Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 12.10.2022, Qupperneq 24
Í hartnær heila öld hefur 66°Norður fylgt Íslending- um um fjöll og firnindi hér heima og um víða veröld, verndað þá fyrir veðri og vindum og þjónað allt í senn björgunarsveitarfólki, sjó- sækjendum, útivistarunn- endum og við daglegt líf. 66°Norður var stofnað árið 1926 og má segja að það sé orðið eins konar þjóðareign Íslendinga. „Í dag er 66°Norður orðið eitt af stærstu vörumerkjum landsins. Merkið var valið besta íslenska vörumerkið árið 2021 og 2020. Við erum enn í vexti og mun fyrirtækið opna flaggskipsverslun í London í lok árs,“ segir Elín Tinna Logadóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66°Norður. „Það er gaman að sjá hvað Íslendingum þykir vænt um vörumerkið, hve stoltir þeir eru af því og hvernig þeir bera hróður 66°Norður langt út fyrir land- steinana, svo þjóðin á stóran þátt í vexti fyrirtækisins á Íslandi og úti í heimi. Fyrirtækjaþjónusta okkar hefur verið stór hluti af rekstrinum frá upphafi og nú er svo komið að við erum farin að fá beiðnir um fyrirtækjagjafir bæði frá Evrópu og víðar um heim. Fyrirtækjaþjónust- an hefur verið einn skemmtilegasti tíminn á mínum ferli enda er gífur- lega gaman að vera í samskiptum við öll þessi ólíku fyrirtæki og finna hvað við erum ofarlega á óskalistanum hjá fólki,“ segir Elín. Vinsælar fyrirtækjagjafir „Vöruúrval 66°Norður er mjög fjölbreytt. Við erum með eitthvað fyrir alla, og það er líklega ein af skýringunum á því af hverju 66°Norður er svona vinsæl jólagjöf fyrirtækja til starfsmanna sinna,“ segir Elín. Elín hefur starfað hjá fyrir- tækinu frá því 2008 og sinnt fyrir- tækjaþjónustunni frá 2017. Hún hefur séð hversu vinsælar gjafirnar frá 66°Norður hafa verið og reynst vel. „Vörumerkið er sterkt og starfs- fólkið kann að meta gjöfina frá fyrirtækinu. Við sjáum þetta ein- staklega vel núna eftir heimsfar- aldurinn þar sem vitundarvakning hefur orðið varðandi útivist og hreyfingu og margir Íslendingar uppgötvuðu upp á nýtt hversu gaman er að ferðast um og njóta okkar fallegu náttúru. Vörurnar okkar eru fullkomnar til þess að fara út og hreyfa sig í íslenskri nátt- úru, allan ársins hring. Fyrirtæki og starfsfólk kunna líka að meta að allar vörur 66°Norður eru hannaðar á Íslandi sem eykur enn á þá sterku tengingu sem Íslendingar eiga við vörumerkið.“ Sjálfbærni í hundrað ár 66°Norður hefur verið íslenskt fyrirtæki í 96 ár og rekstur á litlu landi eins og Íslandi krefst skyn- semi í framleiðslu og þess að búa til vörur sem endast vel. „Þegar fyrirtækið var stofnað var sala á fatnaði ekki helsta tekjulindin heldur viðgerðaþjónustan sem fyr- irtækið rekur enn þann dag í dag. Þessi gamalreynda saga á einkar vel við í dag, nú þegar fyrirtæki og einstaklingar horfa æ meira í átt að sjálfbærni. Það skiptir máli að velja gæði og það sem endist vel, því það takmarkar offramleiðslu á því sem dugar skammt. Þetta er eitthvað Gæði og ending í tæp hundrað ár Hér má sjá fyrirtækjasvið 66°Norður. Frá vinstri: Rósa Tryggvadóttir, Kjartan Tómas Guðjónsson, Elín Tinna Logadóttir, Brynja Baldurs- dóttir, Guðrún Valtýsdóttir og Arnbjörg Baldvinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Elín Tinna hefur starfað hjá 66°Norður síðan 2008 og segir tíma sinn á fyrirtækja- sviðinu hafa verið afar lær- dómsríkan og skemmtilegan. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 66°Norður hefur hannað fallegar umhverfisvænar gjafaumbúðir fyrir jólagjafirnar. MYND/AÐSEND Með vinsælustu jólagjöfum frá 66°Norður hafa verið töskurnar og bakpok- arnir, vörur sem framleiddar eru úr afgangsefni. MYND/AÐSEND Vörurnar okkar eru fullkomnar til þess að fara út og hreyfa sig í íslenskri náttúru, allan ársins hring. Elín Tinna Við viljum vinna markvisst að því að fótspor okkar hér á jörðu sé sem allra minnst.“ Stafræn gjafakort 66°Norður stígur skref í átt að staf- rænu byltingunni og býður nú upp á stafræn gjafakort beint í símann. „Gjafakortin frá 66°Norður hafa verið langvinsælasta jólagjöf fyrirtækja í mörg ár, enda eru þau einföld í innkaupum og starfs- fólkið getur valið sér vörur sem því henta. Stafræna lausnin verður lík- lega sérlega vinsæl hjá fyrirtækjum sem vinna að því að verða pappírs- laus. Það hefur svo reynst mjög vinsælt að para saman gjafakort og fylgihluti eins og húfu, sokka eða vettlinga frá 66°Norður því margir hafa gaman af því að gefa innpakkaðar gjafir,“ segir Elín. Fyrirtækja- gjafirnar frá 66°Norður eru vinsælar hjá öllum gerðum fyrirtækja, stórum sem smáum, tengdum útivist eða ekki. „Við erum með teymi við- skiptastjóra sem sérsníða tilboð í jóla- gjafir fyrir fyrirtæki. Sum vilja halda sig við rafrænar gjafir á meðan önnur vilja velja vörur í pakk- ana. Þá erum við með fallegar gjafaöskjur fyrir stærri og smærri gjafir, allt eftir þörfum hvers og eins. Einnig bjóðum við upp á að láta merkja vörurnar fyrirtækinu ef áhugi er fyrir því. Við erum hand- viss um að gjöf frá 66°Norður er gjöf sem slær í gegn og hlökkum til að þjónusta fyrirtæki landsins í jólavertíðinni,“ segir Elín að lokum. n Nánari upplýsingar má nálgast á soludeild@66north.is eða í síma 535-6660. Rafræna gjafakortinu fylgir enginn pappír og ekkert plast. Hentug gjöf sem kemur beint í síma starfs- fólks. MYND /AÐSEND sem við höfum stuðlað að í nær hundrað ár. 66°Norður hefur verið kolefnishlutlaust fyrirtæki frá árinu 2019. Við erum líka fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá B Corporation- vottun en vottunina hljóta þau fyrirtæki sem hafa uppfyllt hæstu kröfur um samfélags- lega og umhverfis- lega frammistöðu í starfsemi sinni á ábyrgan og gagn- sæjan hátt. Það er augljóst að þessir kostir eru stjórnendum og mannauðsstjórum fyrirtækja ofarlega í huga og kemur einna best fram í því að einar af vinsælustu jólagjöfunum hafa verið töskurnar og bakpok- arnir, vörur sem framleiddar eru úr afgangsefni. Einnig framleiðum við hanska úr afgangsefnum. Þetta eru góðar gjafir með skemmtilega sjálfbærnisögu að baki. Markmið okkar er að nýta hrá- efnin sem allra best án þess að það komi niður á gæðunum, en þetta er eitthvað sem gleymist stundum í þeim hraða heimi sem við lifum í. 12 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.