Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 4
Þetta er merki legt skref í sam starfi Ís lands og Græn lands. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra stofnhus.is Kuggavogur 26 Opið hús 15. og 16. október Glæsilegt fjölbýlishús með fallegri náttúru allt um kring Kl. 13:00-17:00 Nýtt í sölu odduraevar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu mun ekki sekta fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgar­ svæðinu lengur, að því er segir í til­ kynningu. Veðurfræðingur segist ekki búast við sömu hálku í morg­ unsárið í dag og var í gær. Þar segir lögreglan að „þessu verði víst ekki frestað lengur“, þar sem hálka sé mætt og þá þurfi ökumenn að huga að dekkjabúnaði ökutækja. Eins og Fréttablaðið greindi frá end­ aði leigubíll ofan í Tjörninni í mið­ borginni í morgun eftir hálkuslys. Alla jafna eru nagladekk bönnuð frá 15. apríl til 31. október hvert ár, nema aðstæður gefi tilefni til annars og telur lögregla svo vera á höfuð­ borgarsvæðinu nú. „Vetrardekk eru málið þessa dag­ ana og fyrir þá sem þurfa að vera á negldum dekkjum, þá mun Lögregl­ an á höfuðborgarsvæðinu ekki sekta fyrir notkun slíks búnaðar,“ skrifar lögreglan á samfélagsmiðlinum. Hún hvetur ökumenn til að fara varlega og hafa bíla og önnur farar­ tæki búin í samræmi við veðurfar. „Líf og fjör!“ skrifar lögreglan að endingu. Birgir Örn Höskuldsson veður­ fræðingur segir að það hafi verið kalt í nótt en svo geri Veðurstofan ráð fyrir úrkomu. „Þannig að það ætti að verða þurr jörð nú í morgunsárið. Þá ætti ekki að myndast hálka eins og við sáum í gærmorgun.“ n Nagladekk leyfð en ekki búist við hálku í dag Vanalega eru nagladekkin bönnuð frá 15. apríl til 31. október ár hvert. kristinnpall@frettabladid.is MENNTUN Háskólinn í Reykjavík stendur í stað á lista World Univers­ ity Rankings yfir bestu háskóla heims en Háskóli Íslands fellur um hundrað sæti og hefur aldrei verið neðar í tólf ára sögu listans. Háskólinn í Reykjavík þykir meðal 301–350 bestu háskóla heims og í 53. sæti yfir bestu ungu háskóla heims meðal skóla sem eru með yngri en fimmtíu ára sögu. Háskóli Íslands fagnar því að vera tólfta árið í röð á listanum en eftir að hafa verið meðal þrjú hundruð bestu háskóla heims fyrstu átta árin hefur HÍ sigið niður listann. n Háskóli Íslands færist neðar kristinnpall@frettabladid.is REYKJAVÍK Umhverfis­ og skipulags­ ráð Reykjavíkurborgar samþykkti að vísa tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins um að hætta gras­ slætti á umferðareyjum til frekari meðferðar. Í tillögunni kemur fram að Kol­ brún telji óþarft að slá gras á öllum umferðareyjum og að þarna sé tæki­ færi til að spara án þess að spilla umhverfinu. Þessi svæði eigi skilið frið til að þróast samkvæmt nátt­ úrulegum ferli. „Ég átti allt eins von á því að þau væru að fella hugmyndina eða að það kæmi neikvæð umsögn en það var samþykkt að vísa málinu áfram,“ segir Kolbrún í samtali við Frétta­ blaðið. „Sums staðar er hægt að draga úr slætti, annars staðar ekki.“ n Vill slá af í slætti á umferðareyjum Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins Oxford-háskóli er talinn besti háskóli heims á listanum. Það var hátíðleg athöfn í Safnahúsinu í Reykjavík þegar forsætisráðherra Íslands og formaður lands­ stjórnar Grænlands skrifuðu undir yfirlýsingu um aukið samstarfs milli landanna í gær. Katrín Jakobsdóttir segir að um tímamótasamning sé að ræða í samstarfi tveggja nágrannalanda. benediktarnar@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Fjöldi fólks var kom­ inn saman í Safnahúsið til að verða vitni að undirritun samkomulags á milli Íslands og Grænlands um aukið samstarf landanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, hóf ræðuhöldin og talaði til gesta á dönsku, grænlenskum gestum til mikillar gleði. Á eftir henni sagði Múte Bourup Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, nokkur orð og ritað var undir tíma­ mótasamkomulag. „Þetta er merkilegt skref í sam­ starfi Íslands og Grænlands, að formfesta þetta samstarf. Þarna er kveðið á um nokkur svið, þar sem ætlunin er að ná ákveðnum árangri. Í yfirlýsingunni er meðal annars formfest samstarf í rann­ sóknum, háskólastarf i, menn­ ingarsenu, jafnrétti kynjanna. Síðan viljum við reyna að leggja grunninn að fríverslunarsamningi milli Íslands og Grænlands,“ segir Katrín, sem telur það merkilegt að formleg samskipti milli landanna hafi hingað til ekki verið sérstak­ lega mikil. „Þá höfum við skynjað mikinn áhuga hjá íslenskum fyrirtækjum á að efla starfsemi sína á Grænlandi, ég held að það séu mikil tækifæri Merkilegt skref í sam starfi Ís lands og Grænlands formfest í Safnahúsinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, skrifuðu í dag undir yfirlýsingu um aukið samstarf milli landanna. MYND/AÐSEND í því,“ segir Katrín. Múte Bourup Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, tekur í sama streng, en hann segir að um sé að ræða sögu­ legan dag í samstarfi og vináttu á milli landanna. „Á tímum sem þessum, þegar það er stríð í Evrópu, þá tel ég að það sé mikilvægt að samhuga lönd, sem hafa lýðræði og frelsi í gildum sínum, vinni saman á diplómat­ ískan hátt með samkomulagi líkt og þessu. Þannig styrkjum við sam­ félögin okkar,“ segir Múte. Að sögn Katrínar var það Múte sem átti upphaflegu hugmyndina að samstarfinu. „Þetta tengist því að ég heimsótti Grænland í vor og var þá fyrsti íslenski forsætisráð­ herrann sem heimsótti nágranna okkar í norðri í 25 ár. Þar fékk Múte þessa hugmynd, að við myndum reyna að formfesta samstarfið með einhverjum hætti og þá settum við af stað þessa vinnu. Núna er hann hingað kominn til að form­ festa samstarfið og setja ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða, sem er á sama tíma,“ segir Katrín, en þessa dagana stendur yfir hin árlega ráð­ stefna Arctic Circle, eða Hringborðs Norðurslóða, hér á landi. Múte, sem kom til landsins í gær, var spenntur fyrir heimsókninni, en merkilegast þykir honum veður­ farið á Íslandi. „Ég held að venjulega á Íslandi upplifið þið sól og rigningu á sama degi. Ég hlakka til þegar það byrjar að rigna seinna í dag,“ sagði Múte. n 4 Fréttir 14. október 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.