Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 40
Íslenska kvennalandsliðið er úr leik í undankeppni HM 2023 eftir 1-4 tap gegn Portú- gal í framlengdum leik í gær. Íslenska liðið vaknaði til lífs- ins eftir að hafa misst mann af velli í upphafi seinni hálfleiks en þreyttir fætur Stelpnanna okkar héldu ekki í við Portú- gali í framlengingunni. aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Frækin barátta íslenska kvennalandsliðsins eftir að hafa lent manni undir verðskuldaði ekki jafn stórt tap og raun bar vitni þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Íslandi í gærkvöld. Ísland missti mann af velli í upphafi seinni hálf leiks og lenti um leið marki undir en náði að jafna leikinn og koma sér í fram- lengingu. Þar skildi liðsmunurinn að og gengu Portúgalir á lagið. Portúgal fer því í lokakeppni HM í fyrsta sinn en Stelpurnar okkar sitja eftir með sárt ennið. Þegar líða tók á framlenginguna færði íslenska liðið sig framar á völlinn sem skildi eftir stór pláss fyrir Portúgali að sækja í og tókst heimakonum að fegra úrslitin með góðum skyndisóknum þegar líða tók á framlenginguna. Eftir vonbrigðin í síðustu undan- keppni komst Ísland enn nær því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn en líkt og síðast tókst ekki að taka lokaskrefið sem er að komast inn á HM. Óvíst er hvort að mikil leikmannavelta verði í liðinu fyrir næsta verkefni en næst tekur við undankeppni EM 2025 sem hefst á næsta ári. Þorsteinn Halldórsson gerði eina breytingu frá síðasta leik. Selma Sól Magnúsdóttir kom inn í stað Svövu Rósar Guðmundsdóttur. Með því fór Þorsteinn aftur í leikaðferð sem reyndist vel í 45 mínútur gegn Hollendingum þegar Íslandi gekk betur að loka á sóknarlotur Hol- lands. Þá náði Sara Björk Gunn- arsdóttir sér af f lensu sem var að hrjá hana og var á sínum stað á miðjunni. Fyrri hálfleikurinn var jafn þrátt fyrir að það vantaði meiri ró í sókn- araðgerðir íslenska liðsins. Íslenska liðið sat aftarlega á vellinum og leyfði Portúgal að vera með boltann án þess að Portúgal tækist að skapa sér mörg færi. Að sama skapi áttu Stelpurnar okkar erfitt með tengja saman sóknir og komast í góð færi með bitlausum sóknaraðgerðum og var staðan því markalaus í fyrri hálfleik. Upphafsmínútur seinni hálf- leiks voru örlagaríkar. Einn besti kvendómari heims, Stéphanie Frappart, var á flautunni og dæmdi mark af Sveindísi Jane Jónsdóttur á 49. mínútu leiksins eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur og fundið brot í aðdraganda marks- ins. Mínútu síðar var Frappart aftur komin í skjáinn eftir að hafa dæmt vítaspyrnu á Áslaugu Mundu Gunn- laugsdóttur og vísað bakverðinum af velli og stóð hún við dóminn eftir að hafa skoðað hann nánar. Carole Costa fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi sem setti leikinn í uppnám fyrir íslenska liðið. Bakslagið virtist ef la íslenska liðið sem átti sinn besta kafla stuttu seinna og jafnaði Glódís Perla Vig- gósdóttir metin með skalla fjórum mínútum eftir að Portúgal komst yfir með góðu marki. Íslenska liðið hélt áfram að sækja en þegar líða tók á seinni hálf leik færðu Stelp- urnar okkar sig aftar á völlinn og Portúgal náði stjórn á leiknum. Þrátt fyrir mikla pressu Portúgals fékk Ísland besta færið til að bæta við marki en skot Sveindísar Jane fór fram hjá markinu. Það þurfti því að grípa til fram- lengingar og hún var rétt farin af stað þegar Portúgal komst aftur yfir. Eftir fast leikatriði hjá Íslandi sóttu Portúgalir hratt upp völlinn í yfir- tölu og Diana Silva skoraði fram hjá Söndru Sigurðardóttur. Þreyttir fætur íslenska liðsins reyndu að færa liðið framar á völl- inn en við það opnaðist varnarlínan upp á gátt og bættu Tatiana Pinto og Francisca Nazareth við mörkum áður en lokaflautið gall. n HM-draumurinn rann út í sandinn Svekkelsið í Portúgal var mikið eftir hetjulega baráttu íslenska liðsins í Porto í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íslensku stelp- urnar þökkuðu þeim tæplega 200 stuðnings- mönnum sem lögðu leið sína á leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK aron@frettabladid.is FÓTBOLTI „Þetta var aldrei rautt spjald, hún er ekki viljandi að toga hana niður,“ sagði Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, svekktur eftir að íslenska landsliðinu mistókst að tryggja sér farseðil á Heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslenska liðið tapaði 4-1 í fram- lengdum leik en í fyrri hálf leik átti sér stað röð umdeildra atvika. Stéphanie Frappart tók þá mark af íslenska liðinu sem virtist löglegt. Skömmu síðar rak hún Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur af velli og dæmdi vítaspyrnu sem kom Portú- Fátt hægt að segja til að hughreysta aron@frettabladid.is FÓTBOLTI „Þetta er ömurleg til- finning,“ sagði svekkt og sár Agla María Albertsdóttir eftir að hafa upplifað það að sjá HM-drauminn fara út um gluggann í Portúgal í gær. Um rauða spjaldið á Áslaugu Mundu hafði Agla þetta að segja: „Ég horfði á þetta af bekknum, víti og rautt spjald finnst mér harður dómur. Þetta er ekki viljandi hjá henni, þetta er rosalega svekkj- andi,“ sagði Agla sem kom inn með ágætan kraft í leikinn. „Ég komst í færi sem hefði getað breytt leiknum. Þetta er hrikalega svekkjandi, þetta gerist ekki meira svekkjandi í raun. Það gáfu allar allt í þennan leik, það gat enginn gefið meira.“ Umspilið f yrir HM er mjög umdeilt þar sem einn leikur sker úr um það hvort liðið fer á loka- mótið og þá fékk Portúgal heima- leik. „Þetta er galið fyrirkomulag, að vera svona ofarlega og fá ekki heimaleik. Það er enginn afsökun en það skiptir miklu máli, þær sem eru með fleiri stig ættu að fá heima- leik að mínu mati,“ sagði Agla María um svekkelsið sem fylgir því að horfa á drauminn fara út um gluggann í Portúgal. n Allar stelpurnar gáfu allt í leikinn en það dugði því miður ekki til Svekktur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK gal á bragðið. „Maður var viss um að dómarinn myndi dæma þetta mark af í VAR,“ sagði Þorsteinn um markið sem tekið var af Sveindísi Jane Jóns- dóttir. „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik að halda í boltann, við feng- um samt sénsa til að gera eitthvað. Við náðum að skapa fín færi.“ Þorsteinn átti erfitt með að finna orð til að hughreysta niðurbrotna leikmenn. „Það er lítið sem ég get sagt til að hughreysta þær, draumur- inn þeirra var að fara á HM og hann rætist ekkert. Ég get lítið sagt til að hughreysta liðið. Næsta verkefni er í febrúar, þetta hefur verið strembið ár og leikmenn þurfa frí.“ n 12 Íþróttir 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 12. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.