fyrir félagið sem hefur
komið öðrum liðum í 1. deildinni
í opna skjöldu með góðri frammi-
stöðu sem nýliðar í deildinni.
EBÞ
Vangaveltur um Eggert:
Eggert
þénar fyrir KFF
Má setja ófrímerkt í póst
Gott gengi Eggerts Gunnþórs Jóns-
| sonar hjá Hearts í Skotlandi skapar
i Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar
ágætis tekjur. KFF seldi Eggert á
i sínum tíma til Hearts og lék hann
með ungmennaliði Hearts til að
byrja með. I sölusamningi KFF
og Hearts em ákvæði um að ef
Eggert spili með aðalliðinu komi
i til aukagreiðslur til KFF. Þannig
fær KFF aukagreiðslur eftir því
i sem Eggert spilar fleiri leiki fyrir
Hearts. Fari svo að Eggert verði
seldur til annars liðs, sem er ekki
i ólíklegt fær KFF 10% af andvirði
sölunnar þar sem klúbburinn er
i uppeldisfélag leikmannsins. Ekki
væri ólíklegt að ef Eggert færði
sig um set í ensku 1. deildina væri
i söluverð um 100 milljónir króna,
en vitað er af áhuga leikmannsins
i um að spila í þeirri deild. Hlutur
KFF við slíka sölu gæti því verið
um 10 milljónir króna ef Eggert
; væri seldur til Englands.
4
EBÞ