Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hvernig
væri að
beina
sjónum
okkur
að því
að leysa
vanda
beggja?
Meirihluti
starfs-
manna
taldi
sóknarfæri
falin í sam-
einingum.
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars
@frettabladid.is
Heilsuvara vikunnar
GJAFALEIKUR
Guðlaugur Þór
Þórðarson
umhverfis-,
orku- og loftslags-
ráðherra
Undanfarið hefur staðið yfir vinna við endurskipu-
lagningu og að hagræða í umhverfis-, orku- og lofts-
lagsráðuneytinu. Stofnanir ráðuneytisins eru 13 talsins
og stöðugildin eru um 500, en starfsmennirnir eru
fleiri. Þessar stofnanir gegna lykilhlutverki og sinna
bráðnauðsynlegri þjónustu við almenning, má í þessu
samhengi nefna Veðurstofu Íslands.
Mér varð snemma ljóst að grundvöllur væri fyrir
aukinni samvinnu og samlegð á milli stofnana ráðu-
neytisins enda mörg verkefni sem skarast.
Vinnan hófst í samtali forstöðumanna stofnananna
en frá upphafi hefur verið skýrt að unnið verði með
starfsmönnum stofnana í þessu ferli og þess vegna var
framkvæmd könnun meðal starfsmanna um viðhorf
til breytinga. Meirihluti starfsmanna taldi sóknarfæri
falin í sameiningum.
Viðskiptavinir stofnana ríkisins eru almenningur
og skattgreiðendur. Við eigum ávallt að hafa hagsmuni
þeirra að leiðarljósi þegar kemur að ákvarðanatöku um
stofnanir ríkisins. Ríkisrekstur hefur á undanförnum
árum breyst mikið og kröfur um gæði hafa aukist.
Starfsemi lítilla stofnana er áskorun og kallar á endur-
skoðun.
Störfin þar sem verkefnin eru
Það er ekki verið að breyta breytinganna vegna. Mark-
mið með vinnunni eru eftirfarandi:
Í fyrsta lagi að auka skilvirkni, þjónustu og ná
fram hagræðingu. Í annan stað að vinna nánar með
háskólasamfélaginu og leggja aukna áherslu á rann-
sóknir og vöktun. Í þriðja að færa störfin nær starf-
seminni, til dæmis út á landsbyggðina. Allt mun þetta
auka slagkraft og faglega getu stofnana til að takast á
við stórar áskoranir.
Nú er svo komið að 85% þjóðarinnar búa á suðvest-
urhorni landsins og 15% íbúa annars staðar á landinu.
Störf auglýst án staðsetningar er markmið en það má
ekki verða til þess að störfin færist öll á sama stað. Það
er lykilatriði að störfin verði þar sem verkefnin eru. n
Sóknarfæri í
sameiningumkristinnhaukur@frettabladid.is
Vald Garðabæjar
Garðbæingar hafa löngum
verið taldir hafa óeðlilega mikil
áhrif í samfélaginu miðað við
stærð og íbúafjölda sveitar-
félagsins. Nú hefur steininn
tekið úr því Garðbæingar
eru byrjaðir að endurskrifa
ritninguna. Greint var frá því í
gær að Vídalínskirkja væri hætt
að predika tíunda boðorðið
fyrir fermingarbörnin. Það
er: „Þú skalt ekki girnast konu
náunga þíns, ekki þræl hans
eða ambátt, ekki uxa hans eða
asna né nokkuð annað sem
náungi þinn á.“ Skrýtið. Þetta
sem er svo nútímalegur og fal-
legur boðskapur.
Skömm
Þegar gengið var á prestinn
um úrfellinguna sagði hún að
níunda og tíunda boðorðið
væru eiginlega það sama. En
það níunda hljóðar svo: „Þú
skalt ekki girnast hús náunga
þíns.“ Ef það á að taka þessa
afsökun prestsins gilda þá er
það í sjálfu sér athyglisvert að
Garðbæingar telji eign hús-
næðis í raun og veru það sama
og mansal. Líklegra er þó að
Garðbæingar hafa áttað sig á
því að hlutar Biblíunnar eru svo
ógeðfelldir að það er ekki hægt
halda þeim að kynslóðinni sem
lætur svona yfir sig ganga. Ekki
án þess að skammast sín að
minnsta kosti soldið. n
Í litlum samfélögum, þar sem ég þekki
til, er slegið upp veislu þegar barnmörg
fjölskylda f lytur í þorpið. Vegna þess
að fámennið er lamandi og bókhaldið
stendur og fellur með hverri þeirri
manneskju sem ákveður að f lytja á brott
frekar en að staldra við.
En þorpin skortir ekki bara fólk. Þau
skortir líka hugmyndir og ferska sýn.
Þau þurfa f leiri skríkjandi börn. Það vantar
fólk í kvenfélagið, kórinn, heita pottinn og
á kaffistofuna. Þau þurfa raddir úr f leiri
áttum. Því það er lýjandi að reyna að halda
samfélagi gangandi í andstreymi fólksfækk-
unar og fámennis.
Þess vegna eru sveitarstjórarnir alltaf
gargandi á fjallstoppum. Ár eftir ár. Eftir
f leira fólki. Útsvarsgreiðendum. Súrefni.
Samt kemur enginn. Eða mjög fáir. Og
fyrir vikið bítast þorpin innbyrðis og reyta
fjaðrirnar hvert af öðru. Fjölgun um tvo íbúa
hér, fækkun um þrjá íbúa þar.
En þetta á ekki bara við um þorpin því
þetta er saga landsins í heild. Ef við veltum
því aðeins fyrir okkur.
Við höfum alltaf þurft f leiri hendur á dekk.
Til að greiða skatta og standa undir velferð-
inni. Efla þjónustuna. Styrkja heilbrigðis-
kerfið. Það er í raun rót allra þeirra vanda-
mála sem við erum alltaf að rífast um.
Samt er því haldið fram, dag eftir dag,
að við getum ekki tekið á móti f leira
fólki. Því jafnvel slengt fram að okkur beri
að bregða fæti fyrir fólk sem vill leggjast á
árarnar með okkur. Hindra för þeirra. Þetta
er að verða sérstaklega áberandi í umræð-
unni um fólk í neyð.
Eru þetta ekki einhvers konar öfugmæli?
Hvernig samræmist stefna, sem gengur
út á frekari einangrun, okkar mikilvægasta
verkefni? Sem er að fjölga hérna íbúum. Og
grípa tækifærin sem felast í fólksfjölgun og
fjölbreytni. Til þess að halda áfram að vaxa
og sækja fram.
Umræðan um fólk af erlendum uppruna
þarf ekkert að snúast um að bregðast við
bráðavanda. Hún getur allt eins snúist um að
þjóna sameiginlegum hagsmunum tveggja
hópa.
Ef land leitar að fólki getur það varla verið
annað en jákvætt ef þangað ratar fólk sem
leitar að landi. Segir það sig ekki nokkurn
veginn sjálft?
Hvernig væri að beina sjónum okkur að
því að leysa vanda beggja? Í stað þess að ala á
andúð og ótta. n
Land og fólk
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. október 2022 FÖSTUDAGUR