Fréttablaðið - 12.10.2022, Síða 8
olafur@frettabladid.is
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir
því að hagvöxtur hér á landi verði
5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta
ári, 2,6 prósent 2024 og 2,4 prósent
2025. Í spá sjóðsins til lengri tíma er
því spáð að áfram dragi úr hagvexti
hér á landi árin 2026 og 2027.
Þessi hagvaxtarspá er talsvert
undir þeirri spá sem Seðlabanki
Íslands kynnti í síðustu viku, en
bankinn reiknar með 5,9 prósenta
hagvexti í ár en svo dragi úr hag-
vexti á næsta ári. Spá Íslandsbanka
er enn bjartsýnni, en bankinn spáir
6,8 prósenta hagvexti á árinu.
Þá spáir Alþjóðagjaldey ris-
sjóðurinn því að ársverðbólgan hér
mælist 8,4 prósent og lækki hægt á
komandi árum. Þannig verði verð-
bólgan á næsta ári 6,7 prósent, 4,1
prósent 2024 og 2,7 prósent 2025.
Samkvæmt þessu fer verðbólga ekki
niður í 2,5 prósenta verðbólgumark-
mið Seðlabankans fyrr árið 2026.
Sjóður inn telur að sk uldir
íslenska ríkisins fari lækkandi, úr
tæpum 75 prósentum af landsfram-
leiðslu í byrjun þessa árs og undir 50
prósent 2027. Einnig telur sjóðurinn
að draga muni úr viðskiptahalla og
jafnvægi komast á utanríkisvið-
skipti Íslands árið 2024.
A lþjóðag ja ldey r issjóðu r inn
reiknar með að gengi krónunnar
muni lækka um fimm prósent fram
til 2027. n
Það er samt eitthvað
notalegt við það að
vita að hverju notand-
inn gengur þegar hann
endurnýjar ThinkPad
vélina sína.
Björn Gunnar Birgisson
Samkvæmt þessu fer
verðbólga ekki niður
í 2,5 prósenta verð-
bólgumarkmið Seðla-
bankans fyrr árið 2026.
Erfitt er að gera sér í hugar-
lund heiminn án einkatölva
sem við berum með okkur
hverja stund, hvert sem við
förum. Fartölvur, spjald-
tölvur, snjallsímar, jafnvel
snjallúr – nánast öll okkar
eru með eitt slíkt tæki eða
fleiri við höndina allar okkar
vökustundir.
Eitt þeirra fyrirtækja sem gerði
sig gildandi á tölvumarkaði þegar
einkatölvur voru að ryðja sér rúms
fyrir um fjórum áratugum var IBM,
fyrst með IBM PC tölvuna.
Þann 5. október árið 1992 fæddist
svo fyrsta ThinkPad fartölvan, sem
var fyrsta raunverulega ferðatölvan
frá IBM og breytti leiknum. Tölvan
hét ThinkPad 700c. Hönnuðir IBM
horfðu til hins japanska Bento
nestisbox þegar þessi klassíska vél
var hönnuð, sem vann yfir 300 verð-
laun á tveimur mánuðum.
ThinkPadinn varð strax stöðu-
tákn og hefur þjónað á fjarlægustu
stöðum heimsins ásamt ótal ferðum
út í geim. ThinkPad hönnunin sam-
einar form og notagildi á einstakan
hátt ásamt því að bæta upplifun
notandans með áherslu á gæði. 30
árum síðar eru nýjustu vélarnar enn
auðþekkjanlegar sem hin einstaka
ThinkPad fartölva, jafnvel þótt IBM-
nafnið sé löngu horfið af henni. Nú
eru það vélar frá Lenovo sem bera
ThinkPad-merkið. Ættarsvipurinn
leynir sér hins vegar ekki
Björn Gunnar Birgisson, vöru-
stjóri ThinkPad hjá Origo, segir
margt hafa breyst síðan fyrsta
ThinkPad tölvan var kynnt til leiks.
„Það er búið að vera ótrúlega
gaman að fylgjast með tækniþróun
síðustu ára, vinna með f lottasta
framleiðandanum og sjá fartölvur
þróast úr rúmlega 3 kg vélum í 1 kg
á meðan afköst hafa rúmlega 200
faldast.“
30 ár eru langur tími í tölvuheim-
inum þar sem lögmál Moore lifir
góðu lífi og hafa verið framleiddar
um 200 milljón ThinkPad fartölvur
á þeim tíma. Fyrstu vélarnar kost-
uðu nánast bílverð en það hefur
aldeilis breyst.
Björn Gunnar, sem hefur starfað
ThinkPad
fagnar þrjátíu
ára afmæli
magdalena@frettabladid.is
Dave Stewart, framkvæmdastjóri
Travelshift, segir að fyrirtækinu
hafi tekist að leysa vandamál í
ferðaþjónustunni sem ekkert annað
fyrirtæki hafi náð að leysa.
„Sú lausn er tengiferðin. Það er að
segja þú getur bókað allt sem þú vilt
bóka á einum stað. Hvort sem það er
flug, bílaleigubílar, hótel eða jafnvel
veitingastaðir,“ segir Dave.
Travelshift er móðurfélag Guide
to Iceland, Guide to Europe og
Guide to Philippines.
Árið 2021 hjá Travelshift ein-
kenndist af Covid heimsfaraldri og
áframhaldandi fjárfestingu í hug-
búnaðarþróun og hugverkarétt-
indum. Fyrirtækið sá smám saman
aukningu í bókunum árið 2021 frá
Covid-lægðunum 2020.
Dave bætir við að ástæðan fyrir
því að hann tók við starfi forstjóra
Travelshift hafi verið sú að hann sá
mikil tækifæri og vaxtarmöguleika
í fyrirtækinu.
„Fyrirtækið hefur haldið áfram
að fjárfesta í hugbúnaðarþróun til
að ná söluvexti á alþjóðavísu. Nafni
félagsins var breytt í Travelshift úr
Guide to Iceland til að endurspegla
áframhaldandi umskipti þess úr
markaðstorgi sem markaðssetur og
endurselur íslenska ferðaþjónustu,
í ferðatæknifyrirtæki sem hefur
þróað alþjóðlega lausn,“ segir Dave.
„Sem hluti af þessari stefnu hefur
nú verið hleypt af stokkunum vef-
síðunni guidetoeurope.com þar
sem ferðamenn geta bókað frí alls
staðar í Evrópu. Gert er ráð fyrir
að fjárfestingar árið 2021 verði að
veruleika á þessu ári þar sem við
kynnum Guide to Europe og gerum
ráð fyrir að geta byggt á þekkingu
fyrirtækisins til að ná umtalsverð-
um vexti á evrópskum markaði,“
segir Dave enn fremur.
Dave bendir einnig á að horfur
fyrir Guide to the Philippines,
sem er sameiginlegt verkefni með
Philippine Airlines, séu nokkuð
bjartar þar sem Filippseyjar eru nú
að opna landamæri sín fyrir ferða-
mönnum í kjölfar mjög strangra
Covid-takmarkana sem settar voru
árið 2020. n
Hafa leyst stórt vandamál í ferðaþjónustunni
ThinkPad 700c sem meðal annars var hægt að spila Microsoft Solitaire kapal í.
Björn Gunn
ar, vörustjóri
ThinkPad,
árið 2010 með
ThinkPad far
tölvu. Takið eftir
IBM rúllukraga
peysunni.
Dave Stewart, framkvæmdastjóri Travelshift. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrirtækið hefur
haldið áfram að fjár-
festa í hugbúnaðar-
þróun til að ná sölu-
vexti á alþjóðavísu.
Ólafur
Arnarson
olafur
@frettabladid.is
Nokkrir áfangar úr sögu
ThinkPad
n 1992 Fyrsti ThinkPadinn
lítur dagsins ljós
n 1993 Fyrsti ThinkPadinn fer
út í geim
n 2004 Fingarfaraskanni
kemur til sögunnar á Think
Pad
n 2005 Lenovo kaupir Think
Pad og kynnir hann sem
spjaldtölvu
n 2008 ThinkPad úr kol
trefjum kemur til sögunnar
n 2012 ThinkPad X1 Carbon
með mikla vinnslugetu
kynntur
n 2015 Meira en 100 milljón
ThinkPadar seldir frá upp
hafi
n 2022 ThinkPad Z úr endur
unnu áli með vegan „leðri“
kynntur
sem vörustjóri ThinkPad í rúmlega
20 ár, segir ferðalagið hafa verið
magnað og flestir átti sig ekki á því
hversu mikið frelsi ThinkPad hafi
veitt notendum.
„Hönnuðir ThinkPad halda í jap-
anskar hefðir í bland við hátækni
morgundagsins og hafa verið leið-
andi þegar kemur að innleiðingu
nýjunga. Það er samt eitthvað
notalegt við það að vita að hverju
notandinn gengur þegar hann
endurnýjar ThinkPad vélina sína.
Hágæðavara og frábær árangur í
þjónustu hefur skilað sér í yfir 50
prósenta markaðshlutdeild á fyrir-
tækjamarkaði enda segi ég alltaf að
allir eigi skilið að fá ThinkPad,“ segir
Björn að lokum. n
Minni hagvexti
spáð á þessu ári
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir
minni hagvexti hér á landi í ár en
Seðlabanki Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
8 Fréttir 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 12. október 2022 MIÐVIKUDAGUR