Fréttablaðið - 12.10.2022, Side 26
Kannski
ættum við
öll að gera
þetta, að
merkja
jólagjaf-
irnar sem
við gefum
með nöfn-
um okkar
sjálfra? Það
er nú
eitthvað til
þess að
íhuga.
Arndís
Jóhanna María
Einarsdóttir
jme
@frettabladid.is
MATARBÚÐIN
NÁNDIN
matarbudin.is
Gefðu einstaka plastlausa matargjafarkörfu
með vörum frá íslenskum smáframleiðendum,
beint frá býli og Urta Islandica
Austurgata 47 - Hafnarörður - Básvegur 10 - Reykjanesbær
SÆLKERA
GJAFAKÖRFUR
Sendu okkur fyrirspurn og við hjálpum þér
við að setja saman fallega plastlausa gjafakörfu
matarbudin@matarbudin.is
Arndís Þórarinsdóttir rifjar
upp nytsamar jólagjafir sem
Kópavogsbær gaf starfsfólki
sínu. Önnur hefur nýst í
snyrtimennskuna á meðan
hin hefur verið ómissandi í
ferðalögin.
Arndís Þórarinsdóttir starfar
sem rithöfundur og þýðandi en á
meðan hún var enn þá á almenn-
um vinnumarkaði vann hún lengst
af sem deildarstjóri á Bókasafni
Kópavogs. „Þar var ég í tíu góð ár,
en hætti fyrir fjórum árum,“ segir
Arndís.
„Þetta var skemmtilegt starf í
stóru samfélagi lesenda, en eftir
því sem frá líður sakna ég meira
hins nána samfélags samstarfs-
fólksins. Vinnufélagar mynda oft
alveg einstök tengsl. Þar fara ólíkir
einstaklingar sem verja drjúgum
hluta vikunnar saman, hvernig
sem dagsformið er. Samstarfsfólkið
fæst við úrlausn alls konar vanda-
mála saman og samgleðst þegar
vel gengur. Mér fannst ég eiginlega
fyrst kunna að meta þennan góða
félagsskap til fulls þegar ég var hætt
og fann söknuðinn. Sem betur fer
kem ég oft á safnið og hitti mína
gömlu félaga,“ segir Arndís.
Snyrtilegt starfsfólk á nýju ári
Arndís segir að Kópavogsbær hafi
haft þann háttinn á að gefa starfs-
fólki sínu jólagjafir.
„Sú gjöf sem ég nota mest er
forláta naglasett sem inniheldur
skæri, naglaklippur, þjalir og hvers
kyns tól sem ég kann ekki alveg að
nefna. Þetta er augljóslega mjög vel
heppnuð gjöf því öll þurfum við
að sinna einhverri naglaumhirðu.
Settið er í haganlegum umbúðum
sem fara vel í baðskápnum og bæj-
arfélagið fékk væntanlega svolítið
snyrtilegri starfsmenn á nýju ári.
Þetta var, myndi ég segja, stöngin
inn í vinnustaðajólagjöfum,“ segir
Arndís og hlær.
Geysihagleg tuðra
Eftirminnilegasta gjöfin var samt
mögulega, að sögn Arndísar, forláta
íþróttataska á hjólum sem hún
fékk fyrstu jólin sem hún vann
fyrir bæinn.
„Ég hóf störf að hausti svo það
kom mér í opna skjöldu að stærsti
pakkinn undir jólatrénu það árið
væri frá nýja vinnuveitandanum.
Upp úr pakkanum kom þessi
geysihaglega tuðra, sem hefur
dröslast með okkur fjölskyldunni
í flestar sumarbústaða ferðir
síðustu fimmtán ár, kirfilega merkt
Kópavogsbæ. Þá hugsa ég fallega
til bæjarstjórnarinnar þarna fyrir
hrun, árið eftir fengum við svo
kerti og spil, enda stemmningin
svolítið önnur jólin 2008.“
Hlýjar tilfinningar kvikna
„Mér finnst þetta raunar mjög
skemmtilegt, að gjafirnar séu
merktar bæjarfélaginu. Oft vilja
fyrirtæki auglýsa sig og sinn
varning með því að nota vöru-
merki sín sem víðast, en hagur
sveitarfélagsins af því að merkja
naglasettið fannst mér ekki alveg
augljós. Mögulega var það til þess
að kveikja þessar hlýju tilfinningar
í brjósti þiggjandans öllum þessum
árum síðar.
Kannski ættum við öll að gera
þetta, að merkja jólagjafirnar sem
við gefum með nöfnum okkar
sjálfra? Það er nú eitthvað til þess
að íhuga,“ stingur Arndís upp á.
Ný bók fyrir allan aldur
Arndís er starfandi rithöfundur
og gaf nýverið út stórskemmti-
lega bók sem ber hinn heillandi
titil Kollhnís. „Hún gerist raunar
í Kópavogi. Kannski það sé til
marks um að Kópavogs-merkingin
á naglasettinu hafi með góðum
árangri talað til undirmeðvitundar
minnar?
Kollhnís er um stálpaðan strák
sem heitir Álfur og fjölskylduna
hans. Álfur gengur í skóla og æfir
fimleika, en mestar áhyggjur hefur
hann af því að fjölskyldan hans sé
öll einhvern veginn á skjön; allt frá
litla bróður sem kann ekki að segja
nafnið sitt, til móðursysturinnar
sem enginn í fjölskyldunni talar
lengur við. Sagan fjallar um allan
þann vandræðagang sem fylgir því
að fullorðnast og átta sig á því að
heimurinn er ekki jafneinfaldur og
maður hélt.
Ætli bókin sé ekki fyrir lesendur
svona ellefu ára og eldri? Mér
finnst í það minnsta óþarfi að
setja aldurshámark á hana,“ segir
Arndís, sem bætir við að sér hafi
orðið það ljóst í störfum sínum á
Bókasafni Kópavogs að hún eigi
það sameiginlegt með mörgum
öðrum fullorðnum lesendum að
lesa fjölskyldubækur sér til gleði og
ánægju. n
Stöngin inn í
vinnustaðajólagjöfum
Arndís með tuðruna góðu sem er kirfilega merkt Kópavogsbæ og vel snyrtar neglur í þokkabót. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
jme@frettabladid.is
Það hitta ekki allar jólagjafir í mark
þegar kemur að fyrirtækjagjöfum
og í þetta sinn var skotið langt út
fyrir markið. Kannski er hugsunar-
leysi um að kenna, en sagan sem hér
fer á eftir ber vitni um það hversu
mikilvægt það er að velja gjöf sem
endurspeglar starfsmann, vinnu-
veitanda og sambandið þar á milli.
Hugmyndin að baki gjöfinni var
án efa falleg, en í röngu samhengi
getur ein lítil gjöf orðið að einhverju
öðru, jafnvel móðgun.
Jólakertið eftirminnilega
Rut starfar í dag sem umsjónar-
kennari í Álftamýrarskóla. Hún er
leikskólakennari að mennt og starf-
aði áður á leikskólanum Granda-
borg og leikskóla Seltjarnarness.
Hún lýsir sér sem 38 ára gleðipinna,
miklum femínista og manneskju
sem er almennt umhugað um rétt-
læti á öllum sviðum lífsins.
Á þeim tíma sem hún starfaði
á leikskólanum Grandaborg og
leikskóla Seltjarnarness, sem
voru nú allmörg ár, hlutu hún og
samstarfsfólk hennar þónokkrar
jólagjafir eins og gengur og gerist
á vinnustöðum kringum jólin.
„Sú eftirminnilegasta var klár-
lega jólakerti frá Hekla Ísland sem
Reykjavíkurborg færði starfsfólki í
leikskólanum Grandaborg eitt árið,
líklega kringum 2010 eða stuttu
eftir það,“ segir Rut.
Bannað að kveikja á kertinu
Rut segir að það eftirminnilegasta
við þessa annars fallegu jóla-
gjöf hafi ekki verið kertið sjálft
endilega, heldur sú staðreynd að
öllu starfsfólki leikskólans, sem
taldi um 25-30 starfsmenn, var
gefið þetta eina kerti, saman. „Það
kjánalegasta við þetta allt er að það
er stranglega bannað að kveikja
á kertum í leikskólum,“ segir Rut
og hlær. Það var því ómögulegt að
kveikja á kertinu í vinnunni.
Svekkt og hissa yfir gjöfinni
Rut segir að hún og samstarfsfólk
hennar hafi fengið að njóta þessa
fallega kertis á kaffistofunni í
einhvern tíma. „Að sjálfsögðu var
þó slökkt á því,“ segir Rut. Þau sam-
starfsfélagarnir veltu því margoft
fyrir sér hvað hefði vakað fyrir
Reykjavíkurborg með þessari jóla-
gjöf. Hvort sá eða sú sem sá fyrir
sér að þetta væri góð hugmynd að
gjöf fyrir leikskólastarfsfólk, sæi
kannski fyrir sér að starfsmenn
skiptust á að taka kertið heim með
sér og kveikja á því þar, því ekki
mátti það í vinnunni.
„Viðbrögð starfsfólks almennt
leyndu sér ekki og var fólk nokkuð
svekkt og hissa yfir þessari gjöf. En
á sama tíma var gert óspart grín
að vinnuveitendum starfsmanna
sem augljóslega þekktu ekki sínar
eigin reglur um bann við kertum á
vinnustaðnum,“ segir Rut.
Víðförult kerti
Kertið fór þó ekki til spillis. „Já.
Brandarinn endaði svo þannig að
hópur starfsfólks neitaði að láta
Reykjavíkurborg hafa sig að fífli
og skiptist því á því að taka kertið
heim til sín og kveikja á því. En
sá hlær best sem síðast hlær og að
mínu mati er það án efa jólagjafa-
nefnd Reykjavíkurborgar sem
þarna hefur líklega orðið að ósk
sinni,“ segir Rut og glottir. n
Óheppileg jólagjöf
Rut minnist sérstaklega jólanna
þegar starfsfólk leikskólans fékk
kerti í jólagjöf frá Reykjavíkurborg.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
14 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR