Fréttablaðið - 12.10.2022, Page 28

Fréttablaðið - 12.10.2022, Page 28
Eftirminnilegasta gjöfin er skóbursti sem ég fékk frá breskri hótelkeðju sem ég vann hjá eitt sumar. Þegar ég ætlaði að nota hann á skóna mína var mér bent á að þetta væri tann- bursti fyrir hunda. Hjálmar Örn Þegar spurt er hvort gjafir til starfsfólks um jól skipti máli fyrir starfsandann, eru flestir á því að það skipti sköpum fyrir hann að gleðja starfsfólkið með glaðningi og það skapi vellíðan að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. sjofn@frettabladid.is Eins og spakmælið segir: „Það er sælla að gefa en þiggja.“ Það er hægt að fara fjölbreyttar leiðir til að gleðja og ótrúlega margt sem er í boði í dag. Það getur verið áskorun að finna gjöf sem fellur í kramið ef um stóra fjölbreytta hópa er að ræða og þess vegna er mjög sniðugt að hafa valkosti. Það er auðveldara í útfærslu en maður heldur að gefa fólki val og reynslan hefur sýnt að það vekur meiri lukku. Við spurðum nokkra einstaklinga um fyrirtækjagjafir og hvort þeim finnist skipta máli að vinnuveitendur þeirra umbuni þeim með jólagjöf eða áramóta­ glaðningi. n Allir fá þá eitthvað fallegt Bjargaði jólunum Berglind Guð- mundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, sælkeri og matarbloggari, eigandi blogg- síðunnar Gulur, rauður, grænn og salt, er ein þeirra sem hefur fengið þónokkrar gjafir frá vinnuveitendum sínum og segir meðal annars að ein gjöfin hafi hreinlega bjargað jólunum á hennar bæ. Hvað er eftirminnilegasta fyrir- tækjagjöfin sem þú hefur fengið frá vinnuveitanda þínum og hvers vegna var hún eftirminnileg? „Eftirminnilegasta fyrirtækja- gjöfin er inneign í Smáralindina sem ég fékk fyrir nokkrum árum. Ég veit að það er núll rómans fólginn í þeirri gjöf, en á þessum tímapunkti var ég búin að vera með kvíðahnút í maganum yfir því hvernig ég ætlaði að láta enda ná saman þessi jólin. Þetta var því bara algjörlega dásamleg gjöf og ég gat farið og græjað jólin og notið í botn,“ segir Berglind. Finnst þér skipta máli að vinnu- veitendur umbuni starfsmönnum sínum með gjöfum? „Já, það þykir mér. Það eru margir sem hlaupa fyrir vinnu- veitendur sína allt árið og eyða stórum hluta af tíma sínum í vinnunni. Þarna er tækifæri fyrir fyrirtækin að gefa til baka, þakka fyrir og jafnvel koma smá á óvart.“ Hver er þín draumagjöf frá vinnu- veitandanum? „Mér finnst bara þrusu fínt að fá gjafakort og geta valið jólagjöfina sjálf. En annars slær ilmkerti, rauð- vín og hlýir sokkar alltaf í gegn hjá mér,“ segir Berglind og brosir sínu hlýja brosi. Berglind bætir að lokum við að það væri lag ef fyrirtæki myndu hafa tímanlega samband við hjálparstofnanir og spyrja: „Hvernig getum við að- stoðað þessi jól?“ Elska að fá upplifun Elva Ágústsdótt- ir, blaðamaður og stílisti, hefur fengið gjafir sem hafa hitt hana í hjartastað og glatt hana á eftir- minnilegan hátt. Hvað er eftir- minnilegasta fyrirtækjagjöfin sem þú hefur fengið frá vinnuveitanda þínum og hvers vegna var hún eftir- minnileg? „Eftirminnilegasta gjöfin er eflaust grillpanna og gjafabréf á geggjaðan Michelin veitingastað úti í Kaupmannahöfn – en gjöfin var frá hönnunarfyrirtækinu Muuto sem ég starfaði fyrir á sínum tíma. Eins fékk ég fallega íslenska hönnun ein jólin frá Epal, en við eigum svo marga flotta hönnuði hér á landi sem eru að gera það gott og um að gera að styðja við bakið á þeim. Nokkur ár í röð fékk ég matarkörfu frá fyrir- tæki sem ég starfaði fyrir, og gaf körfurnar áfram til Mæðrastyrks- nefndar sem tók ávallt fagnandi á móti. Ég hef líka fengið inneign í fataverslun sem ég starfaði fyrir, þá í formi hærri afsláttar en starfs- mannaafslátturinn var af einni flík – það þótti mér skondin saga,“ segir Elva. Finnst þér skipta máli að vinnu- veitendur umbuni starfsmönnum sínum með gjöfum? „Það er alltaf gaman að fá glaðning í árslok, því verður ekki neitað. Nokkurs konar umbun fyrir vel unnin störf yfir árið.“ Hver er þín draumagjöf frá vinnu- veitandanum? „Draumagjöfin gæti verið svo margt. Ég elska allar upplifanir, svo að gjafabréf í dekur, út að borða, á tónleika eða í ævin- týraferð sem keyrir adrenalínið í gang væri skemmtilegt að fá. Nú eða inneign hjá flugfélagi sem tæki mann út fyrir landsteinana í óvissuferð,“ segir Elva að lokum. Skóburstinn reyndist vera tannbursti Hjálmar Örn skemmtikraftur og gleðigjafi er á því að það eigi að gleðja með því að gefa og þessari hefð eigi að viðhalda. Hvað er eftir- minnilegasta fyrirtækjagjöfin sem þú hefur fengið frá vinnuveitanda þínum og hvers vegna var hún eftir- minnileg? „Eftirminnilegasta gjöfin er skóbursti sem ég fékk frá breskri hótelkeðju sem ég vann hjá eitt sumar. Þegar ég ætlaði að nota hann á skóna mína var mér bent á að þetta væri tannbursti fyrir hunda,“ segir Hjálmar og skellir upp úr. Finnst þér skipta máli að vinnu- veitendur umbuni starfsmönnum sínum með gjöfum? „Það er alltaf gaman að fá gjafir hvort sem það eru afmælis- eða jólagjafir. Gefa, gefa, gefa, segi ég við vinnuveitendur.“ Hver er þín draumagjöf frá vinnu- veitandanum? „Peningur,“ segir Hjálmar án nokkurra umhugsunar. Hjálmar bætir við að fyrirtækjagjafir séu flott séríslensk hefð sem ekki megi leggja af undir neinum kringumstæðum. Flugferð væri draumurinn Þórunn Högna, útlitshönnuður og stílisti, hefur fengið margar jólagjafir sem hafa glatt hana og er á því að jólagjafir til starfsfólks gleðji. Hvað er eftirminnilegasta fyrirtækjagjöfin sem þú hefur fengið frá vinnuveitanda þínum og hvers vegna var hún eftir- minnileg? „Ég hef fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegn- um árin. Alls kyns matar-, vín- og ostakörfur sem mér finnst alltaf gaman að fá. Það er engin ein jólagjöf sem stendur upp úr sem ég man eftir. En þegar ég var að vinna hjá SkjáEinum man ég að þeir gáfu alltaf mjög veglegar jólagjafir,“ segir Þórunn. Finnst þér skipta máli að vinnu- veitendur umbuni starfsmönnum sínum með gjöfum? „Já, það finnst mér, svo margt hægt að gera fyrir starfsfólkið sitt sem gleður. Mikið af starfs- fólki er búið að standa langar vaktir í verslunum yfir hátíðirnar og oft mikið álag á því. Svo auð- vitað spilar inn í líka hversu margir starfsmenn eru hjá fyrir- tækjunum, hvernig og hvað er gefið í jólagjafir.“ Hver er þín draumagjöf frá vinnuveitandanum? „Mér finnst mjög gaman að ferðast, þannig að gjafabréf hjá flugfélagi væri draumagjöfin mín,“ segir Þórunn dreymin á svip. Þegar það er verið að gefa fyrirtækjagjafir finnst mér líka mjög sniðugt að gefa gjafakort til dæmis í Kringluna, Smára- lind eða í Miðbæinn. Þá geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í öllum þessum verslunum. Bankakort er líka alveg frábær jólagjöf finnst mér.“ Það er alltaf mikil tilhlökkun á vinnustöðum að vita hver jólagjöfin verður. Sumir geta ekki beðið og rífa hana upp strax á meðan aðrir geyma hana fram á aðfangadagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 16 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.