Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 6
Hermundur Sigmundsson
prófessor segir mikilvægt að
börn fái lestrarkennslu sem
hentar hverjum og einum.
Hann segir leshraðapróf úrelt
og vill breyta áherslu í lestrar-
kennslu.
birnadrofn@frettabladid.is
MENNTUN Síðustu tuttugu ár hafa
30-40 prósent barna í Reykjavík
ekki verið orðin læs í lok annars
bekkjar. Hermundur Sigmundsson,
prófessor við NTNU-háskóla í Nor-
egi og Háskóla Íslands, segir nauð-
synlegt að breyta þeim kennslu-
aðferðum sem notaðar eru við
lestur hér á landi.
Hermundur er frumkvöðull og
stjórnandi verkefnisins Kveikjum
neistann sem er samstarfsverkefni
rannsakenda af Menntavísindasviði
Háskóla Íslands, Samtaka atvinnu-
lífsins, bæjaryfirvalda í Vestmanna-
eyjum og stjórnenda Grunnskóla
Vestmannaeyja.
Verkefnið er langtímaverkefni þar
sem nemendum í Vestmannaeyjum
er fylgt eftir á grunnskólagöngu
sinni. Þar er nemendum kenndur
lestur, stærðfræði og náttúrufræði
með nýjum kennsluháttum. Allir
nemendur eru metnir reglulega og
fá áskoranir, verkefni og kennslu
við hæfi.
Öll börn sem luku fyrsta bekk í
Grunnskóla Vestmannaeyja síð-
asta vor gátu lesið einstök orð eftir
þátttöku í Kveikjum neistann. 96
prósent barnanna náðu að lesa
setningar og 88 prósent þeirra gátu
lesið samfelldan texta í lok skóla-
ársins. Til samanburðar gátu 73
prósent norskra barna lesið einstök
orð í lok fyrsta bekkjar samkvæmt
norskri rannsókn.
„Við sjáum bara svart á hvítu að
þetta er að virka. Við erum búin
að kveikja neistann í Vestmanna-
eyjum,“ segir Hermundur. „Það voru
ekki sum börn sem náðu viðmiði í
lestri heldur öll börnin sem kláruðu
fyrsta bekk. Nú höldum við áfram
með þau í öðrum bekk og fyrsti
bekkur bætist við,“ segir hann.
Spurður að því hvort hann telji að
hægt sé að „kveikja neistann“ alls
staðar segir Hermundur svo vera.
Það vanti bara viljann. „38 prósent
fimmtán ára unglinga á Íslandi eru
ekki að ná grunnfærni í lesskilningi
og stærðfræði, hversu lengi ætlum
við að hafa þetta svona?“ spyr hann.
Hermundur segir börnin sem
ekki nái færni í lestri ekki fá þá
aðstoð sem þau þurfi í skólanum
eða heima. „Og ef stuðningurinn er
ekki til staðar heima þá þarf skólinn
að grípa inn í,“ segir hann.
S a m k v æmt le s f i m ipr óf u m
Menntamálastofnunar hefur frá
síðustu aldamótum um þriðjungur
15 ára nemenda verið undir lág-
marksviðmiði í lestri. Lesfimipróf
mæla fjölda lesinna orða á mínútu
og segir Hermundur þau ekki réttu
leiðina til að fylgjast með lestrar-
færni barna samkvæmt fremstu
fræðimönnum heims.
„Hann Óli sem er sjö ára á ekki að
fá orðadæmi í stærðfræði ef hann
kann ekki að lesa og hann á ekki
heldur að fara í leshraðamælingu ef
hann kann ekki að lesa. Núna er það
þannig að Óli þarf að fara þrisvar á
ári í leshraðamælingu og koma nið-
urbrotinn heim,“ segir Hermundur.
Hann segir að í Vestmannaeyjum
sé lestrarfærni barnanna metin með
stöðumati sem byggist á grunn-
þáttum lesturs, umskráningu og
lesskilningi, í kjölfarið fái þau áskor-
anir við hæfi. „Þá fær Óli aðstoð
með það að læra bókstafina en
Bjarni sem kann að lesa getur valið
sér bækur við hæfi á bókasafninu,“
segir Hermundur.
Á föstudaginn eftir viku fer fram
málþing þar sem farið verður yfir
verkefnið Kveikjum neistann. Bæði
það sem vel gekk og það sem betur
mátti fara að Hermundar sögn. „Ég
hvet bara alla sem málið varðar
að koma til Vestmannaeyja og
kynna sér verkefnið, þetta er mjög
brýnt.“ n
Börn sem kunna ekki að
lesa verði að fá aðstoð
Á bilinu 30 til 40 prósent barna í Reykjavík hafa ekki orðið læs í lok annars bekkjar síðustu 20 árin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við sjáum bara svart á
hvítu að þetta er að
virka.
Hermundur
Sigmundsson,
prófessor
Málþing í tilefni af 10 ára afmæli
U3A Reykjavík verður haldið
laugardaginn 15. október,
kl. 13.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Enginn aðgangseyrir.
Hægt er að nálgast dagskrána
og skrá sig á u3a.is
Öll velkomin.
Seinni
hálfleikur
Fræðsla og virkni alla ævi
Sterkir í brotajárni
Afskráðu ónýta
bílinn hjá okkur
og við komum honum
í endurvinnslu.
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Heiða Björg Hilmisdóttir,
formaður velferðarráðs Reykja-
víkurborgar, segir ekki standa til að
lengja opnunartíma neyðarskýla í
Reykjavík líkt og hópur heimilis-
lausra manna krafðist í setuverkfalli
í gistiskýlinu á Granda í gær.
Neyðarskýli borgarinnar eru
opin frá klukkan 17 á daginn þar til
klukkan tíu næsta morgun. Menn-
irnir krefjast þess að skýlin séu opin
á daginn eða að opnað verði úrræði
með dagopnun. Þá vilja þeir einnig
undanþáguopnun þegar veður er
sérstaklega vont.
Heiða Björg segir áherslu borgar-
innar þá að ná fólki í varanlegt hús-
næði. Neyðarskýli séu ekki til þess
gerð að fólk dvelji þar yfir langan
tíma.
„Við viljum reyna að ná fólki í ein-
hverja varanlegri búsetu og veita því
einhverja aðra möguleika svo við
höfum ekki verið að skoða það að
Ekki standi til að lengja opnunartíma gistiskýla borgarinnar
Heiða Björg
Hilmisdóttir,
formaður
velferðarráðs
Reykjavíkur-
borgar
hafa gistiskýlin meira opin,“ segir
Heiða.
„Þetta er það sem að við höfum
séð að aðrir eru að gera erlendis, við
erum bara að læra og það er hvergi
mælt með því að neyðarskýli sé opið
allan sólarhringinn,“ segir hún.
„Við viljum frekar að fólk fái tæki-
færi til að eignast heimili,“ bætir
hún við.
Þá segir Heiða að lagt hafi verið
fjármagn í úrræði hjá Hjálpræðis-
hernum þar sem heimilislausir
geti komið á daginn og til dæmis
þvegið þvott. Þá sé Samhjálp einnig
veitt fjármagn fyrir sína starfsemi.
„Við höfum tvöfaldað fjármagnið
í þennan málaflokk svo ég er ekki
sammála um að þetta strandi á fjár-
magni,“ segir Heiða.
„Þetta eru þeir þættir sem við
leggjum áherslu á. Varanleg búseta
og stuðningur þangað inn,“ segir
hún. „Við reynum að standa við það
að enginn þurfi að sofa úti og það er
reynt að koma til móts við alla.“ n
6 Fréttir 14. október 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ